Forsíða  

Jökulheimanetin - Nobeltec-skrár

Nokkrar myndir frá svæðinu finnurðu 
í frásögninni af ferlunarferðunum haustið 2002.

Ferlar Slóðanetin um Jökulheimasvæðið eru tvö. Annað er norðan við Tungnaá og fer yfir svæðið milli Tungnaár og Köldukvíslar. Hitt er sunnan Tungnaár. 

Þetta eru Nobeltec-skrár

Þú sækir bæði ferlanetin í einni zip-skrá með því að músa á neðra kortið. 


Jökulheimanetið norðan Tungnaár 
Hér vantar einkum leiðir nær Þórisvatni.
Eftirtaldar þrjár leiðir liggja út af sjálfu Jökulheimasvæðinu - auk leiðarinnar hjá Þóristindi:
Ein slóð liggur suður yfir Tungnaá á Hófsvaði.
Ein slóð liggur norður frá Sveðju og norður um Vonarskarð í Nýjadal.
Ein slóð er yfir vaðið á útfallinu úr Hágöngulóni (báðar áttir) og styttileið suður austan við Skrokköldu.

Jökulheimanetið sunnan Tungnaár
 
Þetta net sýnir leiðir frá Jökulheimum suður yfir Tungaá á Gnapavaði.
Þetta eru þrjár leiðir. Ein leiðin er frá Jökulheimum suður yfir Breiðbak, ofan við Langasjó, 
niður meðfram Vatnajökli, á Fremrieyrar og svo í Miklafell og Kirkjubæjarklaustur. 
Önnur er frá Jökulheimum og suð-vestur eftir nyrðri fjöru Langasjávar, lækjaleiðina frá skálanum 
undir Mosahnjúki við Sveinstind að Hellnafjalli, um Skælinga og til Víkur í Mýrdal. 
Þriðja leiðin er frá skálanum í Lambaskarðshólum (Hólaskjóli) upp Faxasund, farinn er krókur fram 
á Tungnaárfitjar en svo áfram að Sveinstindi og upp Breiðbak og yfir Tungnaá á Gnapavaði. 

Hér vantar auðvitað margar leiðir - en sérstaklega ber að nefna aðalleiðina í Sveinstind.
Það er stikaða slóðin frá Fjallabaksvegi við Herðubreið vestan Eldgjár upp að Langasjó.

Þetta eru Nobeltec-skrár - og þú sækir þær svona:
Hægri-músaðu á myndina og veldu Save-kostinn til að vista zip-skrána á þinni tölvu.
Skráin heitir 2xJ_net.zip og er 306 KB. Hún geymir skrárnar: 
J_net_nordan_Tungnaar.txt - 1.106 KB
J_net_sunnan_Tungnaar.txt - 728 KB

>> Leiðbeiningar 
Hægri-
músaðu
á
heitið
Sæktu þessar zip-skrár - með því að hægri-músa á heitið og velja Save-kostinn úr flýtilistanum og vista þær á harða diskinum í þinni eigin tölvu - svo skaltu afpakka þær. Þú getur skoðað þær í NotePad og líka beint í Pcx5-forritinu - sem nú er einnig til fyrir Windows hjá R. Sigmundsson.
FreeZip Ef þig vantar forrit til að af-zippa = af-þjappa skrána skaltu hér músa á FreeZip til að sækja það. FreeZip vinnur svona: (1) Það kemur inn til þín í skránni Freezip.exe sem þú keyrir til að opna það. Þú skalt svara því sem um er spurt og láta það tengjast Explorer ef þú færð kost á því. (2) Hægri-músaðu á zip-skrána sem þú þarft að leysa (un-zippa) og veldu það sem hæfir - þú sérð það í listanum - t.d.: un-zip here.

Þegar þú þarft að pakka (zippa) skrá skaltu (1) setja hana - og allar þær skrár sem á að pakka í einn pakka - inn í sérstaka möppu. (2) síðan hægri-músarðu á möppuheitið og velur zip. Þá pakkar FreeZip öllu sem er í möppunni og kallar skrána Free.zip. Breyttu nafninu áður en þú pakkar öðrum skrám - því annars eru allar pakkaðar skrár með sama nafni hjá þér.

Segðu til! Láttu mig vita ef þetta virkar ekki!

 Efst á þessa síðu * Forsíða