Forsíða Ofvirknivefur Ofvirknibók |
Gylfi Jón Gylfason - 26.02.2004:yfirsálfræðingur |
* |
Breytt
samfélagsgerð eykur ábyrgð uppalenda |
Í örri þróun samfélagsins |
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi, sem er orðið fjölbreyttara en áður. Tilkoma internetsins, nýrra sjónvarps- og útvarpsstöðva sem hafa börn, unglinga og ungt fólk sem markhóp, gerir það að verkum að þessir hópar eru ekki í eins miklum tengslum við heim fullorðinna og fyrri kynslóðir. |
á öld hraðfara upplýsinga |
Kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi býr við frábær skilyrði sem eiga sér engan sinn líka í veraldarsögunni. Þetta er fyrsta kynslóðin sem á augnabliki hefur aðgang að allri þekkingu sem mannskepnan hefur aflað sér. Skólabörn geta á nokkrum mínútum sótt sér upplýsingar sem hefði tekið sérfræðing marga mánuði að safna saman fyrir aldarfjórðungi. Samfélagið einkennist af hraða, miklu aðgengi að upplýsingum og breytingum sem eru svo örar að erfitt er að sjá fyrir í hvaða átt samfélagið mun þróast. |
verður að laga uppeldis- og menntakerfi |
Æskilegt er að menntakerfið endurspegli þarfir þjóðfélagsins á hverjum tíma. Gefa þarf einstaklingum kost á að tileinka sér þá færni sem er nauðsynleg til að dafna í samfélaginu. |
að enn snjallari manngerð |
Breytt þjóðfélagsgerð kallar á nýja manngerð sem er fjölhæf og fljót að laga sig að nýjum aðstæðum. |
sem verður að ná sjálfstæði sínu gagnvart flóði upplýsinganna. |
Skólakerfið hefur reynt að koma til móts við breytta samfélagsgerð. Þess sér staði í breyttum kennsluháttum þar sem lögð er áhersla á frelsi einstaklingsins og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þar er að finna hluta skýringar á því hvers vegna agavandamál eru að aukast í skólum landsins. |
Sú sjálfstæðiskennsla gerir nýjar kröfur til kennara og foreldra |
Varla er hægt að þjálfa sjálfstæði nema gefa börnum lausari taum. Heimilin færast í sömu átt. Foreldrar veita meira frelsi og þurfa því að beita sér meira en áður til að halda boðvaldi yfir börnum sínum. Börn í dag eru tilbúnari en áður að véfengja hvort kennari, foreldrar eða aðrir fullorðnir hafi boðvald yfir þeim. |
Skóli og heimili verða að semja og standa saman um reglur og gildi |
Uppalendur verða að bregðast við breyttri þjóðfélagsgerð og gera gott samfélag betra með því að taka ábyrga afstöðu og koma henni á framfæri sem víðast. Foreldrar og skóli þurfa að setja niður fyrir sér hvaða gildum og hegðunarreglum á að miðla milli kynslóða. Það er nauðsynlegt vegna þess að hin nýja þjóðfélagsgerð gefur börnum og unglingum kost á að velja sig frá fullorðinsheiminum, sem aftur þýðir að hætta er á að eðlilegur tilflutningur á grunnviðmiðum og gildum samfélagsins miðlist ekki með eðlilegum hætti milli kynslóðanna. |
og |
Öruggir snertifletir barna við fullorðinsheiminn eru foreldrar og skóli. Heimili, skóli og aðrir sem koma að uppeldi, bera sameiginlega ábyrgð á því að miðla leikreglum samfélagsins til nýrrar kynslóðar. |
* | Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. |