GÓPfréttir
|
12 ára A - 1952 Vorið 1952 útskrifaðist bekkurinn hennar Þorbjargar Benediktsdóttur úr Austurbæjarbarnaskólanum.
|
Mynd frá 1952
|
|
Ásta |
Ásta M. Marinósdóttir skrifar upp nöfnin á okkur - þann 3. september 2002:
|
Músaðu á myndina til að fá aðra - efnismeiri og skýrari. |
|
Kveðja |
Sæll Gísli! Ég var nú búin að skoða 12-ára myndina þína úr Austurbæjarskóla áður, en ég held að ég hafi aldrei sagt þér hvað mér þykir ofsalega vænt um að sjá hana. Þarna eru nefnilega margar af mínum skólasystrum úr Kvennó, því ég hætti eftir annan bekk þar (ætlaði að helga tónlistinni líf mitt) og byrjaði svo aftur ári seinna. Ég var hjá Önnu Konráðsdóttur í B-bekk í Austurbæjarskóla og útskrifaðist árinu á undan þér. Elvar Berg var með mér í stúku hjá Árelíusi Níelssyni, Guðlaug heitin, Tobbý, Elín Ólafs, Guðbjörg Eggerts, Bjarndís Júlíus o.fl. voru með mér í Kvennó og Halla Þorvalds var æskuvinkona mín af Bergþórugötunni. Svo þú getur rétt ímyndað þér að það gladdi mig að sjá þessa mynd og ég er búin að stela henni í myndasafnið mitt. Takk - og kær kveðja, ÓMÓ Vefur Ólafíu er OMO-vefurinn |