GÓP-fréttir 
Ferðatorg 
Ferðaskrá 
Vaðatal


13.sept-ferð JÖRFÍ 2002

Nokkrar myndir frá Bryndísi Brandsdóttur og GÓP

Hefðbundin
ferð
13.sept-ferð Jöklarannsóknafélags Íslands hefur verið farin 
frá 13. september árið 1958

JÖRFÍ er í Jökulheimum
jafnan 13 september
hækkar þá á gömlum geymum
gleðin - eins og vera ber.

Að þessu seinni bar ferðadagana upp á föstudaginn 13. september 
til sunnudagsins 15. sept. 
Farið var á jeppum en áður hefur yfirleitt verið farið á hópbílum. 
Á laugardeginum var skroppið í Tekjulindina og svo í Heljargjá. 
Heima í Jökulheimum var svo ráðist í umhverfisþrif og hátíðagrill 
og síðan var horft í varðeld fram eftir kvöldi. 

Á sunnudeginum var haldið um Heimabungu og Stafnaskarð og farin 
Blávatns-leið Guðmundar Jónassonar yfir Bláfjöll í Dór. 
Þaðan var svo ekið sunnan Ljósufjalla að Þröskuldi. 
Aldrei var farið yfir hann að þessu sinni - heldur ekin leiðin 
eftir Buxnaklaufinni að austasta Hraunvatninu. 
Til Reykjavíkur var komið um klukkan 20 eftir mjög ánægjulega ferð. 


Hvert er hann að fara?

Hafliði Bárður, Vilhjálmur Freyr og Árni Kjartansson sjá um að allt fari eftir ströngustu reglum.  

Ragnheiður, Hulda, Ingibjörg og Árni eru sjálfkjörin til að endurskoða tekjubókhaldið. 

Hvað skyldi hann vera með? 
Í förinni voru nokkrir ungir liðsmenn: Jökull Bárður, Alexandra, Sölvi, 
Jón Snævar og Steinunn Snædís,   
Nokkrir þeirra eru á myndinni 
en af þeim gamalreyndu má þekkja Ólaf Nielsen, Ingibjörgu, Árna Kjartansson, 
Kristjönu Harðardóttur og Hafliða Bárð Harðarson. 

Kristjana og Guðrún Jónsdóttir að meta arðinn. 

Verið alveg róleg! Við ætlum aðeins að kanna botninn ...

Við eldinn var hlýlegt - öllum megin ...

Freyr og Björk og Árni Páll Árnason - en við heyrum ekki sönginn ...

Jökulheimar eru miðstöð alþjóðlegs rannsóknasamstarfs. 

..., rafmagnsviðgerðir, viðhaldsvinna, grillhönnun, grillmeistari, húsasmíði ... 

 
Buxarnir standa við og í klaufinni. Klauf Buxnanna liggur beint frá Lýsingi til austasta gígsins sem geymir 
Hraunvötnin. Af honum er myndin tekin til norð-austurs.  
Lýsingur ber hatt sinn við loft og er vestan Ljósufjalla - aðskilinn frá þeim með nokkru skarði.
Buxarnir eru gígaröð. Norðastur og næstur Lýsingi er Næstbuxi. Við hann er Nærbuxi. Þá koma 
Stóri-buxi og Mikli-buxi. Hábuxarnir standa hæstir miðs vegar og syðstir eru Suðurbuxar.   

Undir háum gígbarni - við nyrsta Hraunvatnið. 

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ferðatorg * Ferðaskrá  * Vaðatal