Forsíða Ofvirknivefur Ofvirknibók |
Gylfi Jón Gylfason - 25.09.2003:yfirsálfræðingur |
Halló! |
Úlfatíminn
frá því vinnu og leikskóla lýkur - þar til börnin eru sofnuð ... |
Halló! Hér er ég!! ... Heyrir enginn til mín!! |
Hvað er Úlfatími?
Ég kynntist hugtakinu úlfatími þegar ég starfaði sem sem sálfræðingur í Danmörku. Úlfatíminn varir frá þeirri stundu sem börn og fullorðnir koma heim úr vinnu og skóla og þangað til börnin eru sofnuð. Nafngiftin er dregin af því að á þessum tíma eru fjölskyldumeðlimir eins og úlfahópur að berjast um athygli hvers annars. Með því að skipuleggja úlfatímann vel getur þú dregið úr alvarleika ofvirknieinkenna hjá barninu þínu. Sú tækni sem þú hefur tileinkað þér á foreldranámskeiðum eins og til dæmis; SOS hjálp fyrir foreldra, Eirðarnámskeiðunum eða PMT, nýtist einnig betur ef þú skipuleggur úlfatímann vel. |
Útkeyrður og svangur! |
Allir þreyttir
Það er ekkert skrýtið þótt erfitt sé á úlfatímanum í fjölskyldum ofvirkra barna. Barnið og reyndar þú líka hefur lokið eðlilegum vinnudegi og þau verk sem unnin eru á úlfatímanum eru framkvæmd af fólki sem er orðið þreytt og jafnvel svangt líka. |
Mikið að gera ... |
Hvað gerist á úlfatímanum?
Það gengur líka mikið á. Ef þú þyrftir að sinna svona mörgum ólíkum verkefnum í vinnunni er líklegt að þú myndir kvarta við verkstjórann þinn undan því að þú værir undir miklu álagi, að vinnan væri samhengislaus, verkefnin ólík og að þú fengir ekki tækifæri til að sérhæfa þig í þeim verkefnum sem henta þér best.
|
Fyrst -
næst - og svo ...
Viltu ráða? |
Það skiptir máli í hvaða röð hlutirnir gerast
Það gefur auga leið að það skiptir máli í hvaða röð atburðir á úlfatíma eru framkvæmdir. Niðurröðun atburða á úlfatíma er á ábyrgð foreldra, ekki barnanna. Hlutverk okkar sem foreldra er að sjá um skipulag fyrir börnin okkar þangað til þau ráða við það sjálf. Ef um ofvirk börn er að ræða, þarf að halda utan um því sem næst allt sem þau gera frá því að þau vakna og þangað til þau sofna. Á úlfatímanum eru hinir fullorðnu verkstjórar og virkni barnanna á úlfatíma er viðhaldið með athygli foreldranna líkt og þegar verkstjóri gengur eftir því að þau verk sem liggja fyrir verði unnin. Úlfatíminn snýst einnig að stórum hluta til um völd - það er mikilvægt að verkstjórarnir/foreldrarnir ráði á heimilinu, geti gefið áhrifarík fyrirmæli og fylgt þeim eftir. Börn eru ótrúlega næm fyrir skipulagi. Hafðu ætíð hugfast að ef þú setur ekki rammann gerir það enginn. |
Góð ráð - finnum |
Nokkur húsráð
Hér á eftir fara nokkur húsráð sem ég veit að margir foreldrar nota til að létta sér lífið á úlfatímanum.
Listinn gæti auðvitað verið mikið lengri en aðalatriðið er að vera vakandi fyrir því hvernig þú getur gert þér lífið auðveldara með því að lagfæra skipulagið á úlfatímanum. |
Ávísun á vandræði ... |
Hann er orðinn nógu gamall til að sjá um þetta sjálfur
Ef barnið þitt uppfyllir greiningarskilmerki um ADHD skaltu gera ráð fyrir að það taki barnið þitt að minnsta kosti tveimur árum lengri tíma að tileinka sér færni jafnaldra sinna til að skilja og fara eftir skipulagi. Sum gera það seint eða aldrei og þá þarft þú að sjá um það þangað til barnið þitt flytur að heiman. Mikilvægasta dæmið um þetta er heimanámið. |
Eru börnin að horfa á sjónvarpið? Ágætt! Ert þú að |
Hvað þarf að varast?
Það sem þarf að varast er allt sem raskar skipulagi úlfatímans. Undirritaður er þeirrar skoðunar að á úlfatímanum fari best á því að sinna fyrst og fremst börnunum en láta eigin þarfir sitja á hakanum þangað til verkum er lokið. Dæmi um algeng mistök Fleiri dæmi má auðvitað telja til og þú getur áreiðanlega bætt mörgum við. Dæmin sem ég nefni í þessari grein eru öll raunveruleg og fengin af heimilum ofvirkra barna. |
Þinn verður að vera mátturinn !!! |
Lokaorð
|
>>>>>>>>> | Gangi þér vel. |
* | Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. |