Til baka |
Guðm. G. Þórarinsson -
STÚDENTAR 1959 30. maí 2009 |
* | Góðir stúdentar, eldri og
yngri - kæru gestir.
Það er undarlegt til þess að hugsa að hálf öld skuli liðin frá því að hópurinn okkar setti upp stúdentshúfuna og gekk bjartsýnn og vonglaður út í framtíðina. Hin glöðu skólaár voru að baki og nú hittumst við hér sem gengum saman þenna spöl af leiðinni. Hér eru líka þeir sem eru í sömu sporum og við vorum fyrir hálfri öld og annar hópur sem kominn er hálfa leiðina. Ævinlega er það svo að þeir sem eldri eru telja sig þess umkomna að gefa þeim yngri ráð um hvernig skuli lifa lífinu, hvernig höndla skuli lífernislistina, þessa mikilvægustu list allra lista, hvernig lifa skuli lífinu, sjálfum sér og öðrum til góðs. Ekki eru slík ráð alltaf vel þegin enda veröldin og umhverfi allt breytt og viðhorfin önnur. |
* | Mark Twain sagði einhvern
tíma:
Mörgum okkar finnst sjálfsagt nú þegar við erum komin á þann aldur að geta gefið góð ráð, eins og við grípum í tómt. Ég hefi álpast áfram í lífinu gert nær allar vitleysur í bókinni og get sannarlega tekið umdir með Davíð frá Fagraskógi þegar hann sagði
Á svona stundu hljóta okkur að koma í hug orð Fausts þegar hann sagði
|
* | Vissulega er heimurinn
breyttur frá því að við lögðum af stað. Við lifum í síbreytilegum heimi sem
verður allt öðru vísi en okkur getur órað fyrir. Sú veröld sem við þekktum
kemur aldrei aftur. Við hrökkvum við í stórmarkaðnum þegar konan fyrir
framan okkur réttir fram tvo hluti og segir ég ætla að fá hvorutveggja og
afgreiðslustúlkan segir með undrunarsvip: Hvoru tveggja? það fæst ekki hér, -
en stúlkan á næsta kassa kemur henni til bjargar og kallar: Ég lenti í þessu
í gær, - þetta þýðir: "bæði"!
Eða þegar við fáum spurninguna: Hvar var Jesú Kristur aftur hengdur? O! tempora, O! mores, - sagði Ciceró. Við erum fyrsta kynslóðin sem sjáum jörðina sveima um í geimnum, einmana meðal stjörnuþyrpinganna og óravídda alheimsins. Skyldum við vera ein? Á þetta undarlega líf, sem okkur er trúað fyrir að lifa, sér enga hliðstæðu utan þessa litla hnattar okkar? Við horfum á þessa jörð og skynjum að við lifum í sundruðum heimi andstæðna. Stundum finnst mér eins og lífi okkar og heimi hafi verið varpað í undarlega deiglu þar sem undir er kynt með óviðráðanlegri áfergju dauðlegra manna til þess að eignast allan heiminn. Þar sem ótrúlegustu afrek mannsandans eru brædd saman við hvítglóandi ofstæki og grimmdarverk. Þar sem háleitustu hugsjónir og snilli arkitekta og listamanna hrífa andann upp á háfjallatind en undir blasir við mannleg eymd og örvænting í afkimum þar sem afgrunn hyldýpisins gín við. Á þessum tímum friðarverðlauna hafa aldrei verið háðar fleiri styrjaldir. Heimur yfirgripsmikillar þekkingar og þroska ótrúlegrar tækni, vísinda og möguleika færði okkur Hírósíma og Nakasaki, Bosníu og Darfur, Ruanda og þannig mætti lengi telja. |
* | Við sem lengur höfum
staðið í öldurótinu sjáum
Ævintýri lífsins verður skýrara með árunum, lotningin fyrir undrinu. Okkur verður ljóst þegar við lítum til baka að við hefðum átt
Vegna þess að Davíð hafði rétt fyrir sér:
Við megum aldrei gleyma því að gjalda gleðinni það sem gleðinnar er, aldrei missa sjónar af hinni huldu ljóslind í lífinu af þeim blikum af æðri fegurð sem tilheyra ríki andans. Skyldan við lífið er að feta áfram upp brattann til sjálfsræktar og sannrar lífsgæfu. |
*
Til baka |
Langt að baki heyri ég óm
glaðværra radda í skólaseli. Ég sé fyrir mér létt spor stigin á dansæfingu á
sal og hugurinn kallar fram mynd: blikandi augu ungra stúlkna og pilta með
hvítar stúdentshúfur og óvænta og óvissa framtíð framundan.
Nú segjum við með Jóni frá Ljárskógum:
Látum þessa kvöldstund lifa í minningunni sem bjarta perlu á talnabandi lífsins. |