GÓP-fréttir * *

Karl Theodór Sæmundsson

F: 29. september 1909 - d. 15. ágúst 2004

Trésmíða- og byggingameistari, iðnskólakennari, málari, ljósmyndari, ferðamaður innan lands og um allan heim. 
Karl hefur leyft GÓP-fréttum að birta nokkrar myndir af málverkum sínum til kynningar. 
Myndirnar tók GÓP - við fremur slakar aðstæður. Sums staðar sést myndavélin speglast í gleri innrömmunarinnar.
Vinsamlegast athugaðu að óheimilt er að birta þær annars staðar án skriflegs leyfis afkomenda hans
 
- nema ef um er að ræða sýnishorn útprentað úr GÓP-fréttum.


GÓP og Karl Theodór Sæmundsson í júní 2002. Mynd: RFr.


Hekla séð yfir Þjórsá. Sér í Skarfanes handan ár.


Séð yfir í Gróttu. 


Staðarfjall í Borgarfirði eystri. (Myndatökuvélin speglast í gleri rammans.) 


Tré í Þingvallaskógi. Hrafnabjörg í bakgrunni. 


Í Heiðmörk


Úr fjörunni fyrir sunnan Garðakirkju. Séð yfir til Hafnarfjarðar.


Hlið á Álftanesi


Blóm


Bölti í Skaftafelli. Séð yfir Skeiðarárjökul til Lómagnúps. 


Strúturinn og Eiríksjökull. 


Bringa og Þjórsá - neðst í Þjórsárdal. Horft af Gaukshöfða. 


.Úr Heiðmörk.


Í norðanátt við Faxaflóa. Horft til Akrafjalls og Hvalfjarðar. 


Austan við Hítarvatn.


Ráðagerði á Seltjarnarnesi.


Keilir - séð frá hraununum í Hafnarfirði yfir Hvaleyri.


.Í norðanátt við Faxaflóa. Horft til Esju úr Reykjavíkurfjöru. 


Snæfellsjökull séður frá Örfirisey. 


Viðarverk


Þreyttur fylgdarvinur.


Við Fóelluvötn. Teiknað með kúlupenna og litað með kaffi. 


Stúlka situr fyrir.


GÓP og Karl Theodór Sæmundsson við sumar hús Karls - í júní 2002. Mynd: RFr.

Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir