GÓP-fréttir
Ferðatorg Vaðatal Ferðaskrá |
Vetrarferð í Þórsmörk
11. jan. 2003 Þetta var árið þegar hitatungan norður frá miðbiki jarðar lá óvenju stöðugt og nákvæmlega um Ísland allar götur frá október til janúar. Þetta var því að mörgu leyti græn ferð. Á laugardeginum var lágskýjað og mestmegnis rigningarúði. Hið fulla tungl sást ekki fyrr en síðla nætur þegar veður breyttust og fínsalla snjór breiddi hvíta slæðu yfir allt - örþunna að vísu - sem hlýja dagsins leysti síðan upp. |
Hamra- garða heiðin Selja- |
Á laugardeginum 11. janúar ókum við frá Hvolsvelli kl. 10:30 og fórum upp á Hamragarðaheiðina. Vegurinn er brattur en dável gerður og malarborinn og sporast ekki þrátt fyrir hin mildu og votu veður. Það var lágskýjað svo ekki var ætlunin að fara hærra. Hamragarðaheiðin er í rauninni botninn í stórum og breiðum dali og liggur í 440 metra hæð yfir sjó. Hálsinn yfir á Seljalandsheiðina nær 488 metra hæð en bílastæðið á brúninni yfir bænum Fit - er í 360 metra hæð. Þaðan er glæsilegt útsýni yfir Markarfljótsósa og Vestmannaeyjar. |
Vötnin | Næstliðna viku hafði rignt töluvert á
Suðurlandi og undanfarandi haust voru lækir vatnsmiklir á Merkurleið.
Kringum þá var
vegurinn mjög grafinn með grófum urðarhryggjum. Þeir voru þó ekki vatnsmiklir
úr hófi að þessu sinni og Jökulsá var grunn og góðleg. Steinsholtsá hafði fært sig til
fyrir skömmu og vaðið eftir veginum dálítið upp í strauminn innyfir.
Hún reyndist þó ekki fela alveg 33"-hjólin straummegin.
Hvanná var hins vegar ruddalegri í sínum þrönga stokki og móti straumi innyfir. Krossá var á góðu vaði og vel undan þegar ekið var inn í Langadal. |
Snorra- ríki |
Eftir bita gengum við fram á Húsadalsbrún og í Snorraríki. Hér léku menn hina nauðsynlegu klifurlist og nutu til þess margrar fótfestu og ýmissa handfanga sem sögð eru til komin löngu eftir daga Snorra. |
Við eldinn |
Klukkan 21 var eldur leystur (svo hann varð laus) í meðfærðum sprekum. Næsta logn var á og hlýtt í veðri. Síðan sátum við saman í skálanum og að þessu sinni var svo þykkt í lofti að ekki var farin stjörnuskoðunarganga á miðnætti. |
Af stað kl. 11 |
Á sunnudagsmorgni var veðrið með
nýjum svip. Hvít föl var á jörðu og blár skjár á himninum yfir okkur
og til jökulsins sást nema efst á toppinn.
Við tókum okkur til og vorum komin af stað klukkan 11. Gott vað fengum
við framyfir Krossá og ókum í Bása - eins og segir í vísunni - sem
syngja skal við írska lagið eins og ljóð Jónasar Árnasonar um lóuna
með lóuglottið sem söng dirrindí:
Þá yfir Krossána keyrum við |
|
|
Úr Básunum var haldið til baka niður yfir Hvanná - sem nú hafði breytt sér frá deginum áður. Fyrri farvegur var nú þurr en áin komin í nýja víggröf nokkru vestar. Hún var hins vegar svo nýtilkomin að áin hafði ekki náð að grafa sig djúpa. Yfir Krossá við Merkureggjar Síðan fengum við góð brot á Krossá við Merkuregg og runnum fram að Markarfljóti rétt ofan við Lausölduna. |
|
Oft ég þakka Inga staf er ég kenni grjótsins - - sérlega í ýmsum af álum Markarfljótsins. |
|
Állinn næstur Lausöldunni var ekki aðlaðandi - en þegar komið var á móts við hana og dálítið niðurfyrir hafði áin brotið sig vel og leyst frá sér hliðarála til suðurs sem gáfu góða yfirferð.Við vorum komin yfir klukkan 14. |
|
Bestu þakkir |
Á Hellisvöllum fengum við okkur bita en runnum svo veginn eftir aurunum niður að
Þórólfsfelli og vestur Fljótshlíð. Heim á Stór-Kópavogssvæðið
vorum við komin fyrir kl. 18.
Ritari þakkar ferðafélögunum hjartanlega fyrir ánægjulega samfylgd. |
Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir forsíða * Vaðatal * Ferðatorg * Ferðaskrá