Forsíða
Ofvirknivefur
Ofvirknibók

Aðalheiður Kristín Magnúsdóttir - í maí 2005:

hárgreiðslumeistari og móðir ofvirks barns

Mbl. 14. maí '05 Athugasemd við ummæli þingmanns
Vitnað til ummæla
á vefsíðu
Ég vil gera athugasemd við ummæli og lélegar afsakanir Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur um Rítalín-notkun barna,sem hún birtir  á vefsíðu sinni og nefnt var í Fréttablaðinu fyrir nokkru.
sem skaða þá
sem búa við
vandann
Hún segir að það sé óþarfi fyrir okkur foreldra að taka þau svona nærri okkur. En málið er einmitt það að þessi ummæli skaða okkur sem höfum þurft að berjast við kerfið um að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir ofvirku börnin okkar,og það var því aldeilis vatn á myllu þeirra fordómafullu einstaklinga sem hafa verið að að núa okkur um nasir að ofvirknin sé einungis ímyndun og ofdekur.
og kynda undir
fordómum.
Þarna kyntu þingmenn undir fordómum í staðinn fyrir að ganga í lið með okkur og þrýsta á stjórnvöld að viðurkenna þennan þjóðfélagsþátt með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu en sá þáttur ásamt lyfjunum gagnast best þeim einstaklingum sem um ræðir.
Liðsinni er til -
en þeir sem þurfa
fá ekki aðgang.
Nú á tímum, þegar við höfum alla þá hjálp sem þjóðfélagið getur veitt í gegnum menntun sérfræðinga til hjálpar í þeim vandamálum sem upp koma hjá þjóðinni, þá erum við ofurseld þröngsýnishætti stjórnvalda sem þráast við að viðurkenna þörfina á niðurgreiðslum við sálfræðiþjónustu.
Í prófun er:
huglæg
atferlismeðferð.
Að mínu mati gagnast best sú aðferð sem  heitir huglæg atferlismeðferð, án þess að ég sé að gera lítið úr annari sálfræðiþjónustu Þetta er aðferð sem sálfræðingar eru að taka í miklum mæli í þjónustu sína vegna gagnlegrar útkomu fyrir okkur sem þurfum á þessari þjónustu að halda.
Til
framtíðar
mjökumst
við
sorglega
seint
*
að hafa
efni
á ?!
Það er sorglegt að við skulum ekki vera komin lengra í vinnuni okkar en þetta.

Ég ætla að taka mér það það leyfi að kenna stjórnvöldum og  þingmönnum um þann seinagang því það eru 14 ár frá því mitt barn var greint ofvirkt og með ólíkindum að hjálpin skuli ekki vera komin lengra. Það er slæmt að þingmenn séu að upphefja sig á kostnað þessara einstaklinga. Þeir ættu frekar að koma sér beint að efninu og krefjast þess af heilbrigðiskerfinu að allir þættir sálfræðiþjónustunnar séu niðurgreiddir, en ekki bara inni á heilsugæslunni eins og Jón Kristjánson er að lofa til að hafa okkur góð.

Það er kannski svona gott ráðherrakaupið að þá munar ekkert um að borga  frá 6000 til 8000 kr. án virðisauka fyrir hvern tíma hjá sálfræðingi. Þeir ættu kannski að fara að nota þessa tíma til að læra að koma sér betur að efninu, en þegar upp er staðið eru þetta yfirleitt aukin fjárútlát fyrir þau heimili sem  þurfa á þessari þjónustu að halda.

Með réttum stuðn-
ingi strax í upphafi
blómstra ofvirkir
einstaklingar.
En það er mun auðveldara að ala upp ofvirkan einstakling ef fólk fær réttan stuðning strax. Og ómæld er  gleðin að sjá hvernig þessi börn blómstra fái þau rétta hjálp. Það hlýtur að vera hverjum Íslendingi sómi að því að stuðla að því að allir fái niðurgreidda sálfræðiþjónustu sem þurfa á henni að halda, bæði ofvirkir og þunglyndir. Ég sé ekki betur en öll Íslenska þjóðin þurfi þessa hjálp. Veit ekki hvað er málið - kannski peningar.
Í maí 2005 Aðalheiður Kristín Magnúsdóttir
Hárgreiðslumeistari og móðir ofvirks barns

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók