Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Gylfi Jón Gylfason - 25.02.01:

yfirsálfræðingur og deildarstjóri sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar

Ritalín

- blessun eða bölvaldur?
Leitið upp-
lýsinga sem 
unnt er 
að treysta!!
Foreldrar ofvirkra barna og öðrum sem málið er skylt þurfa að mynda sér skoðun á lyfjagjöf við ofvirkni. Sú skoðun þarf að grundvallast á upplýsingum sem hægt er að treysta. Ástæða er til að vara við óvönduðum málflutningi sem oft sést í umræðu um lyfið. 

Undanfarnar vikur hefur lyfið ritalin og réttmæti þess að beita því sem hluta af meðferði við ofvirkni verið rætt í fjölmiðlum.
Tilgangur greinarhöfundar með þessum skrifum er að vara foreldra ofvirkra barna og aðra sem málið er skylt við óvönduðum málflutningi sem oft sést í umræðu um lyfið. 

Meðal andstæðinga ritalins er því miður að finna fólk sem beitir mjög vafasömum meðulum í þeim tilgangi að fá foreldra til að láta börn sín hætta á rítalini og verða hér talin til nokkur dæmi um óvandaðan og beinlínis rangan málflutning.

Rangfærslur

- nokkur dæmi
.. ekki til ... Oft er því haldið fram að ofvirkni sé ekki til. Foreldrum, kennurum og leikskólakennurum er gjarna kennt um ástand barnsins. Stundum er því haldið fram að börnin þurfi bara að fá meira af “tengslavítamínum” þá verði allt í lagi. Það er að segja að ástæðan fyrir erfiðleikum barnanna sé að foreldrarnir séu lélegir uppalendur og að uppeldisstéttir vinni ekki störf sín nægilega vel. 

Litið er framhjá þeirri staðreynd 

  • að enginn geðrænn barnakvilli hefur verið rannsakaður meira en ofvirkni 
  • og að ofvirkni er líkt og geðklofi og þunglyndi flokkaður sem sjúkdómur í alþjóðlegum flokkunarkerfum. 

Þau flokkunarkerfi sem eru í notkun í dag byggja á viðurkenndum rannsóknum færustu vísindamanna á hverju sviði fyrir sig. Tilvist ofvirkni sem sjúkdóms verður því vart dregin í efa.

Samsæris-
kenningar
Samsæriskenningar af ýmsu tagi eru mjög vinsælar. Til dæmis er því oft haldið fram að ritalin-meðferð við ofvirkni snúist um peninga, ekki hagsmuni barnsins. Ástæða þess að læknar og annað fagfólk ráðleggi ritalinmeðferð við ofvirkni er sögð sú að þessir faghópar séu á mála hjá lyfjafyrirtækjum og hafi af því af því beinan fjárhagslegan ávinning að koma sem flestum á lyf. Með málflutningi af þessu tagi er beinlínis verið að vega að starfsheiðri lækna og annarra sem að meðferðinni koma.
Ritalín /
amfetamín
Mikið er gert úr því að ritalin sé í ætt við amfetamín og gefið í skyn eða jafnvel sagt berum orðum að ofvirk börn sem eru meðhöndluð með lyfinu séu í vímu meðan á meðferð stendur. Þessi fullyrðing er að sjálfsögðu röng. Ofvirk börn eru ekki í vímu meðan á meðferð stendur.
Aukaverkanir Tíðni aukaverkana sem hugsanlegar eru af lyfinu eru blásnar út. Þess er að sjálfsögðu vandlega gætt að þegja yfir því að aukaverkanirnar eru sjaldgæfar og einungis í undantekningartilfellum nauðsynlegt að hætta meðferð vegna þeirra.
Bent á
betri (??)
leiðir
Kynnt eru til sögu ný úrræði sem eiga að geta komið í staðinn fyrir lyfjameðferðina. Látið er hjá líða að geta þess að áhrif þessara nýju aðferða hafa ekki verið rannsökuð og eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera gagnslaus eða því sem næst gagnslaus meginþorra ofvirkra barna.
... 
hefja sig upp
á kostnað 
foreldra 
ofvirkra barna
Þau dæmi sem hér eru týnd til eru ekki studd faglegum rökum og eiga sér afskaplega takmarkaða stoð í raunveruleikanum. Raunar er vandséð hvaða tilgangi þessi málflutningur þjónar nema kannski að gera lítið úr foreldrum ofvirkra barna og draga í efa heilindi þeirra starfsstétta sem koma að meðferð þeirra.

Upplýsingar

- traustar og áreiðanlegar
Kynntu þér
kosti og
galla
lyfja-
meðferðar
*
en gættu
að gæðum
þeirra
upplýsinga
Undirritaður er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að foreldrar ofvirkra barna og fjölskyldur þeirra kynni sér vel kosti og galla lyfjameðferðar við ofvirkni. Þegar það er gert ætti að gæta vel að gæðum þeirra upplýsinga sem byggt er á og hvaðan þær koma. 

Læknum og sálfræðingum ber að beita þeim meðferðaraðferðum sem sýnt er að virka best samkvæmt traustustu rannsóknum hverju sinni. Foreldrar ofvirkra barna ættu því að að geta treyst upplýsingum sem frá þeim koma. 

Hér skal m.a. bent á vandaða grein Gísla Baldurssonar læknis sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag (þann 24. febrúar 2001).

Foreldrafélag ofvirkra barna hefur einnig safnað upplýsingum sem hægt er að treysta.

lokum
Lokaorð

mat
greinar-
höfundar

Undirritaður er sjálfur þeirrar skoðunar að reyna eigi til þrautar aðra meðferð áður en lyfjameðferð er reynd og að forsenda lyfjameðferðar sé að fyrir liggi sérfræðilegt mat á barninu. 

Að mati greinarhöfundar er ákveðinn hópur ofvirkra barna því miður svo þungt haldinn af einkennum sínum að nauðsynlegt er að beita lyfjameðferð til viðbótar við aðra meðferð til að börnin og fjölskyldur þeirra geti lifað mannsæmandi lífi. Þessum börnum er ritalin blessun, ekki bölvaldur. Foreldrar ofvirkra barna þurfa því að mynda sér skoðun á lyfjagjöfinni grundvallaða á upplýsingum sem þau geta treyst. 

Gylfi Jón Gylfason Höfundur er yfirsálfræðingur og deildarstjóri sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar

Efst á þessa síðu *Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók