GÓP-fréttir
|
GÓP-vísur af ýmsum toga
Sjá einnig
|
8. okt. 2012 |
![]() Sturla Þengilsson Hafa allir
Íslendingar Þessari spurningu í fyrirsögninni finnst líklega flestum auðvelt að svara og langflestir svara henni játandi. Þó liggur það fyrir að misauðvelt getur verið fyrir fólk að njóta náttúru Íslands allt eftir hæfni hvers og eins til að komast á torsótta eða fjarlæga staði á landinu. Ég hef lengi dáðst að því þegar ég sé fólk ganga um landið með allan sinn búnað á bakinu og um leið og þeir stuðla að því að halda líkama og sál í góðu formi þá njóta þeir náttúrunnar á þann hátt sem þeim finnst skemmtilegt. Því miður hef ég ekki getað skipað mér í raðir með þessu fólki ekki vegna þess að ég hafi ekki viljað eða nennt því heldur einfaldlega vegna þess að fimm ára gamall fékk ég lömunarveiki í faraldri sem gekk þá á landinu. Mín sýn á náttúruperlur Íslands hefur því ekki verið á forsendum afburða göngufólks heldur hef ég löngum haft til umráða jeppabifreiðar til að komast þær leiðir sem bjóðast fyrir slík farartæki og vissulega eru þær margar og einhverjar þeirra á ég eftir að fara. Ég mun hins vegar verða að láta mér nægja að hafa séð ýmsa falllega staði einungis á myndformi eins og t.d. marga staði á Vestfjörðum norðan Ísafjarðardjúps þar sem vinsælar gönguleiðir eru og göngufólk fer mikið um. Þannig háttar einfaldlega til á landinu að ekki verður komist á nema örfáa staði nema hafa til þess fullfrískan líkama og getað ferðast gangandi með viðeigandi kost meðferðis. Engum dettur í hug að leggja túristavegi um Jökulfirðina eða upp á Esjuna og um það er hljóðlát sátt meðal íbúa landsins þó svo líklega helmingur þjóðarinnar eigi þess ekki kost að komast á þessa staði vegna vöntunar á líkamlegu atgervi, aldurs, bæklunar eða af öðrum orsökum. Lengi hafði ég ætlað mér að fara Vonarskarð og loks varð af því síðasta haustið áður en því var lokað fyrir bílaumferð. Þetta var aldeilis ógleymanleg ferð í góðu veðri og í góðra vina hópi og svona ferðir vill maður gjarna endurtaka síðar. En nei nú skal þetta svæði verða tekið frá fyrir einungis hluta Íslendinga eða þau langt innan við 10% sem stunda lengri gönguferðir. Forkólfar þessa hóps hafa uppi eftirfarandi áróður eða ígildi áróðurs þeir segja beint og óbeint m.a. þetta:
Minnir þetta okkur nokkuð á landhreinsanir frá fyrri tíð og allt fram á okkar daga? Held ég verði alla vega að draga þá ályktun að það sé verið að hreinsa land og þá væntanlega af einhverri óværu. Nú mun einhverjum finnast sterkt að orði kveðið að líkja Vonarskarðsakstursbanni við landhreinsanir eins og við þekkjum þær verstar en ég get bara sagt við þá sem það finnst að þannig upplifi ég þessar aðgerðir og svei þeim sem fyrir þessu standa og einnig þeim sem mæla því bót. Reykjavík, 8. október 2012. |
22. sept 2010 | -
Jarðarför
Ferðafrelsis í Vonarskarði laugardaginn 2. október kl. 13 til 14:30.
|
21. júní 2010 | - Mótmæli við
yfirgangi stjórnarmanna Vatnajökulsþjóðgarðs
|
18. júní 2010 | - Þjóðgarðar - fyrir
hvern?
|
17. júní 2010 | - Til varnar
umferðarrétti almennings:
|
13. júní 2010 | - Ég mótmæli því að af
mér verði stolið fæðingarrétti mínum til umferðar um landið!
|
8. des. 2009 |
Þriðjudagur - Umhverfisskúffan hrekkur upp við vondan draum
Þetta er merkileg frétt sem ekki þarfnast neinnar skýringar. Það má þó velta vöngum yfir fyrsta lögmáli allra stofnana - sem einmitt er þetta: að undirstrika mikilvægi sitt til þess að stækka til þess að fá aukið fjármagn og ráða fleira fólk og byggja fleiri byggingar og lifa af og undirstrika mikilvægi sitt ... . Vitleysan ríður ekki við einteyming. Auðvitað væri rétt að hætta þessu rugli. Hætta að stefna í tugmilljarða fjáraustur til að gera hina ýmsu öræfahluta að sérstökum stofnunum með landstjórnir og hirðir þeirra og sérstök lög og löggulíki. Losa sig við þá utanveltu einstaklinga sem sitja í ýmsum stjórnum og ráðum við að spinna upp aðferðir til að stela umferðarréttinum af lifandi og óbornum Íslendingum. Þess í stað á að gera það sem hefur miklu meiri áhrif - og kostar ekki neitt:
|
16. júlí 2007 | - Hagnýting uppmagnaðs ótta
|
Apríl 2006 |
- Kjalvegur til einstaklinga
|
26. janúar 2006 | - Allt er vænt sem
vel er grænt
|
14. des. 2002
|
|