Forsíða Ofvirknivefur Ofvirknibók |
Gylfi Jón Gylfason - 14.02.2003:yfirsálfræðingur og deildarstjóri sérfræðiþjónustu á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar |
Hvernig! |
Hvernig sinnir þú heimanáminu með barninu þínu? |
Tímasetning | Tímasetning Barnið ætti að læra á sama eða svipuðum tíma á hverjum degi. Til dæmis strax og barnið kemur heim að loknum skóladegi.. Best er að sinna heimanáminu áður en barnið er orðið þreytt. Barn sem er þreytt, hefur ekki ánægju af heimanáminu og er líklegt til að þræta við foreldra sína. |
Staðsetning | Staðsetning Margir staðir koma til greina, en æskilegt er að barnið temji sér að læra heima á einum stað en sé ekki á ferð um húsið. Sá staður sem valinn er þarf að henta barninu, lýsing þarf að vera góð og sæti og borð af réttri hæð. Mikilvægt er að foreldrar geti brugðið fljótt við ef barnið óskar aðstoðar. Mörgum hentar til dæmis vel að láta barnið læra við eldhúsborðið meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn. |
Hvernig | Hvernig Auðvitað þarf að setja skýr mörk en mikilvægast er jákvætt viðhorf. Hafðu hugfast að heimanámið er stór hluti þeirra samveru sem þú átt með barninu. Hrósaðu barninu þegar vel gengur og vertu ekki feiminn við það. Hafðu hugfast að hegðun sem fær jákvæða athygli er líklegri til að endurtaka sig. |
Nemandi ráðleggur foreldrum |
Undirritaður spurði nemanda í 5. bekk að því hvernig foreldrar ættu að hjálpa börnum
sínum við heimanám.
Svör nemandans og vangaveltur voru eftirfarandi: |
Til foreldra | Til foreldra:
|
Til barna |
Til barna:
|
Ég tek undir .. |
Undirritaður getur ekki annað en tekið heilshugar undir vangaveltur nemandans og vonar að foreldrar taki til sín ráðleggingar hans og fari eftir þeim. |
Heimanám
er þjálfun sem bætir námsárangur |
Hafið hugfast að tilgangur heimanáms er að þjálfa þá færni sem kennararnir legga inn í skólanum. Ef hún er ekki æfð gleymist hún og verður ekki eiginlegur hluti af því sem barnið getur. Ef heimanáminu er samviskusamlega sinnt, eykur það líkur á góðum námsárangri. |
Góðar vinnuvenjur gera gæfumuninn |
Með því að hjálpa barninu við heimanámið er verið að leggja grunninn að þeim vinnusiðum sem munu fylgja barninu alla ævi Ef barnið temur sér góðar vinnuvenjur frá fyrstu tíð aukast líkurnar á því að barninu vegni vel í framtíðinni. |
Lærum saman - það er gaman! |
Ef rétt er að staðið getur aðstoð við heimanám verið bæði foreldri og barni ánægjustund, ekki kvöð. Góða skemmtun. |
* | Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. |