Forsíða


> Ralph W. Tyler <
> Decker Walker <
> Elliot W. Eisner <

Útdráttur úr M&W bls 20-40.
Umsagnir og orðalag frá GÓP.

Námskrá?
Hver?
Hvað?

Hvernig?
Hver skal - og hvernig - tilgreina leikni- og þekkingar-viðfangsefni skólans?
Hér verður stiklað á þremur sjónarmiðum sem fram hafa verið sett um þetta efni. Þess ber að geta þau eru aðeins þrjú af mörgum tugum sjónarmiða en þau koma að viðfangsefninu með nokkuð ólíkum hætti.
Tyler 1949 Ralph W. Tyler fæddur 1902.

Bók hans má kalla ítarleg drög að handbók fyrir fræðendur. Hún er leiðbeining og liðsinni til þeirra sem þegar eru í störfum við gerð námskráa, kennslu og námsmat. Viðhorf Tyler's er að viðfangsefnið sé að mestu leyti viðráðanlegt.

Tyler - 1
Námsmarkmið:
  • Námskrárgerðarmenn eru að störfum og þeir eigi þess kost að tilgreina þau leikni- og þekkingarmarkmið sem skólanáminu skuli setja.
Skoðum líf borgaranna og lesum úr því hvað fólk þarf að kunna. Spyrjum fagfræðinga hvað þeim þykir nauðsynlegt að almenningur þekki af þeirra fræðasviði. Leggjum heimspekilegt mat á þá efnisþætti sem hér eru komnir og notum sálarfræði námsins til að álykta um það sem er bærilega kennanlegt. Skilgreininum markmiðin þannig að við eigum hægara með að móta nytsama námsreynslu og kenna. Spyrjum nú og prófum nemendurna til að finna út í hverju þeim er ábótavant - af því sem við hér með höfum skilgreint sem viðfangsefni skólans.
Tyler - 2
Námsreynsla
og
náms-
reynslu-
einingar:
  • Unnt sé að setja almennar viðmiðanir um það hvernig finna megi námsreynslu-einingar sem hver um sig þjóni þeim tilgangi að þoka færni nemandans nær settu marki.
Þegar við gerum okkur grein fyrir hver markmiðin eru finnum við reynslu-einingar sem nýtast. Við getum greint þær og forskrifað svo öðrum verði þær tiltækar.
Tyler - 3
Uppröðun
námsreynslu-
eininganna:
  • Unnt sé að raða einingum námsreynslunnar í röð þar sem heppilegra sé fyrir nemandann að upplifa að eina á undan annarri til að ná settu marki.
Reynslueiningunum má raða í skynsamlega röð - sem líkja má við náms-spíralinn. Komið er að hugtökum á kynningarstigi og síðan komið að þeim aftur og aftur og sífellt farið dýpra í merkingu þeirra og leitast við að tengja boðskap þeirra og hagnýti við tiltækt tækjasafn nemandans.
Tyler - 4
Námsmat:
  • Unnt sé að unnt sé að meta þær breytingar sem námið hefur valdið á nemandanum til að áætla hversu honum tekst að ná settu marki.
Mat miðar við að mæla áorðna breytingu á nemandanum. Til þess eru fjölmargar leiðir svo sem hefðbundin þekkingarpróf en einnig athuganir, viðtöl, sourningalistar, skoða verk nemenda og fylgjast með úrlausnarvinnu þeirra. Aldrei megi þó gleyma því að gera próf þannig úr garði að þau mæli það sem þeim er ætlað að mæla, nefnilega þá nreytingu sem orðið hefur á nemandanum við það að hann hefur stundað námið.
Walker 1971 Decker Walker hefur skoðað ítarlega hvernig námskrárgerðarfólk fer að því að útbúa námskrá. Ferlið hefur skýr einkenni og eftir því sem þátttakendurnir gera sér betri grein fyrir því verður þeim viðráðanlegra að inna það af höndum.
Walker - 1
Grunnur:

Í fyrstu
hriktir í
stoðunum
undir
heimsmynd
hvers
þátttakanda.

  • Sameiginlegur hugtakagrunnur: Virtir og snjallir einstaklingar koma saman af ólíkum leiðum misjafnra heiða og bera með sér margvísleg viðhorf vegna sértækrar reynslu sinnar af umfangsmiklum viðfangsefnum.
Námskrárgerð krefst þess að hópurinn finni að minnsta kosti að einhverju leyti sameiginlegar skilgreiningar á þeim frumhugmyndum sem hver um sig hefur túlkað á sinn sérstaka hátt og haft sem hornstein undir sinni sérútgáfu af heims-skilgreiningu. Úr sundurleitum viðhorfum til hins mögulega, til innri vensla atburða og þekkingarþátta, til þess hvað er æskilegt, til meira og minna skilgreindrar trúar á hvað séu æskileg markmið eða hverjar séu leiðirnar þangað - þurfa menn í fyrstu lotu að smíða að minnsta kosti einhvern sameiginlegan grunn fyrir það verkefni sem þeim er ætlað að leysa: að koma saman einni námskrá.
Walker - 2
Deiglan:

- skerpir
rök
og
ráð.

  • Í deiglunni skerpast rök og ráð: Í frekari umræðu og samstarfi hópsins gerist hvort tveggja að grunnurinn styrkist og hópurinn finnur sér slóðir sem færir hann nær nothæfri lausnarleið.
Til tínast atriði sem nauðsynleg teljst til að ná fram markmiðum, fram koma valkostir og velt er upp spurningum um forkröfur og eftirfara í náminu, metnir eru aðrir kostir og að lokum kemur að því að hópurinn velur þær leiðir sem hann getur best rökstutt.
Walker - 3
Útkoman:
  • Útkoman er ekki viðfangsefni Walker's.
Eisner 1972-9 Elliot W. Eisner þykir Tyler's uppsetning einskorðuð við vel orðanleg markmið og háskólanám og telur að í sjálfri skólastofunni fari fram merkasti hluti skólastarfsins. Þar komi upp ólíkur skilningur nemendanna á því sem fram fer og ef ekki komi til snilli - nánar tiltekið: list - kennarans ráði hending því sem eftir situr. Hann tekur sérstaklega á gildi fjölbreyttrar tjáningar og ólíkum tjáningaraðferðum við að gera grein fyrir sama fyrirbæri. Hann gerir líka vel skilgreinda athugasemd við þá viðteknu venju að prófa eftir að námi er lokið og rökstyður að mat sé margslungið ferli og verði að list sem lærist. Hann er dálítið upptekinn af því að koma lista-einkunn á athugasemdir sínar en verður þó ekki með rökum sakaður að fara þar offari.
Eisner - 1
Markmið
og
forgangs-
röðun
  • Það er ekki einfalt að skoða líf borgaranna á ákveða af því hvað kenna þarf í skólum. Félagslegur raunveruleiki er margslunginn og sífelldur mallpottur málamiðlana. Sá sem velur námsefnið velji það því í raun af nokkurs konar rökstuddri tilviljun og önnur tilviljun ráði um áhrif þess á nemandann sem skilur það á sinn veg af sinni reynslu og sínum eigindum.
Eisner bendir á að fjölmargir af veigamestu þáttum lífs einstaklingsins verði ekki svo auðveldlega skilgreindir í orðum og þess vegna verði þeir útundan í formlegu námi. Þá beri einnig að taka til athugunar við gerð námskrár þótt þeim hæfi ekki hefðbundnar matsaðferðir. Eisner leggur áherslu á mikilvægi þess að menn leiti leiða til að ná fram öllum sjónarmiðum í þeim hluta námskrárgerðar-starfsins sem Walker nefnir deiglu. Þar setur Eisner inn samningalistina.
Eisner - 2
Námsefnið
  • Hvers vegna eru þær greinar sem ekki eru kenndar í skólanum - ekki kenndar í skólanum? Hann er gagnrýnir sjálfval hefðbundinna námsgreina og segir hefðir vekja væntingar, forsjá (verðandin verður fyrirsjáanleg) og stöðugleika en tiltekur önnur viðfangsefni sem ekki eigi síðra erindi í námskrána - svo sem fróðleikur um félagsgerjun líðandi stundar, lög, mannfræði og listir.
Eisner - 3
Gerðir
náms-
viðburða
  • Námsviðburðir er ótalmargir og í kjölfar þeirra og í kjölfar annarra viðburða sem ekki voru áætlaðir - en urðu samt - og hlutu sumir alltaf að verða - kviknar mörg ný hugmynd hjá nemandanum og önnur en hjá þeim næsta. Kennslu-snilli - eða réttar sagt: kennslu-list kennarans ráði úrslitum um hvað sitji sterkast eftir hjá nemandanum og hann sé sá eini sem eigi þess kost að beita þeim ráðum sem hann meti hentug til að stýra málum til æskilegs framgangs.
Eisner - 4
Röð
náms-
viðburða
  • Ekki sé ljóst að ein framgangsröð námsefnis sé annarri fremri. Í mörgum tilvikum megi hafa endaskipti á námseiningum eða allt aðra tengingu milli þeirra.
Eisner - 5
Gildi
ólíkra
tjáninga
  • Hefðbundið skólastarf hampar einu tjáningarformi á kostnað fjölmargra annarra sem séu bæði jafngild og í mörgu fremri um tjáningu á mikilvægum sviðum. Fyrirbæri sem unnt sé að tjá á fjölmörgum tjáningarformum séu gagngert skilgreind með því tjáningarformi sem sé viðurkennt í náttúruvísindum og þar með hripi burt mikilvægir hlutar fyrirbæranna. Þetta sama tjáningarform sé ráðanfi í samskiptum í skólastofunni og myndi verulega slagsíðu til skaða fyrir notkun nemenda á öðrum tjáningarformum.
Eisner - 6
Mat
  • Mat er eilíft viðfangsefni hvers einstaklings og verður honum traustara ef hann fær þjálfun í því. Slíka þjálfum megi meðal annars veita með því að viðhafa sífellt mat en það þurfi að vera margslungið og alls ekki sem eitt hefðbundið skriflegt próf í námslok.
Í skólastofunni metur kennarinn í sífellu hvernig kennsluþáttur hans hittir í tiltekið mark og þarf aftur og aftur að grípa til sérstakra aðgerða og annarra kennsluaðferða og nýrrar tjáningar til að leiða nemandans til þess skilnings sem til stóð.

Efst á þessa síðu * Forsíða