Forsíða
MK-miðstöðin


MK á Grænlandi 13. - 15. júní 1995

MK-kennarar fóru náms- og kynnisferð til Grænlands. Lentum í Narsarssuak (Stóra slétta) og gistum tvær nætur í Quaqortoq (Hvítanes) - sem einnig nefnist Julianehåb upp á dönsku.
Heimsóttum meðal annars Garða sem á grænlensku nefnast Igaluk (Gamall soðningarstaður).


 Músaðu á myndina til að fá hana stærri!
Hver tók myndina?

Frá vinstri: Helga Sigurjónsdóttir, Hjördís Friðjónsdóttir ? að taka mynd í hina áttina,
Elísabet Hannesdóttir, Guðjón Sigurjónsson, Þórarinn Árni Eiríksson, Hildur Jónsdóttir,
Soffía Waag, Hildur Einarsdóttir, Magnea Ingólfsdóttir, Gísli Ólafur Pétursson,
Ásgeir Torfason, Örn Sigurbergsson, Guðbjörn Sigurmundsson, Jóna Pálsdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Jóhann Ísak Pétursson, Margrét Friðriksdóttir ? felst
bak við Jóhann, Garðar Gíslason, Eyvindur Albertsson og Kristján Kristjánsson.

Þeir úr hópnum sem vantar á myndina eru:
Allan Rettedal, Anna Sigríður Árnadóttir, Anna Hjartardóttir, Ásdís Vatnsdal,
Bára Hákonardóttir, Elísabet Þórðardóttir, Guðrún Sigríður Helgadóttir.

Wild Rover Texti: GÓP
Írskt þjóðlag: Wild Rover

Ath! Feitletruðu sérhljóðarnir í viðlaginu segja
hvar dvelja skal í söngnum.

Stjörnurnar fjórar >>**** << merkja að stappa skal fótum
fjórum sinnum inn í taktinn.

KEF-
Narsarssuak
Í júní til Grænlands einn flokkurinn fór
og flaug yfir hafið í jökulsins kór
og Íslandið það var í Keflavík kvatt
og komið í Narsarssuak - undir bratt
-- o-og - margt var um manninn
**** þar var hæ þar var hó!
og gleði og galsi
og geislar á sjó.
Til
Quaqortoq
Hér þyrlu við tókum - einn hálfgerðan hólk -
og hávaðinn truflaði Kópavogsfólk -
en létt henni var yfir rindana rennt
og rétt skömmu síðar í Quaqortoq lent
þar var Ásgeir og Allan
og hún Anna Hjartar
og Anna Sigga
og Ásdís Vatnsdal -
Á
hótelið
Við komum á hótelið - hlýlegt og nýtt -
og horfðum á landið - svo nakið og grýtt,
en vorum í sinninu fangin og fús
og fundum í klettunum hús eftir hús
-- o-og - þar var'ún Bára
og Elísabet Þ(orn)
og Hannesdóttir
og Eyvindur Al -
Heimsókn
á
Verslunar-
skólann
Til skóla eins hópurinn hélt nú af stað
og ástæða virðist að tíunda það
að klifum og óðum og æddum á fund
og áttum í skóla mjög fróðlega stund
-- o-og - þar var'ann Garðar
og hann GÓP og Guðbjörn
og Guðjón og Guðrún
og Helga Sigur -
Laxmetið
Um malbikuð stræti við mældum nú grjót
og mættumst í verslun við brekkunnar fót
og hótelið setti - til heiðurs og hags -
upp hátíðakvöldverð - og matreiddi lax.
-- þar var Hildur og Hildur
og hún Hjördís Friðjóns
og Ingibjörg Haralds
og Jóhann Ísak -
Siglt af stað
Glænýr vaknar dagur og nökkvinn er klár
og niðmjúkur fjörður og himinninn blár
og reifar nú veröldu rósfingruð dís
við runnum hér innan um speglandi ís
-- o-og - þar var hún Jóna
og þar var hann Kristján
og Magnea Ingólfs
og Margrét Friðriks -
Hvalsey

og

Garðar

Þar guðshúsarústirnar fundum við fyrst
sem forfeður hafa á Hvalseyju gist
og spáð var og spjallað hann Einarsfjörð inn
- við áttum í Görðum að dvelja um sinn
-- o-og - þar var Neil sjálfur
og hún Soffía Waag
og þar voru Solveig
og Þórarinn og -
Heim
á leið
Á heimleið fór skipper í nikku að ná
og nú fóru dansarar allir á stjá
á meðan jókst ísinn með ugg sinn og grand
en indæll að eiga sem klaka í bland
-- o-og - Þórhildur var þar
og þeir Þórir og Örn.
Alvaldur, Alvaldur, æ sé þeim vörn. (Með viðeigandi lagi!!).
.. eins og
ljóðið
við lind ..
Og Quaqortoq beið eins og ljóðið við lind
við litum það speglast í fjarðarins mynd
og nóttin var ung og við komum á krá
og kliður í sinni og glampi á brá
-- o-og - margt var um manninn
þar var hæ þar var hó!
og gleði og galsi
og geislar á sjó.
Til
Narsarssuak
Að morgni var fjörðurinn fullur með ís
sem framundan stefni í sífellu rís
og við fórum áfram og aftur á bak
að ending með þyrlu til Narsarssuak
-- o-og - margt var um manninn
þar var hæ þar var hó!
og gleði og galsi
og geislar á sjó.
Horft til
Bröttuhlíðar

og síðan

heim til

Keflavíkur

Á Brattahlíð horfðum við handan um fjörð
með hugann við Eirík sem nam þessa jörð
- Já, Grænland er allt með svo einstæðum hreim
að eftirsjá ríkti er flugum við heim

-- o-og - margt var um manninn
þar var hæ þar var hó!
og gleði og galsi
og geislar á sjó.

Hér er endir á kvæði
- hér er veisla og fjör
- en alltaf við hugum
að annarri för.

Viðauki
Nokkrir kviðlingar urðu til í ferðinni
og vegna hennar
Laxmetið var
eftirminnilegt -
en var
bætt upp
með eftirrétti
Lax og ís - og eftir því
einhver kaffidropi
- Jú! við
erum jákvæð í
Julianehåbi.
Garðar Gíslason
pantar vísu þegar
siglt er frá Görðum.
Nefna skal Garða og
nota orðið
hrjóstrugt.
Við höfum gengið um Garða
- grýtt er þar bæði og hrjóstrugt að sjá -
er það þó úrval jarða
og eiga þar margir sína þrá.
Ylur í ómi nætur
Grænlandsveðrin þekk og þýð
þelið gleðjast lætur
er ég núna ykkur býð
öllum góðar nætur.
Des. 1995:
Hugsað til
Grænlands-
ferðarinnar:

Í mér gjallar Grænlandið
gleði-spjalla ómi
ísa skalla útlandið
er með fjallarómi.

Okkur rættist aldaþrá
í Narsarssuaki
þangað flugum yfir á
einu andartaki

Stigir þú á Grænlandsgrund
gripinn lú' og streitu
áttu búna unaðsstund
- allur rúinn þreytu.

Efst á þessa síðu * Forsíða * MK-miðstöðin