Forsíða
MK-miðstöðin
|
Kennaravísur
Af ýmsu tilefni |
Kristján
24.3.2000
|
Kristján Kristjánsson
- 50 ára 24. mars 2000
Kennarinn, svo knár og snar, koma hér ótaldar úrvals kæru kveðjurnar! Kristján! hálfrar aldar!
|
25.01.95 |
Afmælisteiti í kennarakaffi
- Ingólfur A. Þorkelsson 70 ára 23. jan sl.
Terta mikil tætt í spað - teiti gott við borðin - tilefnið er - auðvitað: - Ingólfur er
orðinn.
|
Ingibjörg
Maí 1994
Ingibjörg
tók við
áfangastjórn
af
Jónu Pálsdóttur |
Nýr áfangastjóri!
Ingibjörg Haraldsdóttir
tekur að sér áfangastjórn
Tíminn í skyndi skokkar skammt er á lífsins tind. Áfangastjórinn okkar enn er í nýrri mynd.
Ei vil ég öllu flíka - allt er svo gott í dag: Ingibjörg á sér líka allt annað göngulag.
|
02.04.90 |
Þakkir GÓP
eftir fimmtugsafmæli 31.03.90 |
GÓP þakkar
fyrir komu MK-
kennara í hans
fimmtugsafmæli.
Þeir færðu
honum málverk
Jóns Reykdals:
Jökulheimar. |
Ég þakk' ykkur öllum þelið og hlýjuna bæði - og Þorsteinn og Kristján! hjartans þökk fyrir kvæði! Já! Af öllu hjarta ég þakka í þessum óði. Þakkir, sem aðeins er unnt að segja í ljóði!
Þökk fyrir sönginn - þökk fyrir hugulsemina þökk fyrir það að hér er ég meðal vina þökk fyrir komuna - þökk fyrir Jökulheima! Þökk fyrir kvöldstund sem
ég mun aldrei gleyma!
|
20. des. 1989. |
Enn er hjá Rannveigu og Ingólfi kennarapartí |
Hjá Ingólfi
og Rannveigu
að kvöldi
síðasta
starfsdags
fyrir jól |
Enn er hjá Rannveigu og Ingólfi kennarapartí - sem ömmunni vinsælu úr Dölunum hefði þótt margt í. Samkvæmið byrjar um fimm að hefðbundnum hætti og hingað var öllum tjáð að koma ætti.
Í Hlaðbrekku fjórtán er alltaf mjúkt að mæta - mér finnst það lyfta geði og andann bæta
að eiga hér inni - þegar aftur er skólinn - eina - tvær stundir . . til þess að glæða jólin.
Hér sé ég Þorstein og Jóhann og hér sé ég GÓPinn - já, hér sé ég mestallan MK-kennarahópinn - dasaðan ögn - en öll hefur önnin blessast og allir því byrjaðir strax að braggast og hressast.
Á góðri stundu er ljúft að líta til baka og láta hugann við samstarfið gæla og vaka frá önninni fjöldamargs er að minnast og geyma en margt er það raunar líka sem best er að gleyma.
Á jólatrénu logar mörg ljósaperan og leiftrar hlýleik útyfir veraldarfrerann skiptir þá minna máli hjá konum og köllum að kannski hefur þar aldrei logað á öllum.
Í þessari vísu þakka ég önnina alla allt sem er gengið - með kosti sína og galla - GLEÐILEG JÓLIN og gangi ykkur allt í haginn og gifturíkan hvern komandi framtíðardaginn.
Svo hittumst við félagar öll eftir áramót aftur eins og því stýri allsráðandi kraftur - já, rétt eins og í okkur magnaður máttur togi að Menntaskólanum í Kópavogi.
Nú er loksins komið að endingu óðsins - en ég ætl'a að stýra merkingu viðtökuflóðsins: Fyrir mér viðstaddir kannski ögn klappa megu en klappa svo húslof þeim Ingólfi og Rannveigu!
|
Maí 1983 |
Vorsamkoma |
Þorsteinn
Helgason |
Upp ég stend og vísu vel - vona að fyrtist enginn - Þorstein, formann, fyrstan tel, fræða og lista drenginn.
|
Ingólfur A.
Þorkelsson |
Ingólf nefna milding má - minnir á Seif að ráðum: Ólympos hann er að fá - Aþena kemur bráðum.
|
Ásdís
Vatnsdal |
Kennir, togar, áfram ýtir ungu hjörðinni: ákveðin sér Ásdís flýtir eftir jörðinni.
|
Ingibjörg
Haraldsdóttir |
Einörð þykir Ingibjörg svo allir fylgja þema - sífellt hress og aldrei örg: yndi MK-nema.
|
Jóhann Ísak
Pétursson |
Jóhann háa hefur raust hæst á bláu fjalli fer um láð og lífsins naust - ljúfi, dáði, snjalli.
|
Jónas
Finnbogason |
Yfir fjöll og yfir dal oft á Scáta sveimar - uppí fögrum fjallasal finn ég Jónas heima.
|
FRÞ |
Hittir í mark með hugmynd snjallri - hálfri - eða allri! Fullur af útþrá - fullur af von - Finnbogi Rútur Þormóðsson.
|
Sólveig
Thorarensen |
Sólveig okkar er á línum allra landa og glæðir skólann fimum, fínum, frönskum anda.
|
Allan
Rettedal |
Kanadiski, norski, þýski, enski, franski Íslendingur .. við þekkjum öll að þessi halur - það er hann Alan Réttidalur.
|
Guðrún
Sigríður
Helgadóttir |
Einörð mjög á allan veg - ætíð röskleg þóttir, geysi snjöll og gæfuleg Guðrún Helgadóttir.
|
Sigurður B.
Jóhannesson |
Sigurður fer oft á stjá út að taka myndir - á við marga aðra þrjá er á fjallatindi.
|
Þórður
Arason |
Þegar djúpt úr ausu er illt að súpa kálið - Þórður kemur, Þórður sér, Þórður leysir málið.
|