GÓP-fréttir Ferðatorg Vaðatal |
Eyjafjallajökull1. apríl 2001 Myndir: Pétur Örn Pétursson |
Laugardagur 31. mars Blautlegar spár |
Farið var síðla úr Reykjavík og frá Hvolsvelli klukkan 21:20
Seljalandsfoss tók sig glæsilega út upplýstur í sínu klakaveldi - en annars voru ísar hvergi. Snjóar voru engir fyrr en ofarlega í fjöllum. Veðurspár höfðu verið heldur þunglegar svo að helst var gert ráð fyrir bleytutíð. Veðrið var hins vegar aldeilis frábært og heiðskírt þegar kom inn í Þórsmörk kl. 23. Við gengum til stjörnurannsókna áður en lagst var til svefns. |
Bjart á jökul | Klukkan 8 var úr rekkju risið og jökullinn skartaði sínum bjarta skalla og ákveðið var að fara upp þótt veðurspár gætu auðvitað haft rétt fyrir sér og þá kæmi skýjahettan á okkur á uppleiðinni. Við runnum vestur að afleggjaranum upp á Hamragarðaheiðina skammt vestan við Stóradal. |
Upp í snjó | Veðrið var aldeilis yndislegt og við ókum upp brattan slóðann en senn var komið þar sem snjór var nokkur á jörðu. |
Á jökul | Í glaða sólskini og logni komum við upp á jökulsporðinn og fikruðum okkur hærra og hærra. Þar var útsýnið mikið og oft þurfti að taka myndir. |
Goðasteinn | Goðasteinn var glæsilega krapastokkinn og af honum sést um heim allan - þann sem skiptir máli. |
Heima kl. 18 | Við undum lengi þar efra en nokkur kólgubakki ýfði við okkur svo við runnum af stað niður
brekkurnar. Þegar horft var til jökulsins frá Hvolsvelli var hann þó albjartur og brosti til
okkar í kveðjuskyni.
Nærri Skeiðavegamótum á heimleiðinni litum við á stóru jarðsprunguna sem myndaðist á magnþrungnu sekúndunum þann 17. júní árið 2000. |
Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir forsíða * Vaðatal * Ferðatorg * Ferðaskrá