Forsíða
FKEfréttir


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maki:
Sigríður
Bjarney
Einars-
dóttir

Ásmundur Guðmundsson,
skipstjóri og listamaður

Sjá hér myndir af verkum hans

*

Upplýs-
ingar
eru
fengnar
úr ritinu:
Skip-
stjórnar-
menn og
íslenskur
sjávar-
útvegur
I-VI
 

 

F. 8. okt. 1929 á Ytri-Veðraá, Mosvallahreppi í Vestur-Ísafjarðarsýslu.
D. 10. apríl 2012 í Reykjavík.

Foreldrar:
Guðmundur Þorkell Jónsson, verslunarmaður á Flateyri í Önundarfirði, V-Ís., f. 14. sept. 1896 á Kroppsstöðum, Mosvallahreppi, d. 24. febr. 1975 og kona hans
Ásta Ólöf Þórðardóttir, f. 22. mars 1905 í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, d. 7. nóv. 1998

Námsferill:

 • Lauk námi við Barnaskóla Flateyrar 1943,
 • gagnfræðaprófi frá Hérðasskólanum á Núpi í Dýrafirði 1947
 • og tók hið minna mótorvélstjórapróf Fiskifélags Íslands 1948,
 • lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951
 • og farmannaprófi frá sama skóla 1953.

Starfsferill:

 • Fór fyrst á sjóinn 1943 og var fyrstu árin á fiskibátum frá Flateyri og Ísafirði. Var m.a. á mb. Kvikk, mb. Garðari, mb. Bryndísi og mb. Mumma frá Íslafirði, mb. Suðra frá Reykjavík 1946, ms. Oddi frá Flateyri 1948-49 og mb. Fram frá Hafnarfirði 1949.
 • Var vélstjóri í frystihúsinu Snæfelli á Flateyri sumarið 1948, vélstjóri á mb. Sæhrímni frá Þingeyri 1950 og háseti á togaranum Neptúnusi frá Reykjavík og mb. Freydísi frá Ísafirði sama ár.
 • Ásmundur var háseti á togaranum Mars frá Reykjavík 1951 og sama ár fór hann háseti á vs. Þór (III) og var þar fram á árið 1952. Var því næst háseti á ms. Dísarfelli 1953 og 1954.
 • Á árunum 1954-59 var hann 3. og 2. stýrimaður á mt. Bláfelli (sænskt skip sem var í oíuflutningum hér við land), ms. Helgafelli, ms. Jökulfelli og mt. Litlafelli (I) og síðan 1. stýrimaður á mt. Litlafelli (I), ms Jökulfelli og mt. Stapafelli til ársloka 1964. Hafði þá oft verið skipstjóri í afleysingum frá 1961, á ms. Jökulfelli, mt Litlafelli (I), mt Stapafelli og ms. Helgafelli.
 • Var fastráðinn skipstjóri hjá Skipadeild SÍS í ársbyrjun 1965 og var síðan með mt. Litlafell (I) en fór ferð og ferð með önnur skip SÍS þegar svo stóð á. Í maí 1971 var mt. Litlafell (I) selt til útlanda en annað Litlafell (II) keypt í þess stað. Var með Litlafell (II) til 1975 að hann lét af sjómennsku vegna veikinda.
 • Starfsmaður Oíufélagsins hf. í Reykjavík 1975-1998.

Félags- og trúnaðarstörf:
Gekk í Skipstjórafélag Íslands 4. júní 1965.

*

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Upp-
lýsingar
eru
frá
Sigríði
Einars-
dóttur

Maki - 12. maí 1957

Sigríður Bjarney Einarsdóttir kennari,
f. 7. júní 1927 í Varmahlíð undir Eyjafjöllum.

Foreldrar:
Ingibjörg Bjarnadóttir f. 17. febrúar 1895 á Ysta-Skála, V-Eyjafj. Rang., d. 25. maí 1980, og hennar maður:
Einar Sigurðsson bóndi í Varmahlíð, V-Eyjafj., Rang, f. 4. apríl 1894 í Varmahlíð, d. 19. júlí 1981.

Einar var sonur Sigurðar Tómassonar bónda í Varmahlíð og konu hans, Þóru dóttur Torfa Þorgrímssonar, prentara, í Torfahúsi í Reykjavík.


Torfi Þorgrímsson, prentari,
og kona hans, Sigríður Ásmundsdóttir.

Torfi (f. 24. jan. 1828 - d. 21. jan. 1893) var sonur Jónasar Hallgrímssonar (f. 16. nóv 1807 að Hrauni í Öxnadal - d. 26. maí 1845 í Kaupmannahöfn) og Þóru Torfadóttur (f. 1795).

Jónas þrætti með fúkyrðum en vinir hans í Danmörku tóku vel á móti Torfa og studdu hann með ráðum og dáð þegar hann kom þangað út stuttu eftir að Jónas dó.

Torfi kom heim um 1852. Fyrsti lærði prentari á Íslandi og í farteskinu hafði hann heila prentsmiðju sem hann setti hér upp. Árið 1854 giftist hann Sigríði.

Þeirra dóttir var Þóra Torfadóttir sem giftist Sigurði Tómassyni og þeirra sonur var Einar Sigurðsson. (Albróðir hans og alnafni var Sigurður Tómasson bóndi í Árkvörn faðir Páls Sigurðssonar bónda í Árkvörn f. 1885, d. 1979, maki: Halla Jónsdóttir frá Syðra-Velli f. 1889, d. 1973).

Dóttir Einars og Þóru Torfadóttur er Sigríður Einarsdóttir, kona Ásmundar Guðmundssonar.

* Fóstursonur Ásmundar og sonur Sigríðar Bjarneyjar:

Einar Eysteinn Jónsson, f. 27. nóv. 1950 í Varmahlíð, heilsugæslulæknir í Vestmannaeyjum.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Tengibrautin