Forsíða
|
GÁMES-þróun við MKYfirlit yfir frá 1995-2000 |
Lög 1995 | Greining Áhættuþátta og Mikilvægir EftirlitsStaðir - skammstafað: GÁMES gæðakerfið.
Lögin eru sett meðal annars fyrir tilstilli fagfólks í matvælaiðnaðinum og strax ári síðar ákveður skólameistari MK í samráði við deildarstjóra hótel- og matvæladeildar skólans að unnið skuli að því að taka kerfið upp í starfi skólans og flétta það inn í kennsluna. |
Starfshópur | Sá starfshópur sem vann undirbúningasstarfið samanstóð af kennurum Hótel- og matvælaskólans, ræstingafólki, deildarstjórum og auk þess tveimur ráðgjöfum frá stofnunum utan skólans. Stjórnandi starfshópsins var einn af kennurum skólans. |
Leiðbeiningar | Samdar voru leiðbeiningar um vinnubrögð við umgengni og þrif á hverju einasta matartæki skólans, umgengni í eldhúsum og verknámsstofum og reglur jafnt fyrir nemendur, kennara og gesti. Þetta starf var að mestu leyti unnið af kennurum og deildarstjórum. |
Kennsluefni | GÁMES - gæðakerfið er fjölþætt og efni þess var fléttað inn í allt námsefni Hótel- og matvælaskólans. Starfshópurinn annaðist alla þá aðgerð og sums staðar fylgdu með leiðbeiningar umfram sjálft kennsluefnið. |
2000 vor: upptaka |
Þótt kennararnir hafi sjálfir unnið upp hið nýja kennsluefni mun næringarfræðingur koma sérstaklega til aðstoðar í byrjun annar. Hann mun bæði kenna og vera kennurum til liðs. |
Mat | Starfshópurinn er að vinna í að móta eftirlitskerfi með framkvæmdinni og mat á því hvernig til tekst til að geta sem fyrst gert sér grein fyrir þeim atriðum sem breyta þarf til batnaðar. |