Forsíða
Ofvirknivefur
Ofvirknibók

Anna Arnold - í janúar 2003:

dagmóðir og móðir ofvirks barns

Mbl. 23. jan. '03 Við erum ekki að dópa niður börnin okkar
Umræðan
keyrir
um
þverbak
Ég hafði vonast til, að með aukinni fræðslu og umræðu myndu fordómar gegn ofvirkum börnum og fjölskyldum þeirra mæta skilningi út í þjóðfélaginu. Þegar ég las svo grein í Morgunblaðinu 20.desember 2002 eftir Kristin Jóhannesson sá ég að enn skortir á að svo sé. Fyrirsögn greinarinnar er: Erum við að dópa niður börnin okkar? Höfundur heldur því fram að svo sé þegar ofvirk börn eru annars vegar.
Um
fræðslu
og
rök
Ég er engin sérfræðingur í þessum málum, en sem foreldri drengs sem hefur verið greindur með ADHD/athyglisbrest hef ég skoðað allar hliðar á sjúkdóminum, lesið allt efni sem ég hef getað náð í og talað við lækna sem hafa áralanga reynslu og menntun í þessum fræðum. Því held ég því fram, að skoðun Kristins eigi ekki við nein haldbær rök að styðjast.
Hægar er
um að tala
en í að
komast
Kristinn segir ekki í greininni hvort hann hafi einhverja reynslu af ofvirkum börnum og því geng ég út frá því að svo sé ekki. Hann gefur í skyn að við foreldrar sinnum ekki okkar hlutverki og notum þá þessa greiningu til þess að fría okkur af allri ábyrgð. Hann opnar ekki einu sinni fyrir möguleikanum á að ofvirkni/athyglisbrestur geti stafað af lífræðilegum orsökum, sé jafnvel ættgengt.
Fullyrðing
án 
þekkingar
er ekki
gagnleg
Í greininni er Kristin duglegur að staðhæfa alla hluti og benda á alls konar rannsóknir um hitt og þetta. 

Hann staðhæfir að með því að gefa barni ritalín þá dragi það úr vexti þeirra, dragi úr félagstengslum barna og dragi úr hvatvísi barna ( forvitni). Mig langar aðeins að koma inn á þessar staðhæfingar Kristins. Fyrst vil ég nefna að nýjar rannsóknir sýna að ritalín dregur ekki úr eða hægir á vexti barna. Ekki veit ég hvar Kristinn fékk upplýsingar um að ef þú gefur barni ritalín þá eigi barnið erfiðar með að mynda félagstengsl, því ef lyfið virkar eins og það á að gera þá líður barninu betur og á þá auðveldara með samskipti við önnur börn/fullorðna. Svo er það þetta með hvatvísina. Barn með ADHD þekkir ekki hræðslu, skynjar ekki hættur og stundum virðist sem almenna skynsemi vanti. Að taka ritalin dregur alls ekki úr forvitni barna gagnvart umhverfi sínu. Ef einhvað er þá gerir lyfið það að verkum, að barnið stoppar aðeins til þess að sjá og skynja hvað er í kringum það og nýtur þess betur.
Lengi
þekktir
erfiðleikar

og

vel þekkt
en afar oft
misskilin
einkenni

Þessi sjúkdómur kemur í mörgum myndum. Það er einkennilegt þegar fólk heldur því fram að þetta sé nýtísku sjúkdómur. Það eru til heimildir um hann allt frá 1860 þegar þýskur læknir að nafni Heinrich Hoffman bjó til ljóð um barn sem til hans hafði komið með ofvirkniseinkenni. Næst var það um 1900 að breskur læknir að nafni Dr. George Still birtir grein þar sem hann lýsir ofvirkni einkennum hjá 24 börnum. Ef við lítum 30-40 ár til baka hérna á Íslandi þá er ég viss um að einhver kannast við manneskju með ADHD. Jú, það var hann Jón í götunni/bekknum sem var svo heimskur/eða óþekkur að allir voru sammála um að það yrði nú ekkert úr honum og þegar hann Jón svo lenti í fangelsi/eiturlyfjum þá urðu ekki margir hissa á því. Hann var alltaf svo misheppnaður. Ef hann Jón hefði verið greindur strax í skóla þá hefði hann átt eins mikla möguleika og ég og þú til að verða nýtur þjóðfélagsþegn. Fólk heldur að börnin séu bara óþekk, óstýrlát eða ofstopafull og að þau börn sem hafa athyglisbrest séu illa gefin. En með réttri meðhöndlun fá þessi börn tækifæri á að komast til manns og eiga gott líf.
Það eru
börnin
sem þjást
*
Ótal ráð
eru ætíð
í gangi
Við, sem erum foreldrar ofvirkna barna, erum ekki frábrugðin öðrum foreldrum. Við elskum börnin okkar og viljum gera allt það besta fyrir þau. Þegar foreldrar hafa horft upp á barnið sitt þjást, já lesendur góðir þessi börn þjást mikið fyrir að vera „ekki eins og allir hinir", þá grípa þeir til þeirra lausna sem í boði eru. Málið er að engin börn eru eins. Ofvirkni/ADHD og allt sem þetta er nú kallað kemur ekki eins fram í öllum börnum sem þýðir, að það er ekki til ein standard meðferð fyrir alla. Það er ekkert að því að leita og prófa aðrar meðferðir t.d. breyta mataræði barnsins, gefa því vitamin sem gæti virkað, nýjar uppeldisaðferðir….. svona mætti lengi telja.
Hann er svo 
erfiður, elskan, 
v
ið skulum
aðeins
dópa hann
niður!
Ritalín er ekki undrameðal sem lagar allt. Gefið er lyf til að halda sjúkdómnum niðri í bland með markvissum uppeldisaðferðum, agastjórnun og atferlismótun. Foreldrar leggja mikið á sig til að læra hvernig best sé að aga og ala upp börnin sín. Það getur ekki verið eftirsóknavert að leitast við að fá þann stimpil á barnið sitt að það sé „gallað”, eins og Kristin segir í greininni. Rannsóknir sýna að fólk verður ekki háð lyfinu í þeim skömmtum sem mælt er með gegn ofvirkninni.Við foreldrar setjust ekki niður og segjum; Æi, barnið er svo erfitt elskan, ættum við ekki að athuga hvort við getum ekki DÓPAÐ það niður smávegis, ha?
Ritalín 
getur gert
gæfumuninn 
Við, sem höfum séð og fundið hvernig lyfið hefur breytt lífi barnana okkar hljótum að vera sammála því, að svona greinar eins og Kristinn skrifar ættu ekki að hafa mikil áhrif á okkur og halda ótrauð áfram að gera það sem við getum til að börnunum okkar líði sem best.
Í janúar 2003 Anna Arnold
Dagmóðir og móðir ofvirks barns

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók