Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Gylfi Jón Gylfason - 16.02.2003:

yfirsálfræðingur og deildarstjóri sérfræðiþjónustu á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar

 Eru þú og
skólinn í
samstarfi? 

Ert þú í góðu samstarfi 
við skólann 
sem barnið þitt gengur í?
Starfaðu með 
skólanum 
að því 
að hjálpa 
barninu þínu
Enn betra samstarf
Markmið uppeldis er að ná fram því besta sem í barninu býr og búa það undir fullorðinsárin. Til að barnið fullnýti hæfileika sína þarf að laða fram hæfileika þess bæði heima og í skólanum. Einn af þeim þáttum sem auka líkurnar á því að barnið sé vel undirbúið fyrir fullorðinsárin er gott samstarf milli heimilis og skóla. En hvað felst í því?
Hlutur
foreldra
í samstarfi
heimilis 
og skóla
Af hálfu foreldra má m.a. nefna:
  • Að vel sé fylgst með heimanámi barnsins og því fylgt eftir að það sé unnið.
  • Að gæta þess námskröfur séu í samræmi við getu barnsins. Nemendur eru fljótir að laga sig að þeim kröfum sem gerðar eru. Ef gerðar eru of litlar kröfur er verið að kenna barni að það þurfi ekki að leggja sig fram til að ná góðum árangri. Ef gerðar eru of miklar kröfur er barnið ætíð að vinna upp fyrir sig og hætta á að námið verði barninu kvöl. Það eykur hættuna á því að barnið hætti skólagöngu sinni of snemma.
  • Að miðla mikilvægum upplýsingum til kennarans. Flestir ef ekki allir kennarar eru með netfang. Allir umsjónarkennarar á grunnskólastigi eru með fasta viðtalstíma þar sem hægt er að hafa samband við þá á vinnutíma. Mikilvægar upplýsingar eru til til dæmis hvort vinnuálag sé hæfilegt á barninu, hvernig því líður í skólanum og hvort eitthvað hefur gerst í lífi barnsins sem hefur áhrif á hegðan þess í skólanum.
  • Að taka þátt í því starfi sem skólinn óskar eftir að foreldrar taki þátt. Dæmi um það gætu verið námsefniskynningar eða fræðslufundir af ýmsu tagi.
  • Að taka þátt í starfi foreldrafélaga. Oft er hægt að hafa töluverð áhrif á það sem fram fer innan veggja skólans í gegnum foreldrafélagið.
Ræddu 
málið 
við 
kennarann!

Þarftu 

gagnrýna?

14 ára samstarf barninu til heilla
Ef leikskólinn er talinn með átt þú eftir að vera í samstarfi í við skóla vegna barnsins í 14 ár. Stundum gerist eitthvað í skólanum sem þér finnst orka tvímælis, barnið kemur kannski heim með sögu sem þér finnst skrítin. Hafðu í huga að alltaf eru að minnsta kosti tvær hliðar á hverju máli. Það er sjálfsagt og eðlilegt að hafa samband við kennara barnsins og heyra frásögn skólans af því sem gerðist áður en þú tekur afstöðu. 

Maður getur þurft að gagnrýna
Ef þú ert óánægð/ur með eitthvað sem gerist í skólanum er æskilegt að hinir fullorðnu reyni að leysa úr ágreiningnum sín á milli. Barnið verður óöruggt ef það heyrir þig gagnrýna kennara eða annað starfsfólk skólans fyrir framan barnið. Það er hins vegar mikilvægt að koma gagnrýni á framfæri þegar það á við. Æskilegt er að úr ágreining sé leyst jafnóðum og hann kemur upp. Gagnrýni þarf að koma á framfæri þannig að hægt sé að taka við henni. Mundu að skólinn og þú eruð samherjar sem starfið saman með hagsmuni barnsins í huga.

Þarftu 
að 
hrósa?
.. og maður þarf oft að hrósa
Á sama hátt og það er mikilvægt að koma á framfæri gagnrýni, er jafnmikilvægt að koma ánægju sinni á framfæri. Láttu skólann vita ef þú ert ánægð/ur. Hrósaðu skólanum ef þú getur. Setningar eins og: Honum líður vel í skólanum, hún hefur tekið miklum framförum, hafa góð áhrif á samstarfið og eru barninu þínu til framdráttar.
Skólans
hlutur
Skólinn má ekki láta sitt eftir liggja
Að sjálfsögðu þarf skólinn líkt og foreldrarnir að sinna ýmsum skyldum í samstarfi við foreldra, en það er efni í aðra grein.
Samstarf
heimilis og skóla
skiptir sífellt
meira máli
... verður sífellt mikilvægara
Gott samstarf milli heimilis og skóla hefur alltaf verið mikilvægt. Sennilega hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að vera í góðu samstarfi við skólann, þar sem samfélagið virðist í auknum mæli gera kröfu um að skólinn sinni ekki bara fræðslu heldur sé einnig uppeldisstofnun.
>>>>>>>>> Gangi þér vel! 
* Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók