Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Reynir – ráðgjafastofa KMM ehf.
Tryggvabraut 22, 2h. 600 Akureyri 
Sími: 460 9500 Fax: 460 9501 
Kristján M. Magnússon, sálfræðingur 
þýddi úr Newsletter of The Delaware Association 
For The Education of Young Children. Winter 1993-94.

Bæna-
skráin

Bænaskrá barna með athyglisbrest
Ath!! - hér geturðu sótt þetta skjal á Word-formi - 
þar sem efninu er haganlega komið fyrir á einni A4-síðu
og prentað það út!!
*

Bæna-
skráin

*

Bæna-
skráin

*

Bæna-
skráin

*

  • Hjálpaðu mér að einbeita mér
  • Kenndu mér með snertingu. Ég þarf “handayfirlagningu” og hreyfingu.
  • Ég þarf að vita hvað gerist næst
  • Gefðu mér skipulagt umhverfi þar sem ég get treyst á fasta dagskrá. Varaðu mig við tímanlega ef breytingar verða.
  • Bíddu eftir mér, ég er enn að hugsa.
  • Viltu leyfa mér að fara á eigin hraða. Ef ég hraða mér, verð ég ruglaður og æstur.
  • Ég festist í hlutunum og get ekki losað mig. Viltu gefa mér leiðir til að leysa málin. Ég þarf að fá upplýsingar um aðrar leiðir, þegar leiðin sem ég ætlaði er lokuð.
  • Er þetta rétt? Ég verð að vita það NÚNA!
  • Viltu strax láttu mig vita hvernig mér gengur.
  • Ég gleymdi því ekki, ég tók ekki eftir því.
  • Viltu gefa mér leiðbeiningar skref fyrir skref, eitt skref í einu og biðja mig að segja þér hvað ég heyrði þig segja.
  • Ég vissi ekki að ég væri ekki í mínu sæti!
  • Viltu segja mér að stoppa og hugsa.
  • Er ég að verða búinn?
  • Viltu gefa mér stutt vinnutímabil með markmiðum sem fljótt er hægt að ná.
  • Ég veit að þetta er allt vitlaust, er það ekki?
  • Viltu gefa mér hrós fyrir að ná hluta af árangri. Verðlaunaðu mig fyrir að bæta mig, ekki bara fyrir fullkomið starf.
  • Af hverju er alltaf öskrað á mig?
  • Viltu grípa mig í að gera eitthvað rétt og hrósa mér fyrir sérstök atriði sem ég geri rétt eða vel. Minntu mig (og þig) á góðu þættina mína, á slæmum degi.
Reynir Reynir – ráðgjafastofa KMM ehf.
Tryggvabraut 22, 2h. 600 Akureyri 
Sími: 460 9500 Fax: 460 9501 
Kristján M. Magnússon, sálfræðingur 

Efst á þessa síðu *Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók