GÓP-fréttir
Ferðatorg
Ferðatal 

Vetrarferð í Mörkina

1.-2. apríl 2000 - Vetur - með frost niður í 12 stig

© Myndir: Pétur Örn Pétursson

31. mars Föstudagurinn var 31. mars. Þá var samkoma í Þinghóli sem stóð til klukkan 02 með eftirfylgjandi umstangi. Þess vegna var brottför úr Reykjavík frestað fram undir hádegi á morgni laugardagsins.
Frá Hvolsvelli
klukkan 13 sharp

01a_seljalandsfoss.jpg
Selja-
lands-
foss

Á laugardagsmorgni klukkan nokkru eftir 13 fórum við á 11 bílum frá Hvolsvelli.
01c_seljalandsfoss_hb.jpg
Helga og Bjarni við Seljalandsfoss

Hér voru saman á ferð þeir GÓP, PÖP, Bjössi og Gunnar Eydal og einnig Jeppaklúbbur MK með fjölskyldur. Í þeim hópi voru

  • leiðangursstjórinn Sigurður Þ. Ragnarsson og Hólmfríður með Þóri Snæ og Árna,
  • Benedikt og Elín Borg
  • Guðmundur Jónsson og Birna með Þórunni.
  • Jóhann Ísak og Þóra Sæunn og þeir Einar Kári og Úlfur Þór
  • Jón Bragi Eggertsson og ?
  • Kristján Rafn Heiðarsson, Hildur og þeirra börn,
  • Rúnar Þorvaldsson og Jakobína Gunnlaugsdóttir og með þeim þau Sigríður Kristín og Sigurður Sveinsson,
  • Sólveig Guðmundsdóttir og Guðjón.

Jói leiddi flokkinn og safnaði okkur saman við Seljalandsfoss. Veðrið var sólbjart og hægur andvari og við fórum að fossinum í veðurblíðunni. Það var varla að við fengjumst til að fara af stað. Þó tókum við kipp þegar við hugsuðum til þess að auðvitað biði okkar enn betra veður innfrá.

Við Jökulsá

02a_Lonid_ub.jpg
Jökullinn undan
göngubrúnni

02b_Lonid_b.jpg
Gígjökullinn
756x567
94K

02b_Lonid_gop.jpg
GÓP í álnum með myndarann

Ágætt færi - Fagurt við Lónið

Sums staðar var vetur í veginum - í formi hjarns og ísa en þó í fremur litlum mæli. Jói aðvaraði okkurum færið yfir læki og ár og senn var komið að Jökulsá. Þar voru ísar óðum að hverfa. Gropnir krapadraflar liðu með straumi árinnar án þess að við þá yrði vart - nema í stígvélum. Sólin baðaði skjannahvítan nýsnæinn í haddi hins aldna jökuls og áin niðaði milt og glitraði til okkar brosum í kvikum geislum sem komu dansandi í augu okkar af lognbárum og hvítaskæni.

Steinsholtsá var hógvær og skriðan innan við Draugabólið var þokkaleg þótt þar væri fönn að venju.

03a_Aurar_fast.jpg
Í skriðunni framan við Stakkholtsgjá.
Það er ekki amalegt að taka til hendi í svona veðri

Hvanná lá ekki lengur yfir og eftir veginum upp að Stakknum en sá vegur var þó ekki lengur nema svipur hjá sjón og þar var gróft yfir að fara. Við komum að Álfakirkjunni og skiptum okkur. Fjórir bílar fóru í Skagfjörðsskála en hinir 7 í Bása.

Í Stóraenda

03d_StoriEndi_torir.jpg
Þórir Pétur í Stóra-Enda

Aftur af stað

Strax og við höfðum komið okkur fyrir hittumst við aftur og ókum nú saman yfir í Stóra-Enda. Vetrarfæri var og ísar að Krossá og álum hennar og lænum. Nú var svo liðið á vorið að við höfðum sólarbirtu í gönguferð okkar upp á brúnir milli Stóra-Enda og Litla-Enda-gils. Þar undum við nokkra stund við það geislaspil og eftirminnilegt útsýni. Sumir gengu svo í Steinbogann - eina og sanna - í Stóra-Enda en svo söfnuðumst við aftur að bílunum og ókum heimleiðis.

Drápugerð
í Básum

04a_BasarSongur1.jpg
Drápuliðið

Hvor til síns heima

Básamenn kyntu nú grillið en Skagfjörðsskálamenn eldavélar sínar og var nú fögnuður beggja vegna. Í Básum var og saman sett mikil drápa. Þegar hún var fullger tók við afritun hennar til fjöldasöngs og kom þá margur fingurinn smár öðrum stærri til fúslegrar aðstoðar. Var að lokum allt til reiðu. Hélt þá öflug sendisveit af stað í Skagfjörðsskála og var þangað sóttur ritari þessara lína. Stóð það á endum að honum tókst að ná með sér nokkrum drápueyri. Var nú hópurinn saman safnaður í Básum laust fyrir miðnættið. Var ritara þá flutt drápan með breiðum og hlýjum undirtektum.

Drápan
við lagið
Faria, faria.

04b_BasarSongur2.jpg
.. á hringveginn!



Hafið þið nokkuð frétt þann fjára?
um Gísla, Gísla minn
að síungi Gísli er 60 ára
hann Gísli, Gísli minn.
Af internetinu þekki þið
þennan filmu og vísnasmið.
hann ::Gísla, Gísla minn:: gamla Gísla minn!

Ekki er það fín eða falleg saga ...
að um þig var ekki ort nein baga ...
Í snarhasti okkar öngum í
ætlum við núna að bæta úr því.
::Gísli, Gísli minn:: góði Gísli minn!

Í óbyggðum kann hann sér engin læti ...
enginn er honum frárri á fæti ...
Hann hleypur um fjöll og firnindi
jafn fimur í straumi og á fjallstindi. ...
::Gísli, Gísli minn:: garpurinn Gísli minn!

Við þökkum þér forsjá á þessum degi ...
og óskum þér lukku á lífsins vegi ...
Við kveðjum þig, jeppaklúbburinn,
- en komdu okkur aftur á hringveginn. ...
::Gísli, Gísli minn:: góði Gísli minn!

Verður að segjast eins og er að ritari var svo hátt uppi við þessa athöfn að hann stóð uppi á stóli og myndaði atburðinn. Þegar lokið var kom það sér vel að hann hafði haft í fórum sínum nokkra tertu - eigi all litla - og nefndi hana drápulaun. Voru það þó eintóm drýgindi því slík drápa verður seint að verðleikum metin og aldrei fullþökkuð. Fer og gleði og þakklæti um hug hans hverju sinni sem endurminningin kviknar.

Stjörnunótt
Stjörnuskoðun

Klukkan sé nú yfir miðnættið og hópurinn bjó sig til útferðar að skoða stjörnur undir leiðsögn Jóa sem var - eins og svo oft áður - stjörnumeistari leiðangursins. Sá nú til stjörnumerkja mjög vel enda engin ský á himni. Þótti þó mörgum kólna nokkuð þegar frostið fór niður í 12 stig. Létu þó stjörnurnar það í engu á sig fá og tindruðu sem skærast á meðan heiti þeirra voru upp talin.

9 - 10 - 11

 skan vid Sottarhelli
Æskan við
Sóttarhelli

Á sunnudagsmorgninum fóru sprækir í létta gönguferð í björtu sólskini morgunsins en annars var farið upp klukkan 9, farangri hlaðið í bíla klukkan 10 og hús hreinsuð - og ekið af stað klukkan 11. Að þessu sinni stóð svo á að heppilegt þótti að vera komin til Reykjavíkur klukkan 16. Varð því heldur hafður hraðinn á um heimferðina. Var nú haldið niður yfir Hvanná og yfir Krossá við Merkureggjar.

Þar var ekið að Sóttarhelli og saga hans skoðuð þótt vart verði hátturinn kallaður svo mjög vísindalegur.

Bilar vid Husadal
Nú var runnið að mynni Húsadals og hugsað til Markarfljótsins.
Bílar í mynni Húsadals

Yfir Fljótið
og á
Hellisvelli

07a_Hellisfl_Bilar.jpg
Á
Hellis-
völlum

Norður yfir Markarfljót

06a_Markarfljot_Mazda.jpg Ekið yfir Markarfljót

Færið var gott, hjarnið hélt bílunum þar sem þurfti og svo ókum við niður varnargarðinn við Markarfljótið. Þegar við komum niður fyrir Lausölduna fundum við þetta úrvalsvað sem nokkrir okkar höfðum farið fyrr í vetur. Þar ókum við yfir fyrri álinn og skömmu síðar vorum við einnig komin yfir þann síðari.

07d_Hellisfl_Hopur.jpg Hópurinn myndaður á Hellisvöllum

Nú ókum við sólbjartar eyrarnar og um ísa og fannir og inn á Hellisvellina inni í hamravirkinu gríðarlega. Við gleyptum í okkur dálítinn bita, tókum myndir af hópnum í glaðabjörtu sólskininu og logni þessa indæla staðar.

07f_Hellisfl_gops.jpg Indælt er í blíðunni á Hellisvöllum

Niður á
varnar-
garðinn
Varnargarðurinn við Þórólfsfell

07b_Hellisfl_Bilar2.jpg Horft af Hellisvöllum til Þórólfsfells

Við ókum vestur með Gilsá og fórum yfir hana við Þórólfsfellið á móts við neðsta gilið ofan varnargarðsins.

08a_Fljotshl_Joklar.jpg Horft af garðinum inn yfir Markarfljót til Þórsmerkur

08b_Fljotshl_Kerti.jpg Þegar við fórum hjá Þórólfsfellinu komum við þar sem voru gríðarleg grýlukerti.

Þórólfsá var blíð og við vorum senn á ferð vestur Fljótshlíðina og hittumst í Hlíðarenda á Hvolsvelli.

Bestu þakkir! Klukkan var liðlega 16 þegar við komum til Reykjavíkur eftir ljómandi góða ferð - og við þökkum hvert öðru fyrir skemmtilega samfylgd - og ritari þakkar sérstaklega fyrir sig og þá drápu sem honum var færð og flutt.

07e_Hellisfl_Hopur2.jpg
Hópurinn á Hellisvöllum

07c_Hellisfl_Lani.jpg Myndirnar tók Pétur Örn Pétursson
og hér sjást farartæki og fjölskylda hans.

Efst á þessa síðu * Ferðatorg * Ferðatal * GÓP-fréttir