GÓP-fréttir
Ferðatorg 
Vaðatal 
Ferðaskrá

Ferðamyndir

rifja upp

farinn veg

Vísun: Punktar:

2019_09_28-29

Jökulheima -
hérað

Jökulheimahérað - Ekin Pétursleið um Mána og inn Heljargjá, dokað hjá Klettadrottningunni og hjá Smiðnum. Heimleiðin lögð um Péturstorg og norðan Ljósufjalla, framhjá Tekjulindinni og í Heimaskarð en þaðan sér til Gamla skála. Heimleið lögð upp Heimabungu, dokað við Tröllafuð og fossinn Fleygi þar sem nú var varla lækur. Upp Stafnaskarð og austan Bláfjalla, yfir þau til norðausturenda Gjáfjalla þar sem Dórinn stendur sína vakt. Valin leiðin norðan Gjáfjalla vestur að Heljargjá, þar upp í fjöllin og vestur eftir þeim. Úr Gjáfjallanesi farin leiðin yfir hraunið og skammt frá Rauðtoppi komið á Borholubraut sem er meginvegur norðan Gjáfjalla. Þaðan ekið áfram vestur að brúnni yfir Innfall Köldukvíslar í Þórisvatn. Skammt þaðan var áður brúin yfir Útfallið, útrennsli vatnsins norður í Köldukvísl. Veðrið var frábært alla ferðina.

Snorri Sturluson sendi ferðafélögunum aðgang að myndum sínum úr ferðinni.

Myndir kært við þökkum þér
og þráð á milli vina -
þetta land í þögn sig tér -
þökkumst samfylgdina.

2014_01_10

Þórsmörk

Þrettándaferð í Þórsmörk
   
   
   
   
   
   
   

Um allar ferðir okkar gildir

>>>

Allt er til endurskoðunar og þú sendir einfaldlega póst og segir frá breytingum sem kunna að verða hjá þér. Þótt þú sendir inn þátttökutilkynningu ertu ekki skuldbundinn á neinn hátt og það kostar þig ekkert að hætta við.

Ferðir eru hiklaust felldar niður ef veðurspár þykja ekki viðunandi.
Það kemur þó yfirleitt ekki í ljós fyrr en örfáum dögum fyrir áætlaða brottför.

Efst á þessa síðu * Ferðatorgið * GÓP-fréttir * Vaðatal * Ferðaskrá