GÓP-fréttir Ferðatorg Ferðaskrá Vaðatal |
Haustferðir
2002 Ljósmyndir frá GÓP og Vigfúsi Magnússyni Ath!
Fleiri myndir og stærri eru á myndaalbúminu Samtals 4 ferlunarferðir haustið 2002 |
24. nóv. - haustferð nr. 4 |
Ferlunarferð á
Jökulheimasvæðið. Dagsferð sunnudaginn 24. nóvember. Farið úr höfuðborginni kl. 06 og komið heim kl. 21. |
Gott veður góð færð |
Fyllt var upp í vega- og slóðanet
svæðisins. Veður var gott. Undanfarandi regnveður höfðu þvegið
mjög vegi á svæðinu og margt var nýstárlegt eftir. Rásir í vegi
höfðu dýpkað og voru nú varhugaverðar nema með aðgát og á
hörðum söndum höfðu sums staðar þvegist burt breiður - rétt eins
og grunnt hefði verið skafið með grófri hefiltönn. Snjór var ekki á svæðinu en frost hafði verið nokkurt og pollar vestan hraunjaðarsins á leiðinni niður með Sauðafellslóni að Þórisósi voru ísi lagðir. |
26.-27. okt. haustferð nr. 3 |
Ferlunarferð á
Jökulheimasvæðið. Farið úr höfuðborginni kl. 06 á laugardag. Fjórar ljósmyndir frá GÓP |
Gamla leiðin úr Illugaveri í Jökulheima |
Ferluð var leiðin úr Illugaveri í
Rauðtopp og leiðir að norðan suður til Heljargjár norðan Gjáfjalla og yfir þau til Heljargjár sunnan Gjáfjalla. Margar hinna fornu leiða
eru þar með komnar með feril en sumar þeirra eru sífellt óglöggar
eftir að hreyfir vind - sem stundum færir til sandinn - og
leiðina.
Gist var í Hrauneyjum. Þar er ástæða til að kveðja hlýlega: |
Hraunin norðan Gjáfjalla eru furðulega brotin og uppstríluð. Hér er sáttmálsörkin í hrauninu skammt frá Illugaveri. Gríðarstór og jafnþykk hella - upp á rönd! |
|
Gjáfjöll sitja þvers yfir Heljargjá. Svona kemur veggurinn suður frá fjöllunum. Botn gjárinnar er sandorpið hraun. |
|
Magnaðir hamraveggir í Heljargjá - og eldhraunin allt um kring. |
|
Frábært er að koma að Jökulheimum í logni sólbjarts haustmorguns. Hér er miðpunktur þessara fjölbreyttu og spennandi öræfa. |
|
18.-20. okt. Haustferð nr. 2 |
Ferlunarferð á
Jökulheimasvæðið. Farið úr höfuðborginni kl. 06 á laugardagsmorgninum. Tvær ljósmyndir frá GÓP - úr Heljargjá norðan Gjáfjalla. Ein mynd frá Vigfúsi Magnússyni - úr Illugaveri |
Gamla leiðin suður með Köldukvísl |
Hugað var að fyrstu leiðinni af Sprenigsandsleið til Jökulheima sem liggur úr Illugaveri hjá Rauðtoppi, yfir Heljargjá sunnan Gjáfjalla og til Jökulheima norðan Ljósufjalla. Að þessu sinni var aðeins farið í Illugaver og vaðið kannað. Það reyndist vel fært - sjá nánar í vaðatalinu. Erindi ferðarinnar var þó bundið leiðinni frá Syðri-Hágöngu niður með Köldukvísl að sunnan og á Rauðtoppsleið. Þar hafa verið nokkrar vinnustöðvar Landsvirkjunar við jarðlagarannsóknir og jarðfræðingar Orkustofnunar hafa farið þar um við öflun gagna fyrir gerð jarðfræðikorta. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
27.-29. sept | Fyrsta haustferðin var farin dagana 27.
- 29. september. Ætlunin var að ferla merkar og skemmtilegar leiðir um Jökulheimasvæðið. Þrjár ljósmyndir frá GÓP. |
93ja-ára afmæli |
Þetta var jafnframt afmælisferð Karls
T. Sæmundssonar. Hann varð 93 ára sunnudaginn 29. september. |
Yfirlit | Að þessu sinni vorum við á fjórum
bílum. Með Sverri Kr. Bjarnasyni var Sigurður Flosason. Með Sigurði Magnússyni voru fjögur börn. Með Pétri Erni voru þrjú
börn. Með GÓP voru Karl Th. Sæmundsson, Karl Jónsson og Katrín Valgerður
Karlsdóttir og hann Jón Egill. Um miðnættið á föstudeginum voru allir komnir inneftir. Haldið var af stað klukkan liðlega 08 á laugardeginum og ekið norður um Stafnaskarð og Grjótháls, farið hjá Hamrinum og að Sveðju. Hún var aðlaðandi til yfirferðar og farvegurinn í góðum brotum eftir flóðin í fyrravor - en að þessu sinni var ferðinni ekki heitið lengra norður. Eftir útikaffi í logni og sól var farin leiðin vestur Sveðjusanda að útfallinu úr Hágöngulóninu. Lónið ljær umhverfinu stórkostlega fegurð og í veðurblíðunni spegluðust fjöll og firnindi svo og hraundrangar og klungurkarlar í vatnsfletinum. Útfallið er breiður vatnsvegur á jafnsléttum botni. Dýpið á yfirfallinu var ef til vill liðlega hálft fet og dýpið niðri á brotinu var frá 40 sm til 65 sm. Nokkuð brattir bakkar eru niður beggja megin - en allir bílar fóru það þó án vandræða. Sjá ítarlegar um þetta vað í vaðatalinu. Um kvöldið var ekið suður og farið hjá Versölum og Þórisvatni og svo Jökulheimaleið. Á sunnudeginum var enn ekið norður um Stafnaskarð en síðan Blávatnsleið yfir að Dór og svo í Heljargjá sunnan Gjáfjalla. Þaðan var svo ekið að Þröskuldi og frá Lýsingi suð-vestur um Buxnaklaufina að Litlasjó og austasta Hraunvatni. Í þessari ferð var þrisvar ekið innyfir Þröskuld - en aldrei framyfir hann! Þetta var frábær könnunarferð um leyndardóma þessa óviðjafnanlega svæðis við vesturjaðar Vatnajökuls, Jökulheimasvæðið. |
|
|
|
|
Hér eru dálítil örnefnafræði: |
Efst á þessa síðu *Forsíða * Ferðatorg * Ferðaskrá * Vaðatal