GÓP-fréttir: * síða A-1 * síða A-3
 Forsíða * Vaðatal * Ferðatorg * Ferðaskrá
© Karl Theodór Sæmundsson
Myndasíða nr. A-2 úr haustferð Gíslavinafélagsins 1992
í Jökulheima - suður yfir Skaftá í Lakagíga og til Reykjavíkur

Uppfært 20.12.99 *

Ingi stendur út í á
og víst er að meina:
"Aktu að - og aktu frá,
aktu milli steina!"

Seinni állinn, hann er hér,
- hefur flaumagaldur.
Skúli í 'ann skellir sér
skynsamur og kaldur.

Hausts við fengum lipurt lag
ljúft á þungu fljóti.
Steini fer og flest í dag.
Fagra gnæfir móti.

Hér er ekki akurinn
út af melbakkanum:
Út á háa Hamarinn
horft af Sjónaukanum.

Smýgur inn og út um vit
ísaleir að rjúka
- öll við munum þennan þyt:
það er allt að fjúka.

* síða A-1 * síða A-3 * Forsíða * Vaðatal * Ferðatorg * Ferðaskrá