Forsíða
MK-miðstöðin


Anna Sigga og Björn
27. ágúst 1996 50+50+30-hátíðin

Munum öld og áratug
alúðina dygga.
Ykkur berum besta hug,
Björn og Anna Sigga.

Léttir geði, hugarhlýr,
hlúir mildum armi
úðin næm í brjósti býr
blikar sál á hvarmi.

Það er alveg yndislegt
áfanga að fagna.
Ykkur gefist gleðilegt!
GÓP og Ragna.

Með
glösum
og karöflu:
Heiðurshjón á hamingjunnar
hátíða- og gleðidegi
hér við gerum heyrinkunnar
heillaóskir - því ég segi:

Ævin öll er ævintýri,
ástin er þess huldumál -
ykkur gliti geislinn hýri,
gangi allt í haginn! Skál!

Texti: GÓP
Lag:
Böðvar Guðm.:
Lofsöngur
50+50+30

Þau boða til hátíðar, Björn og hún Anna,
og bjóða í sal þeirra Akoges-manna
og ótrúlegt þykir oss - þó að við blasi -
að þau eru dálítið fimmtug í fasi.
Hæ! hó! Vaxin úr grasi!

Við lítum nú andartak á hana Önnu
sem alla tíð haft hefur mikið á könnu!
Með hlýju og ákveðni baggana ber'ún
og blikandi augum til kennslunnar fer'ún.
Hæ! hó! Fimmtíu er'ún!

Hún æskufólk styrkir með aga og yndi
svo áfram það brunar í dönskunnar vindi
og daglega töfrar'ún sólskin í sinni
- og sólskin er í okkur eftir þau kynni - .
Hæ! hó! Úti sem inni!

Við sjáum´ann Björn - sem er henni við hjarta
og hyllum´ann afmælisstundina bjarta
á landinu fagra sem blátt er og blíðast
- og blikandi augum við segjum sem tíðast:
hæ! hó! takk fyrir síðast!

Já, hópurinn ólgar af ástúð og hlýju
og óskar til hamingju: Saman þrjátíu!
Með upplyftum glösum við óskunum klingjum
og afmæliskveðjuna ykkur nú syngjum!
Hæ! hó! Tíðina yngjum!

Kært þökkum við heimboð og góðvina gleði
sem gaf okkur upplit frá daglegu streði!
Við óskum að gang´ykkur gjörvallt í haginn
og gerum hér enda á afmælisbraginn.
Til hamingju með daginn!

> >
12. jan. 1999 Anna Sigga -

Við lítum nú andartak á hana Önnu
sem alla tíð haft hefur mikið á könnu!
Með hlýju og ákveðni baggana ber'ún
og blikandi augum til kennslunnar fer'ún.
Hæ! hó! Hér komin er'ún!

Hún æskufólk styrkir með aga og yndi
svo áfram það brunar í dönskunnar vindi
og daglega töfrar'ún sólskin í sinni
- og sólskin er í okkur eftir þau kynni - .
Hæ! hó! Úti sem inni!

Við þökkum þér, Anna, og heiðrum af hjarta
og hugurinn kveikir þér gleðina bjarta!
Við eflum þann seiðinn að aukist þér kraftur
og á okkur lítirðu aftur og aftur -
hæ! hó! aftur og aftur!

Efst á þessa síðu * Forsíða * MK-miðstöðin