MR-59
Aftur til Guðmundar
Vorhugaljóð
Að loknu miklu annríki þegar þreytan sækir að kemur löngun að komast út í náttúruna.
Þá varð þetta til í huga mínum.
* *
Mig kallar þrá með þíðum rómi þögul minning hrífur sál Innst í huga er sem hljómi endurminninganna mál Brosa við mér brekkur og tindar bláklukkur í grænni hlíð ljúfur blær og vorsins vindar vekja í huga liðna tíð Líkt og sólin lyng og blóm laðar upp með geislum sínum undramáttur endurhljóm óma lætur í huga mínum. * * *
Mig kallar þrá með þíðum rómi þögul minning hrífur sál Innst í huga er sem hljómi endurminninganna mál Brosa við mér brekkur og tindar bláklukkur í grænni hlíð ljúfur blær og vorsins vindar vekja í huga liðna tíð Líkt og sólin lyng og blóm laðar upp með geislum sínum undramáttur endurhljóm óma lætur í huga mínum.
* * *
Efst á þessa síðu * MR-59: hvar er hver? * Forsíða