Forsíða


Gull - eða
gulls ígildi

Vinasíðan

Vinasögurnar eru frábær texti og sannindin finnum við í hjartanu. Þessar sögur hef ég fengið sendar í netpósti og þýtt þær svo að þær verði öllum aðgengilegar. Ég þakka hjartanlega þeim vinum mínum sem sendu þær til mín - og vona að margir eigi eftir að lesa þær.

Júlí 2009 Af blaði úr brjóstvasanum:

Lítill strákur

eftir norska ljóðskáldið
Jon Magnus Bruheim

þýtt af Helga Hálfdánarsyni

 

Í æsku fór það orð af mér
að ódæll væri ég og þver,

og enginn bar mér annað neitt
en álas nepjukalt og beitt.

Ég átti vísan villustig
því satt var eflaust sagt um mig.

Svo gerðist það einn góðan dag
að lífið allt fékk annan brag.

Ég heyrði glöggt í gegnum þil
að gott var talað mér í vil.

Ég lagðist annars ekki á hler
en upp á tærnar lyfti mér.

og heyrði, sem ég sveif á brott:
"Ég sagt get um hann fleira gott."

Hve himinsæll minn hugur var
að heyra það sem rætt var þar.

Í felustað ég felldi tár
með sól og vind um vanga og hár.

Í hljóði vann mitt hugarþel
það heit, fyrst mér var lýst svo vel,

að gefinn skyldi gaumur nýr
að góðum strák sem í mér býr.

Mild orð um hug og hjartalag
með hlýju breyttu nótt í dag.

Nóv. 2005 Sigurður Magnússon sendi mér þessa sögu - á íslensku:
Tveir kostir  Jerry er yfirmaður á veitingastað í Bandaríkjunum. Hann er alltaf í góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar hann er spurður hvernig hann fari að þessu svarar hann alltaf: "Ef ég gerði þetta betur þá væri ég tvöfaldur." 
Margir af þjónunum hans sögðu upp starfinu sínu þegar Jerry skipti um vinnustað og eltu hann á nýja veitingastaðinn. Hann er frábær í að hvetja fólk segja þeir, og þegar einhver starfsmaður átti slæman dag kom Jerry alltaf og sagði þeim hvernig þeir ættu að horfa á björtu hliðarnar á öllu. Ég varð soldið forvitinn og vildi sjá hvernig þetta gengi fyrir sig.

Ég talaði við Jerry og spurði hann hvernig hann færi að þessu?
Jerry svaraði: "Á hverjum morgni þá vakna ég og segi við sjálfan mig, ég á tvo möguleika í dag. Ég get valið að vera í fúlu skapi og ég get valið að vera í góðu skapi, ég vel alltaf að vera í góðu skapi. Alltaf þegar eitthvað slæmt gerist þá get ég valið að vera annaðhvort fórnarlamb eða ég get lært af því. Ég vel alltaf að læra af mistökunum. Alltaf þegar einhver kvartar við mig þá get ég valið að sætta mig við það eða að vera jákvæður og horft á kvörtunina frá jákvæðu hliðinni. Ég vel alltaf að horfa á kvörtunina frá jákvæðu hliðinni.

Mörgum árum síðar heyrði ég að Jerry hefði gert svolítið sem enginn veitingahúsaeigandi í Bandaríkjunum á að gera. Það er - að skilja bakdyrnar að veitingastaðnum eftir opnar. Þar ruddust 3 vopnaðir menn inn í eldhúsið hjá honum og rændu hann. Þeir miðuðu á hann byssum og heimtuðu að hann opnaði peningaskápinn en Jerry var dauðhræddur og átti erfitt með að
muna talnaröðina og í látunum skutu mennirnir Jerry. Til allrar hamingju fannst Jerry fljótlega þar sem hann lá í blóði sínu og var sendur á sjúkrahús í snarhasti. Eftir 18 tíma aðgerð og margra vikna meðferð var Jerry sendur heim en samt með nokkrar byssukúlur enn í líkamanum.

Ég hitti Jerry ca 6 mánuðum eftir árásina. Þegar ég spurði hvernig hann hefði það svaraði hann: "Ef ég hefði það betra þá væri ég tvöfaldur, viltu sjá örin?"
Ég afþakkaði.
"Það fyrsta sem flaug í huga mér þegar ég var skotinn var að ég hefði átt að loka bakdyrunum" sagði Jerry, "En svo mundi ég að ég hafði 2 möguleika, ég gæti valið að lifa eða að ég gæti valið að deyja. Ég valdi að lifa".
Varstu ekki hræddur? spurði ég.
"Læknarnir voru góðir, þeir sögðu mér að ég myndi ná mér, en þegar þeir rúlluðu mér inn á skurðarstofuna þá sá ég í andlitum þeirra að þeir hugsuðu "hann er dauðans matur". Þá varð ég verulega hræddur og vissi að ég þyrfti að taka til minna ráða."
Hvað gerðir þú? spurði ég.
"Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona sem var alltaf að kalla einhverjar spurningar til mín" sagði Jerry. "Hún spurði t.d. hvort ég væri með ofnæmi fyrir einhverju - og þá sagði ég - já".

"Læknarnir og hjúkrunarfólkið hætti öllu og beið eftir að ég héldi fram. Ég dró djúpt andan og svaraði "Byssukúlum". Þau hlógu en ég sagði þeim að ég hefði valið að lifa."
"Verið svo góð að vinna með mig eins og ég sé lifandi en ekki dauður".
Jerry lifði af vegna þess að læknaliðið gerði frábæra hluti og vegna hans frábæru lífssýnar.

Ég lærði af Jerry að á hverjum degi þá getur maður valið að njóta lífsins, eða að hata það. Það eina sem ég á og enginn getur tekið frá mér er mitt viðhorf og mín afstaða til lífsins. Ef ég gæti að þessu og hlúi að því þá mun allt verða auðveldara.

Mar. 2004 Ólafur Freyr sendi mér þessa sögu:
Vináttubönd Í lok fyrstu kennsluvikunnar bað kennarinn nemendurna að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað og hafa auða línu milli nafnanna. Þegar þeir höfðu lokið því bað hann þá að hugsa sig vel um og finna það besta sem þeir gætu sagt um hvern einstakan og skrifa það í línuna undir nafni hans. Þetta verkefni tók það sem eftir var tímans og að lokum skiluðu nemendurnir listum sínum til kennarans.

Um helgina tók kennarinn saman það sem nemendurnir höfðu skrifað og færði umsagnirnar um hvern nemanda saman á sérstakt blað. Þar kom fram allt það sem hinir bekkjarfélagarnir höfðu sagt um hann.

Á mánudeginum afhenti hann hverjum nemanda sitt blað. Innan skamms voru allir nemendurnir farnir að brosa. Ja - hérna, heyrði hann hvíslað - og athugasemdirt eins og Mér sem fannst ég vera einskis virði! og Ekki datt mér í hug að öðrum líkaði svona vel við mig .. .

Þessi blöð voru aldrei framar nefnd í bekknum. Kennarinn vissi aldrei hvort nemendurnir ræddu þau sín í milli eða við foreldra sína. Það skipti samt engu máli. Verkefnið hafði þjónað tilgangi sínum. Nemendurnir höfðu gott og jákvætt sjálfsmat og voru glaðir hver með öðrum. Tímar liðu og hópurinn hélt fram göngu sinni út í lífið.

Nokkrum árum síðar lést einn þessara fyrrum nemenda og kennarinn kom til að fylgja honum til grafar.

Við útförina var saman kominn fjöldi vina hins látna. Einn af þeim sem borið hafði kistuna kom til kennarans og spurði Varst þú stærðfræðikennarinn hans Markúsar? Þegar kennarinn játti því hélt hann áfram: Markús talaði mikið um þig.

Á eftir fóru flestir gömlu skólafélagar Markúsar saman út að borða. Foreldrar Markúsar voru þar og komu til kennarans. Okkur langar að sýna þér dálítið, sagði faðirinn. Hann tók bréfaveski úr vasa sínum. Markús bar þetta alltaf á sér. Við héldum að þú mundir þekkja það.

Í bréfaveskinu var vandlega samanbrotinn miði sem sýnilega hafði verið vélritaður og svo brotinn samann og opnaður ótal sinnum. Kennarinn vissi strax að þetta var listinn sem hann sjálfur hafði útbúið með öllum góðu umsögnunum bekkjarfélaganna.

Þakka þér innilega fyrir þessa æfingu, sagði móðir Markúsar, eins og þú sérð þá varð hún Markúsi mikils virði.

Allir gömlu skólafélagarnir komu að. Kristín brosti dálítið feimin og sagði ég á ennþá minn lista, Hann er í efstu kommóðuskúffunni heima. Kona Sveins sagði Sveinn bað mig að hafa sinn lista með í giftingaralbúminu okkar. María sagði ég á minn líka. Hann er í dagbókinni minni. Valgarður opnaði veskið sitt og sýndi hópnum snjáð blaðið.
Þetta blað ber ég með mér hvert sem ég fer. Ég held að við eigum öll hvert sinn lista ennþá og geymum hann á kærum stað.
Mar. 2001 Katrín og Kalli sendu mér þessa sögu:
Kristmann Þegar ég var að byrja í fyrsta bekk í menntaskólanum - sá ég einu sinni strák í mínum bekk að ganga heim úr skólanum. Hann heitir Kristmann. Það var engu líkara en að hann væri með allar bækurnar sínar í höndunum. Ég hugsaði með sjálfum mér: Hverjum dettur í hug að fara heim með allar bækurnar sínar á föstudegi? Hann hlýtur að lesa alveg rosalega heima. Ég átti í vændum skemmtilega helgi, ætlaði í partí um kvöldið og daginn eftir í fótbolta með vinum mínum, svo að ég yppti bara öxlum og hélt áfram. Þá sá ég útundan mér að strákahópur kom hlaupandi að Kristmanni. Þeir réðust að honum, hentu bókunum hans út um allt og brugðu honum svo að hann datt í moldina. Gleraugun hrutu af honum og ég sá þau lenda í grasinu langt frá honum. Hann leit upp og ég sá að augun voru svo hræðilega full af dapurleika og hryggð - sem gekk alveg inn í hjartað á mér. Ég hljóp til hans og þar sem hann þreifaði fyrir sér í grasinu í leit að gleraugunum sá ég tár í augunum. Ég rétti honum gleraugun og sagði Þessi strákar eru algjörar skepnur. Þeir ættu það sko skilið að tekið væri í lurginn á þeim.

Hann leit til mín og sagði: Þakka þér fyrir og brosti til mín einu af þessum brosum sem sýna raunverulegt þakklæti.

Ég hjálpaði honum að safna saman bókunum og spurði hvar hann ætti heima. Hann reyndist eiga heima rétt hjá mér svo að ég spurði hann hvers vegna ég hefði aldrei séð hann þar. Hann sagðist alltaf hafa verið á heimavistarskóla og minnst heima hjá sér. Við töluðum saman alla leiðina heim og ég bar slatta af bókunum hans. Hann reyndist vera alveg ágætur. Ég spurði hann hvort vildi kannski koma í fótbolta með mér og vinum mínum og hann sagði já við því.

Við vorum saman alla helgina og eftir því sem ég kynntist honum meira líkaði mér betur við hann og sama sögðu vinir mínir.

Á mánudagsmorgninum þegar við fórum í skólann var Kristmann aftur með þennan rosalega bókabunka. Ég stoppaði hann og sagði: Heyrðu! Ertu að æfa lyftingar? Þú nærð toppinum með svona burði á hverjum degi! Hann bara hló og rétti mér helminginn af staflanum.

> Næstu fjögur árin vorum við mestu mátar og bestu vinir. Þegar við vorum á lokaárinu vorum við að planleggja háskólanámið. Hann hafði ákveðið að verða læknir en ég ætlaði í viðskiptafræði og - í fótboltann. Ég vissi að við mundum alltaf verða bestu vinir.

Kristmann var duglegastur að læra og líka í fyrirsvari fyrir bekkinn okkar. Hann átti að halda ræðu við útskriftina. Ég var mest ánægður yfir því að þurfa ekki að gera svoleiðis nokkuð sjálfur. Á útskriftardaginn sá ég hann. Hann var glæsilegur. Hann var einn af þeim sem virkilega fundu sjálfan sig á þessum skólaárum. Hann var stór og þrekinn og tók sig mjög vel út - líka með gleraugun. Hann átti auðveldara heldur ég með að hitta stúlkurnar - og - svei mér þá - stundum öfundaði ég hann.

Þessi dagur var einn af þeim. Svo sá ég að hann var dálítið taugaóstyrkur vegna ræðunnar svo að ég sló létt á bakið á honum og sagði Hæ, stóri strákur! Þú stendur þig! Hann leit til mín með þessu einlæga þakkarbrosi og sagði þakka þér fyrir.

Í ræðustólnum ræskti hann sig byrjaði ræðuna. Við útskrift er rétti tíminn til að þakka þeim sem hafa hjálpað manni til að lifa af og komast í gegnum þessi erfiðu ár. Foreldrum okkar, kennurum okkar, systkinum okkar, kannski þjálfaranum ... en aðallega vinum okkar. Ég hef komið hér til að segja ykkur að besta gjöfin sem unnt er að gefa öðrum - er að gefa honum vináttu sína. Nú ætla ég að að segja ykkur sögu.

Ég leit forviða á vin minn og ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar hann sagði söguna af deginum þegar við hittumst í fyrsta sinni. Hann hafði afráðið að fyrirfara sér þá helgi. Hann sagði frá því hvernig hann hafði hreinsað allt úr skápnum sínum í skólanum, til þess að mamma hans þyrfti ekki að fara til að gera það eftir á, og var að ganga með bókastaflann heimleiðis. Hann horfði yfir til mín og brosti til mín. Til allra hamingju var mér bjargað. Það var vinur minn sem forðaði mér.

Það fór kliður um hópinn þegar þessi glæsilegi og vinsæli ungi maður sagði okkur öllum frá sínum erfiðustu augnablikum. Ég sá mömmu hans og pabba líta til mín með þessu sama innilega þakkláta brosi. Það var ekki fyrr en þá sem ég gerði mér fulla grein fyrir merkingu þess.

Allir
dagar
eru
vina-
dagar
Ekki vanmeta áhrif þess sem þú gerir. Það sem þú gerir getur gjörbreytt lífi annarar persónu - hvort heldur er til hins betra eða verra. Í lífinu höfum við öll áhrif hver á annað.

Sendu þessa sögu til vina þinna. Vinir eru englar sem hjálpa okkur aftur á fætur þegar okkar eigin vængir hafa eitt andartak gleymt því hvernig á að fljúga.

Des. 1999 Óðinn sendi mér þessa sögu:
Gætum

hvar
við
neglum
Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins.

Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.

Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir.

Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði - en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur úr sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.

Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.

Sendu
frænd-
fólki
og
vinum:
Sendu frændum og vinum þessar sögur -
eða netfang þessarar síðu:

Sérhver dagur er vinadagur. Sendu þessa sögu þeim sem þú þekkir, frændum og vinum. Allir hafa gott af að rifja upp þessar gömlu og sínýju tilfinningar sem við öll þekkjum svo vel þó þær grafist oft undir erli dægranna.

Lærum af mistökum annarra. Á einni æfi hefur maður ekki tíma til að gera þau öll sjálfur.

Netfang þessarar síðu er
http://www.gopfrettir.net/open/vinasidan/

Fyrirgefðu - - mér þau göt sem ég hef skilið eftir í grindverkinu þínu.

Efst á þessa síðu * Forsíða