Forsíða Ofvirknivefur Ofvirknibók |
Gylfi Jón Gylfason - 28.03.2003:yfirsálfræðingur |
galdur |
Notar þú verðlaun til að bæta námsárangur hjá barninu þínu? Sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að verðlauna námsástundun barna með efnislegri umbun. Hitt er ómótmælanlegt að hægt er að bæta námsárangur barna verulega með þessum hætti. |
galdur krefst vand- virkni |
Nauðsynlegt skipulag Þegar veitt eru verðlaun fyrir að barn hafi náð settu námsmarki þarf að útskýra fyrirfram fyrir hvað er verið að verðlauna. Þú þarft að segja nákvæmlega
Barnið þarf að langa í verðlaunin. Þetta virðist einfalt en er það þó ekki alltaf. |
Mistökin: - ógerleg markmið |
Algeng mistök eru til dæmis að setja barninu svo háleit markmið að barnið eigi ekki möguleika á að ná þeim. Dæmi um þetta væri að segja barni sem er slakur námsmaður að það fái ákveðna peningaupphæð fyrir hverja einkunn sem er yfir níu. Barnið þarf kannski að bæta sig um 3-4 heila í einkunn til að ná því markmiði sem velmeinandi foreldrar setja. Í tilfellum sem þessu er fyrirfram gefið að barnið nær ekki settu markmiði. Niðurstaðan er mikill sársauki og jafnvel niðurlæging á barninu sem beinlínis minnkar líkurnar á því að það sjái einhvern tilgang í að leggja sig fram við nám. |
Í rauninni vil ég umbuna við- horf og vinnu- brögð. |
Gerleg markmið sem
barnið ræður sjálft við að ná Það er til dæmis miklu áhrifaríkara að umbuna fyrir góðar námsvenjur heldur en fyrir ákveðnar einkunnir. Barnið getur verið óheppið á prófinu þótt það kunni góð skil á efninu. Barnið fengi þá hugsanlega ekki umsamda umbun þótt það hafi gert allt sem það átti að gera. |
Strax!!
eða Ekki seinkað, ekki flýtt, !!! |
Umbun smá og tíð - en
ekki ein í fjarlægri framtíð Önnur algeng mistök eru að láta of langan tíma líða milli þess sem barnið þarf að gera og að verðlaunin verði afhent. Dæmi um þetta er að hefja haustið með því að lofa barninu reiðhjóli ef það standi sig vel á samræmdu prófunum sem barnið á að þreyta um vorið. Fæst börn ná markmiði sem sett er fram með þessum hætti án aðstoðar fullorðinna. Stóra umbun af þessu tagi er skynsamlegt að búta í sundur þannig að barnið eigi raunhæfan möguleika á að ná þeim markmiðum sem það setur sér. Dæmi um þetta væri til dæmis að leggja ákveðna peningaupphæð inn á hjólasjóð í lok hverrar viku þar sem náminu hefur verið sinnt eins og um var samið. Það felur í sér að foreldrarnir fylgjast með námi barnsins í viku hverri og aðstoða þannig barnið við að ná því undirmarkmiði sem það hefur sett sér. Þegar jólaprófum er lokið væri hægt að kaupa hið umsamda hjól fyrir það fé sem barnið hefur safnað sér. |
Hvers- dags- lega umbunin er best |
Hversdagsumbunin Lítil verðlaun geta verið alveg jafn áhrifamikil og stór. Dæmi um verðlaun sem kosta ekki mikið gætu til dæmis verið... Að fá að ákveða hvað er í matinn, taka vídeóspólu á leigu eða poppa. Lítil verðlaun af þessu tagi er skynsamlegt að veita börnum í vikulok fyrir að hafa stundað skólann vel. Þegar fjölskyldan gerir sér dagamun er góð hugmynd að tengja góðar námsvenjur við það sem barnið langar til. Dæmi um þetta gæti verið. Við förum í bíó á morgun vegna þess að þú hefur staðið þig svo vel í heimanáminu. Við förum í húsdýragarðinn vegna þess hvað þið bræðurnir eruð búnir að standa ykkur vel. Við höfum uppáhaldsmatinn þinn í kvöld vegna þess að þú ert búin að leggja þig fram. Æskilegt er að nota sem verðlaun eitthvað sem þú ætlaðir hvort eð er að veita barninu þínu. |
Ef
barnið þarf að spyr sig: Ha? er hætta |
Barnið viti hvað var svona vel gert! Ef foreldri ákveður að verðlauna barnið er mikilvægt að beita samtímis lýsandi hrósi þ.e nefna það sem þú ert að umbuna fyrir og hrósa fyrir það. Lýsandi hrós er í setningum eins og
Hafðu hugfast að hegðun sem barninu er umbunað fyrir eykst hjá barninu. Þess vegna þarftu að umbuna fyrir góðar námsvenjur ef þú ætlar að bæta námárangur barnsins. |
>>>>>>>>> | Gangi þér vel |
* | Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. |