Forsíða
|
Jökulheimanetin - Nobeltec-skrár Nokkrar myndir frá svæðinu finnurðu |
Ferlar | Slóðanetin um Jökulheimasvæðið eru
tvö. Annað er norðan við Tungnaá og fer yfir
svæðið milli Tungnaár og Köldukvíslar. Hitt er sunnan Tungnaár.
Þetta eru Nobeltec-skrár. Þú sækir bæði ferlanetin í einni zip-skrá með því að músa á neðra kortið. |
Jökulheimanetið norðan Tungnaár Hér vantar einkum leiðir nær Þórisvatni. Eftirtaldar þrjár leiðir liggja út af sjálfu Jökulheimasvæðinu - auk leiðarinnar hjá Þóristindi: Ein slóð liggur suður yfir Tungnaá á Hófsvaði. Ein slóð liggur norður frá Sveðju og norður um Vonarskarð í Nýjadal. Ein slóð er yfir vaðið á útfallinu úr Hágöngulóni (báðar áttir) og styttileið suður austan við Skrokköldu. |
|
Jökulheimanetið sunnan Tungnaár Þetta net sýnir leiðir frá Jökulheimum suður yfir Tungaá á Gnapavaði. Þetta eru þrjár leiðir. Ein leiðin er frá Jökulheimum suður yfir Breiðbak, ofan við Langasjó, niður meðfram Vatnajökli, á Fremrieyrar og svo í Miklafell og Kirkjubæjarklaustur. Önnur er frá Jökulheimum og suð-vestur eftir nyrðri fjöru Langasjávar, lækjaleiðina frá skálanum undir Mosahnjúki við Sveinstind að Hellnafjalli, um Skælinga og til Víkur í Mýrdal. Þriðja leiðin er frá skálanum í Lambaskarðshólum (Hólaskjóli) upp Faxasund, farinn er krókur fram á Tungnaárfitjar en svo áfram að Sveinstindi og upp Breiðbak og yfir Tungnaá á Gnapavaði.
Hér vantar auðvitað margar leiðir - en sérstaklega ber að nefna
aðalleiðina í Sveinstind. Þetta eru Nobeltec-skrár - og þú
sækir þær svona: |
|
>> | Leiðbeiningar |
Hægri- músaðu á heitið |
Sæktu þessar zip-skrár - með því að hægri-músa á heitið og velja Save-kostinn úr flýtilistanum og vista þær á harða diskinum í þinni eigin tölvu - svo skaltu afpakka þær. Þú getur skoðað þær í NotePad og líka beint í Pcx5-forritinu - sem nú er einnig til fyrir Windows hjá R. Sigmundsson. |
FreeZip | Ef þig vantar forrit til að af-zippa =
af-þjappa skrána skaltu hér músa á FreeZip
til að sækja það. FreeZip vinnur svona: (1) Það kemur inn til þín
í skránni Freezip.exe sem þú keyrir til að opna það. Þú skalt
svara því sem um er spurt og láta það tengjast Explorer ef þú
færð kost á því. (2) Hægri-músaðu á zip-skrána sem þú þarft
að leysa (un-zippa) og veldu það sem hæfir - þú sérð það í
listanum - t.d.: un-zip here.
Þegar þú þarft að pakka (zippa) skrá skaltu (1) setja hana - og allar þær skrár sem á að pakka í einn pakka - inn í sérstaka möppu. (2) síðan hægri-músarðu á möppuheitið og velur zip. Þá pakkar FreeZip öllu sem er í möppunni og kallar skrána Free.zip. Breyttu nafninu áður en þú pakkar öðrum skrám - því annars eru allar pakkaðar skrár með sama nafni hjá þér. |
Segðu til! | Láttu mig vita ef þetta virkar ekki! |