GÓP-fréttir: * síða A-2 * síða A-3
Forsíða * Vaðatal * Ferðatorg * Ferðaskrá
© Karl T Sæmundsson: 
Haustferð Gíslavinafélagsins 1992

Myndasíða nr. A-1 úr haustferð Gíslavinafélagsins 1992
í Jökulheima - suður yfir Skaftá í Lakagíga og til Reykjavíkur

Stendur hér við Heljargjá
heljarmennið, Dór.
Enginn gleymir eftir á
að hann hingað fór.

Kvöldsól landið klæðir drakt
kliðir mjúkir streyma -
ökutækjum er nú lagt
inn við Jökulheima.

Enn er ekki orðið bjart
inn við jökulrætur
Aur og steinar hitta hart
hjól í enda nætur.

Ef við erum að því spurð:
íss á hrúðri mögru
fram með Skaftá yfir urð
ofan til við Fögru.

Mildu brosi mætir það,
morgunskinið glaða.
GÓP og Gunnar eru að
athuga og vaða.

síða A-2 * síða A-3 * Forsíða * Vaðatal * Ferðatorg * Ferðaskrá