GÓP-fréttir

Garmin - listi og Navtrek-liðsinni

NavTrek - um tengingu við Garmin - og um ferilskrár:

GÓP: Leiðbeiningar um notkun Garmin 128 og II+.

Nobel Nobeltec og Navtrek
Garmin
<=>
tölva
Pétur Örn Pétursson:
Tenging Garmin-tækis
við Navtrek97 í tölvu.

Samskipti GPS tækisins og Navtrek eru tvennskonar:

  • 1: GPS - tækið sendir stöðugt upplýsingar á port sem Navtrek les stöðugt þetta er gert með NMEA, sem lítur út fyrir að vera útbreiddur staðall.
    Stilla þarf GPS tækið á NMEA og í Navtrek er stillt á það port tölvunnar sem GPS tækið er tengt við. Velja skal að skrá eigi alla innkomu.
  • 2: Navtrek getur sótt upplýsingar í GPS tækið og skráð upplýsingar í það. Þetta er gert með samskiptastaðli sem fer eftir tækinu. GPS tækið er þá stillt á GARMIN/GARMIN eða eitthvað álíka.
    Þar sem Navtrek 97 er ekki alveg nýtt, þekkir það ekki nýjustu staðlana hjá Garmin t.d. eMap sem notaður er m.a. á GPSMap...

Það þarf því að skipta á milli GARMIN/GARMIN og NMEA/NMEA á GPS tækinu eftir því hvaða verkefni verið er að framkvæma!

navobj

GÓP: - Athugaðu að skráin sem Navtrek97 býr til og geymir allar uppákomur og ferla og stiklur heitir navobj.txt - slóðin er: .. \Program Files\Nobeltec\NavTrek 97\Database\navobj.txt 

  • Ef þú flytur inn skrá með Navtrek + Import from text file þá flyst sú skrá inn í navobj.txt.
  • Ef þú vilt varðveita það sem komið er í navobj.txt en byrja síðan að nýju að ferla - sem sagt: hreinsa allar leiðir út - þá geturðu einfaldlega skipt um nafn á navobj.txt. Þá býr Navtrek97 til nýja skrá með nafninu navobj.txt og þegar þú gefur skipun um að byrja að ferla þá verður komandi ferill sá fyrsti. 
  • Þegar þú ferlar er sífellt í gangi öryggisafritun sem kemur inn í sömu möppu. Ef þú tekur sérstakt afrit af navobj.txt er nytsamt að gefa afritinu lýsandi nafn - sem segir hvaða leið er geymd í skránni. Athugaðu þá líka þetta með strikið út í buskann.
Hring-
tenging

Sveinn G. Pálmason: - Ef textaskrár eru lesnar inn oftar en einu sinni koma hringtengingar - með beinlínum frá endapunkti í upphafspunkt. Ef þetta gerist er einfaldast að henda öllum leiðunum út og lesa þær síðan inn og þá bara einu sinni. Sjá líka hér fyrir neðan.

okt. 2002

strikið
út í
buskann

 

 

réttur 
punkta-
fjöldi
í
Navtrek-
ferilskrá

 

 

 

12.05.'03
Hring-
tenging
frá 
síðasta
í fyrsta

Óskar Erlingsson skrifar liðsinni við GÓP 
sem var að vandræðast með strikið út í buskann:

Strikið út í buskann
Ég get frætt þig um hvernig þú getur losnað við "strikið út í buskann". Þetta gerist vegna þess að það er ekki búið að slökkva á ferluninni þegar slökkt er á forritinu (eða ferilskráin Export-uð). 

Til að losna við þetta úr skrám sem þú átt þegar þarftu einungis að gera eftirfarandi:

1. Opna skrána í Notepad.
2. Þar sem stendur "IsTracking = TRUE" 
skaltu breyta breyta orðinu TRUE í FALSE svo að
þar standi "IsTracking = FALSE" 
og vista svo skrána.
Þá ætti línan út í buskann að vera horfin næst þegar skráin er Import-uð.

Rétt fjöldatala
Það hefur líka gerst hjá mér að í línunni "NumberOfTrackMarks = ####" hefur fjöldi feril-punkta verið einum fleiri en listaðir eru í skránni, en þá kemur lína svona út í buskann og er á hreyfingu út um allt - væntanlega til að leita að punktinum sem vantar - en til að laga þetta þarf einungis að lækka fjöldatöluna um einn svo hún stemmi.

Hringtenging
Ég hef lent í því að þegar ég nota GPS tækið (Garmin 128) til ferlunar og flyt síðan ferilinn yfir í tölvuna og Nobeltec hugbúnaðinn, þá gerist það að bein lína verður til milli fyrsta og síðasta ferilpunkts í skránni. Frekar hvimleitt - og  sérstaklega ef margar ferilskrár eru virkar í einu. Ég vildi að ég vissi hvers vegna þetta gerist, en sjálfsagt er þetta einhver fluga í hugbúnaðinum. Til að laga þetta og eyða þessari óæskilegu línu þarf að gera eftirfarandi:
1. Opna skrána í Notepad.
2. Eyða fyrstu línunni sem inniheldur hnit fyrsta (efsta) punkts í ferilskránni (þetta eru sömu hnit og síðasta punkts í sömu skrá).
3. Leiðrétta síðan fjöldatöluna í línunni "NumberOfTrackMarks = ####", þ.e. lækka hana um einn.
4. Vista síðan breytinguna og þá ætti ferillinn að líta rétt út.

Kveðja, Óskar Erlingsson

GÓP: GARMIN-liðsinni:
Skammstafanir, orðalisti og leiðbeiningar
  • Síðutal í Garmin II+-bókinni: Bls. II+-nr.
  • Síðutal í Garmin 128-bókinni: Bls. 128-nr.
Skst: Lýsing: Garmin II+ 128 II+ 128
ACT Activate a Route >> Gerir geymda leið virka. Aðferðin er þessi:

<page> til að finna Menu | Veldu Routes | <enter> | Veldu númerið | <enter> | Notaðu færihnappinn til að fletta gegnum leiðirnar uns sú rétta er fundinn. | <enter>

Notaðu færihnappinn til að fara upp úr síðunni því þá lendirðu neðst á henni!!

Ef þú ætlar að fara þessa leið í öfuga átt velurðu INV og hneppir <enter> til þess að snúa henni við.

Veldu ACT og hnepptu <enter>

48 30
Active Route Page >> Síða virku leiðarinnar er tiltæk eftir að leið hefur verið gerð virk. 50 31
Alarms Setup >> aðvaranir ef (1) þig ber um of af leið, (2) þú nálgast ákvörðunarpunkt og (3) ef þú fylgir ekki stystu leið 50
Almanac Data >> Upplýsingarnar frá gervihnöttunum 2
ALT Altitude á Position Page >> Hæð yfir sjó. 28 18
AVSPD Average Speed >> Meðal ferðar-hraði 17
BRG Bearing >> Áttavitastefnan 57 4
CDI Course Deviation Indicator >> Segir hve langt (hversu margar gráður) þig hefur borið af réttri leið 78 48
Change? leiðarpunkt - sjá Route 32
CMG Course Made Good >> Stefnan hingað frá active from - punktinum 2
Contrast >> Valið á Gervihnatta síðu með færsluhnappi 13
Comment >> 16 tákna athugasemd við punkt. Sjá WPTS Comment 23
Compass Page fæst með Page-hnappnum og með <enter>+<enter> frá Highway Page. 56
CTS Course To Steer >> Stýri-stefna 55 34
DST Á Proximity WPTS - síðu: Radíus gát-hrings frá punktinum
Crosstrack Error XTK >> Fjarlægð þín frá leggnum - mynd bls. 128-4 34
DGPS Differential GPS >> Viðbótartæki sem leiðréttir GPS 81 45
DIST Distance and Sun - síða: birtir stefnu og fjarlægð milli þín og annars punkts - eða milli tveggja tiltekinna punkta - og tíma dagsmarka. 72 43
DTK Desired Track >> Stefna leggsins 50
DTK UP Desired Track Up >> Leggur kortið þannig að leiðin framundan snýr upp. Möguleikarnir eru North Up og Track Up
ELPSD Elapsed Time >> Klst og mín frá síðasta reset 17
EPE Estimated Position Error í metrum eða fetum 22 15
ETA Estimated Time of Arrival >> Áætlaður komutími. Hvenær ég kem á punktinn. 55 34
ETE Estimatet Time Enroute >> Áætlaður tími uns komið er á punktinn. 55 34
Eyða Memory Erase >> (1) Slökktu á tækinu. (2) Haltu niðri Mark-hnappi meðan þú kveikir á tækinu. Staðfestu ásetning þinn (eyða öllu - eða hætta við) með <enter>. 16
EZinit Frá Gervihnatta-síðu áður en tækið hefur staðsett sig. Til þess að endurstilla tækið. 16
FOM Figure Of Merit >> Skilar áætlaðri nákvæmni staðsetningarinnar. 19
FRMT Format = Position Format = aðferðin við að skrá stöðuna. Gráður, gráður og mínútur og sekúndur, UTM/UPS-ferningshnit osfrv. 48
GoTo til að velja næsta punkt. Ef þú hefur ekið að punkti á þinni virku leið tekur tækið sjálft næsta punkt á leiðinni og setur hann í GoTo-stöðu. Til að setja punkt í GoTo-stöðu: GoTo | velur punktinn úr listanum sem birtist | <enter>

Þú verður fyrst að skrá inn nýjan punkt og svo nota GoTo.

Skoðaðu Waypoints Nearest til að finna fljótlega GoTo-aðferð.

GoTo Cancel bls. 128-25 >> GoTo | Cancel GoTo

40 11
GPS Global Position System
Grid Hnitakerfi sem varpar jörðinni á flöt og notar ferningslaga svæði til staðarákvörðunar. UTM/UPS og Maidenhead eru Grid-kerfi. 47
Ground Speed >> Ökuhraðinn
Highway Page fæst með Page-hnappnum og með <enter>+<enter> frá Compass Page. 58 35
Ins Insert? leiðarpunkt - sjá Route
INV Invert >> Notað til að snúa leiðinni við þegar þú vilt ekki fara frá A til Z heldur frá Z til A 30
Lat Latitude >> Breiddarbaugur
Ljós Screen Backlighting >> Pera sést á Gervihnatta-síðu ef ljós er á. Stillt á System Setup - síðu 75 47
Long Longitude >> Lengdarbaugur
Map Page >> Kortasíðan sýnir leiðina á punkta- og leggja-korti.

Á þessari síðu má stækka og minnka skala með In og Out, færa útsýnið til með færsluhnappi, færa krossinn að punkti til að fá nafn hans og stilla á hann GoTo. Merkja má kross-punktinn með <enter> og velja Map Position + <enter> osfrv.

60 37
Mark Merkir punktinn þar sem þú ert. Nafnið kemur sjálfvirkt. Þú breytir því með því að velja það (með færihnappnum) og hneppa <enter>. Þá geturðu skrifað bókstafi með upp-ör og tölustafi með niður-ör og þegar rétt tákn er komið notarðu hægri-ör til að fara í næsta táknasæti. Þegar nafnið er komð hneppirðu <enter>. Að lokum velurðu Save og hneppir <enter>. Ef hann á að bætast í leið velurðu Add to Route number og velur númer leiðarinnar og síðan <enter> og aftur <enter> til að geyma punktinn. 29 8
MXSPD Maximum Speed >> mesti hraði frá síðasta reset 17
MENU Menu Page >> Val-síða með lista yfir kosti. 71 43
Message Page >> birtir skilaboð 90 43
MOB Man Over Board >> Maður fyrir borð. (1) Merktu MOB-punktinn og skýrðu hann MOB (2) hnepptu MOB + <enter> og þar með er MOB-GoTo orðið virkt. 41 25
Nav Navigation >> Ferð milli þekktra punkta

Navigation Page >> Kortið og brautin. Þú skiptir á milli með <enter> + <enter>

Navigation Simulator >> Stilling sem gefur þé færi á að nota tækið og setja inn punkta - án þess að það hafi eða geti náð sambandi við gervihnettina: Menu Page | System Setup | mode | Simulator | enter

100

54



33

51

Nafn Hver punktur fær nafn - mest 6 tákn (enskir bókstafir og tölur)
Names á Map Setup - síðu birtir níu punkta sem næstir þér eru - og nöfn þeirra. 68 41
Nearest á Map Setup - síðu birtir níu punkta sem næstir þér eru 68 41
NMEA 80 59
North North Up á kortasíðu snýr korti síðunnar þannig að norður er upp.
Næstu Sjá Waypoints Nearest 20
Pos Position >> Nákvæm staðsetning

Position Page >> Stöðu-síðan sýnir hvar þú ert, hvert þú stefnir og hve hratt þú ferð.

29



16
Pan Panning á kortasíðu með færsluhnappi færir útsýnið til. 62 38
REF Reference Waypoints >> Skilgreina vegpunkt með því að tiltaka stefnu og fjarlægð frá núverandi stað. Sjá WPTS REF. 35 22
Remove? leiðarpunkt - sjá Route
Review? leiðarpunkt - sjá Route
Rings á Map Setup-síðu sýnir þrjá fjarlægða-hringi á kortinu 68 41
Route á Map Setup-síðu tekur leggina í virku leiðinni og sýnir nöfn punktanna 68 41
Route Leið. Hægt er að geyma 19 leiðir. Núllta leiðin er alltaf sú sem verið er að fara, virka (active) leiðin. Leið gerirðu virka >> sjá ACT

Ef þú velur punkt í leið og hneppir <enter> færðu kostina:

  • Review? >> >Birtir skilgreiningarsíðu punktsins
  • Insert? >> Setur inn nýjan vegpunkt framan við þann valda
  • Remove? >> Eyðir valda punktinum
  • Change? >> Breytir valda punktinum
46 28
RTCM Leiðréttingarmerki með DGPS 81
Simulator sjá Navigation Simulator 83 51
SPD Speed >> Hraði þinn
Symbol Mynd-tákn til að auðkenna punktinn. 39
Time Klukka sem stilla má á 12 eða 24 tíma 74 46
TTime Trip Timer >> Heildarferðatími frá síðasta reset. 17
TracBack Rekur til baka þá slóð sem þú varst að fara. Tækið festir í minni sér mest 1024 track-punkta og þegar allir eru nýttir eyðir það fyrsta punkti og bætir honum aftan við. TracBack snýr leiðinni við og rekur þig eftir henni til baka. 26
Track Up á kortasíðu snýr leiðinni þannig að þú keyrir upp skjáinn.
TRK Track Over Ground >> Þín raunverulega stefna 57
Track Points >> Leiðarpunktar sem tækið sjálft setur. Þeir eru notaðir þegar valið er BackTrack.
TRN Turn >> Gráðufjöldi þeirrar leiðréttingar sem þarf á stefnuna til að hitta punktinn. 55 34
Units Units of Measure >> Einingar. Valdar á Nav Setup síðu 48
UTM Universal Transverse Mercator >> Sjá Grid-kerfi 76
VMG Velocity Made Good >> Nálgunarhraðinn að punktinum 55 3
WPTS Waypoint >> Punktur/vegpunktur geymdur í minni tækisins 29
WPTS Comment (bls. 128-23) >> 16-tákna svið fyrir athugasemd með vegpunkti.

WPTS List úr Menu-lista >> Listi yfir alla geymda vegðunkta

WPTS Nearest úr Menu-lista >> Fljótleg aðferð til að fara á nálægan punkt: Skoðaðu kortið. Færðu krossinn á punktinn. Þegar nafn hans birtist skaltu hneppa <GoTo>-hnappnum.

WPTS Proximity (bls. 128-21) >> Aðvörun! Punktar þar sem aðgátar er þörf.

WPTS NEW skilgreina nýjan vegpunkt (bls. 128-22) >> Menu Page | Waypoint Page | New velja svið með færsluhnappi + <enter> + skrifa + <enter> ... og loks velja Done + <enter>

WPTS REF skilgreina nýjan vegpunkt frá núverandi stað - án staðsetningar (bls. 128-22) >> Eins og NEW nema í stað Position er valið REF + <enter> og fært inn BRG=stefna og DST=fjarlægð.

37



33

23



20

22

XTK Crosstrack Error XTK >> Fjarlægð þín frá leggnum - mynd bls. 128-4 34
Zoom Á kortasíðunni notarðu In og Out-hnappa til að stytta og lengja skalann. 62 38

Efst á þessa síðu * Á forsíðu