Forsíða
MK-miðstöðin


Ég þakka fyrir mig!

1. sept. 1995

Haustfagnaður kennara var föstudaginn 1. september 1995. Þar fór saman góður félagsskapur, einmuna veðurblíður og veðurfallegur dagur og yndislegur staður í Helgadal í Mosfellssveit í Gróðrarstöð þeirra hjóna Guðrúnar Sigríðar Helgadóttur og Björns - og úrvals skipulag og atlæti undirbúnings- og umsjónarnefndar þessa ævintýris - en þá nefnd skipuðu þær Guðrún, Inga og Margrét.

Svantes
lykkelige
dag
Texti: GÓP
Lag: Benny Anderson
Sungið á jólasamsæti kennaranna í haustannarlok
> Hyllingu hefjum nú -
hlý er'ún kveðjan sú!
Minningin heillar og hlær
huganum stendur nær!

GIMsteinar blika svo bjarmanum slær!
Blessum við konur þær!

> Fórum við fyrsta sept
- fyrst var í göngu keppt.
Komu þó allir sem einn
ekki var eftir neinn!

Þar var í hliðinu þessi og hin!
Þýðlegt var aftanskin!

> Hér var þeim höndin snögg
helltu'ðær unaðsdögg
- roði í stiklinum stóð.
Stolt voru þessi fljóð!

Sól dró á sveitina purpur-pellið
prútt var nú Mosfellið!

> Liðum við lundinn í
- ljósroðin vesturský.
Ganga nú gleðimálin -
gott er að eiga vin!

Gullslegin himintjöld líða um loft.
Ljóma þau oft og oft!

> Tendruðum unaðseld
enda var orðið kveld.
Maginn nú sagði til sín
- senn var þá steikin fín!

Öll vorum orðin í andanum rúm -
innvígð í rökkurhúm.

> Bjarmar á bjarkirnar.
Berast mér raddirnar.
Mild er nú mungáts-hlýja:
Martía María!

Senn er í skóginum septembernótt
- sígur hún milt og hljótt.

> Leiddumst nú arm við arm
ofan um skógarbarm
Greitt var um gróður og flos
- grasið var eins og bros!

Gleði og hlátur um mikið og margt
- myrkrið var orðið svart!

> Skógarins hulduhöll
hýsti nú okkur öll,
áttum enn ánægjufund:
- yndi um óttustund!

blítt var að líta á bláasta heim
- blikandi stjörnugeim.

> Laust eftir lágnætti
lauk teitsins hér-þætti.
Ók bifreið aftur í hlað.
Öll runnum við af stað!

Syngjandi fórum úr fjallanna sal
fram eftir Helgadal.

> Vil ég, þér vinafjöld,
vel þakka gleði-kvöld,
ánægju-úrvalið hét:
Inga - Guðrún - Margrét!

Ykkur nú þakkar hver enn fyrir sig:
- eg þakka fyrir mig!

Efst á þessa síðu * Forsíða * MK-miðstöðin