Forsíða  

Jökulheimar - Gjáfjöll - að Þórisvatni

Svæðis-upplýsingar

Ath! Þetta eru víðfeðmustu öræfi Íslands, miklir sandar, hraunaflæmi og eyðimörk. 

Skoðaðu varnaðarorðin hér fyrir neðan. 

Músaðu um myndina til að fá upplýsingar og leiðbeiningar.
Stórt, blátt M vísar á mynd sem tekin er eins og stafurinn snýr. 
Hækkaðu myndina til að lesa neðstu skilaboðin. 

Varúð!
Fjar-
lægð-
ir 
Vegalengdir miklar
Athugaðu að þótt vegalengdir virðist ekki langar á kortinu eru þær ærnar ef þú þarft að skilja bílinn eftir og ganga. 
Hafðu símann í lagi. Láttu ætíð vita af áætlun þinni í grófum dráttum. 
Rok Hvassviðri og sandrok
Þegar hvessir breytist mjúkur sandurinn í grófan sandpappír sem skefur lakkið af bílnum og mattar rúður. Þá skaltu hraða þér í skjól og bíða af þér storminn. Hann getur varað allt frá klukkutímum til hálfs eða heils sólarhrings - en sjaldan lengur. Ef þú hins vegar hyggst aka gegnum bylinn geturðu verið viss um að það þurfi að minnsta kosti að alsprauta bílinn og skipta um rúður - en ef til vill sparast nokkur undirvinna því bíllinn kemur sandblásinn til byggða. 
Týndar
slóðir
Oft blæs á þessu svæði svo að sandur fýkur. Það veldur því að slóðarnir frá því í fyrra - og jafnvel þeir sem þú fórst í síðustu viku - eru horfnir. Það eina sem er öruggt er GPS-tækið og tölvan. Sæktu ferlana inn á þessa mynd, geymdu þá auðkennda á góðum stað og gríptu til þeirra þegar þú leggur leiðina á þetta svæði. 
Vatn Vatnsleysi
Eina stöðuvatnið í nágrenni Jökulheima er Tekjulindin. Allir aðrir pollar þorna upp þegar sumarið gengur í garð. Enga læki eða lindir er hér að finna eftir að síðasta leysingarvatn vorsins hefur hripað í sandinn og hvergi vatn að hafa nema á útjöðrum þessa svæðis. Að sunnan er það jökuláin Tungnaá. Í norð-austur-horninu Sauðafellslón þar sem jökuláin Kaldakvísl rennur í gegn. 

Ár
og
vöð

Ár
Tungnaá sést niðri í hægra horni. Þar er Gnapavað. Vaðið er viðsjárvert vegna sandbleytu. Dagsveiflan er mikil á sumrinu - einkum á sólbjörtum dögum - og oft er þar óvætt vegna vatnsmagns og straums. Sjá nánar í vaðatali. Aðrar ár sjást ekki á þessu korti.  

>> Leiðbeiningar 
Hægri-
músaðu
Sæktu feril-skrár - með því að hægri-músa á slóðina. Veldu Save-kostinn úr flýtilistanum og vistaðu skrána á harða diskinum í þinni eigin tölvu. Skrárnar ganga beint í Navtrek-forritið og líka í Pcx5 - sem nú er einnig til fyrir Windows hjá R. Sigmundsson.
FreeZip Ef þig vantar forrit til að af-zippa = af-þjappa skrár skaltu hér músa á FreeZip  til að sækja það. FreeZip vinnur svona: 
(1) Það kemur inn til þín í skránni Freezip.exe sem þú keyrir til að opna það. Þú skalt svara því sem um er spurt og láta það tengjast Explorer ef þú færð kost á því. 
(2) Hægri-músaðu á zip-skrána sem þú þarft að leysa (un-zippa) og veldu það sem hæfir - þú sérð það í listanum - t.d.: un-zip here.

Þegar þú þarft að pakka (zippa) skrá skaltu 
(1) setja hana - og allar þær skrár sem á að pakka í einn pakka - inn í sérstaka möppu. 
(2) síðan hægri-músarðu á möppuheitið og velur zip
Þá pakkar FreeZip öllu sem er í möppunni og kallar skrána Free.zip. Breyttu nafninu áður en þú pakkar öðrum skrám - því annars eru allar pakkaðar skrár með sama nafni hjá þér.

Segðu til! Láttu mig vita ef þetta virkar ekki!

>>>>>>>>>>>>>>>>>>> Efst á þessa síðu * Forsíða