Forsíða Ofvirknivefur Ofvirknibók |
Anna Arnold - í apríl 2002:dagmóðir og móðir ofvirks barns |
Mbl. 19. apríl | Út yfir velsæmismörk |
Fáfræðileg umræða |
Mig langar að koma með hugleiðingu í umræðuna um ritalín. Umræða hlýtur að vera af hinu góða, gott er að endurskoða mál sem viðkemur börnum. Þessi umræða sem skapast hefur nú er hinsvegar öll svo neikvæð. Ég hef verið að lesa bréf í blöðum sem eru skrifuð af fólki sem jafnvel veit ekkert um hvað málið snýst. Nýlegt lesendabréf sýndi glögglega fáfræði skrifanda, sem heldur að það væri ábyggilega hægt að "lækna" þetta með ást og umhyggju foreldra. (DV 15. apríl). |
Ofvirkni var alltaf til staðar Menn |
Margir halda að
"ofvirkni " sé kvilli sem við foreldrar fundum upp þar sem við
hreinlega nennum ekki að aga börnin okkar. Það sé miklu betra að
gefa bara barninu pillu til að hafa það rólegt. Þessi fötlun sem
ofvirkni er hefur alltaf verið með okkur, en það er bara fyrir 25 árum
sem farið var að skoða þetta af alvöru út í heimi og enn síðar
sem við Íslendingar fórum að viðurkenna þetta sem vandamál. Hver man ekki eftir "tossanum í bekknum" eða honum Jóni sem bjó í götunni og var svo heimskur og óþekkur að allir voru vissir um að hann ætti sér enga framtíð. Enginn varð hissa þegar Jón lenti svo í dópinu og fangelsi. Þetta geta verið lýsingar á ofvirkni. |
Veistu hvað ofvirkni er? |
ADHD/ADD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) eða íslenska þýðingin ofvirkni/athyglisbrestur, veldur oft miskilningi. Fólk sér fyrir sér barn sem á erfitt með að sitja í sætinu sínu eða er á þeytingi um allt, en ofvirknin er ekki bara í líkamanum heldur líka í huganum. Sjáið fyrir ykkur barn sem situr fallega í sætinu sínu í íslenskutíma. Kennarinn er að kenna að þekkja stafina, barnið horfir á en á meðan fljúga 30 hugsanir um hugann í einu; fótbolti, hádegismatur, sumarfríið, frímínútur, veðrið úti. Barnið getur ekki stoppað hugsanirnar, hugurinn er ofvirkur. Svona eru allar kennslustundirnar. Líkaminn er í kennslustofunni en hugurinn er að gera eitthvað miklu skemmtilegra. |
Frá sjónarmiði barnsins |
Frá sjónarmiði barnsins: Erfitt að læra, umhverfið verður neikvætt. Ertu heimsk/ur, ertu tossi?? Barnið elst upp við vonda sjálfsmynd ( ég er ómöguleg/ur, enginn vill vera vinur minn því ég er heimsk/ur). |
Algengar afleiðingar |
Svo þegar unglingsárin koma þá finnur barnið "huggun" í vímuefnum. Þetta eru ekki ýkt dæmi. Við sem erum foreldrar barna með ADHD/ADD sjáum þetta alltof oft. |
Lyfið liðsinnir barninu en læknar ekki |
Þótt sonur minn taki ritalín þá eru vandamálin ekki úr sögunni. Hann þarf meiri aga en önnur börn, meira eftirlit, hann verður að hafa allt í sömu skorðum ( bara að sofa ekki með sína sæng er mikið mál). Uppeldisþátturinn er mjög mikilvægur og ég trúi nú ekki öðru en að foreldrar geri sér grein fyrir því. Ein pilla kippir ekki öllu í lag. Með því að taka lyfið hægist á huganum, hann er duglegur í skólanum, á góða vini, hefur góða sjálfsvirðingu, líður vel. Þegar unglingsárin koma líður honum vonandi það vel með sjálfan sig að hann þurfi ekki að leita í vímuefni til að fá sjálfsvirðingu. |
Ofvirk
börn eru öðruvísi
þau |
Mér finnst alltaf skondið þegar fólk heldur því fram að það sé verið að gefa börnum ritalín til að róa það. Fyrst er að benda á að lyfið er örvandi en ekki róandi. Því segir skynsemin manni að ef barn sem ekki er ofvirkt tekur inn lyfið þá róist barnið ekki mikið. Barn sem er ofvirkt og tekur Ritalín situr ekki eins og klessa í róandi vímu. Það hægist aðeins á hraðanum og barnið verður eins og ég og þú. Svo er það líka, að lyfið hentar ekki öllum sumir geta alls ekki tekið það inn. |
Samhjálp já, takk! Sleggju- |
Í þessum heimi eru því miður alltaf einhverjir sem misnota aðstöðu sína. Það var skelfileg frétt þegar upp komst að ritalín er selt á skólalóðum og þetta séu jafnvel lyf sem ofvirk börn eiga. Foreldrar þurfa að herða eftirlitið með lyfjagjöfum barnanna. En að ráðast á foreldra fyrir að leita börnun sínum læknishjálpar vegna ofvirkni er í besta falli heimskuleg framkoma. Sleggjudómar á þeim nótum ganga út yfir öll velsæmismörk. |
Í apríl 2002 | Anna
Arnold Dagmóðir og móðir ofvirks barns |