Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Gylfi Jón Gylfason - 20.05.2005:

yfirsálfræðingur 
á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar

Mbl-29.05.05

Íslendingar heimsmeistarar í uppeldi?
Alþingismenn
taka þátt
í umræðunni

Til eru
ýmis úrræði

Alþingismenn lýstu um daginn áhyggjum sínum
yfir því hvað notkun lyfja við ofvirkni hefur aukist. Við erum orðin heimsmeistarar í notkun ritalins og skyldra lyfja. Skoða þarf af hverju við eigum þetta heimsmet. Taka þarf ákvörðun um, hvort halda á þessu heimsmeti eða draga úr lyfjanotkuninni.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að beita eigi lyfjagjöf við ofvirkni að gefnum ákveðnum skilyrðum, en ef það er sameiginleg niðurstaða okkar Íslendinga að við viljum draga úr lyfjanotkun, verðum við að byggja upp þau forvarnar og meðferðarúrræði sem minnka lyfjanotkun.

Sálfræðin
vísar
veg
Vönduð úrræði sem draga úr lyfjanotkun eru til
Til eru rannsóknir sem sýna að hægt er að meðhöndla marga sjúkdóma án lyfja. Sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi virkar til dæmis jafnvel og lyfjagjöf.
Hægt er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér þunglyndi með aðferðum sálfræðinnar.
Til eru
aðferðir og
tækni
Til eru kennsluaðferðir og uppeldistækni sem draga úr einkennum ofvirkni
Hægt er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðunarörðugleika með því að kenna uppeldistækni.
Ekkert
gerist
af
sjálfu sér

*

það þarf
bæði

og
fyrirhöfn

*

það þarf

byrja

*

hér eru
talin
fyrstu
skrefin

Það þarf að taka til hendi
Kannski erum við Íslendingar svo sinnulausir að við horfum framhjá þessum úrræðum, eða við einfaldlega tímum ekki að verja þeim fjármunum sem þarf til að við getum byggt upp þjóðfélag sem setur fjölskylduna og mannauðinn í forgang. Þessi úrræði eru til og hafa verið til lengi. Ég leyfi mér hér að tína til nokkur dæmi um það sem ég tel að við verðum að laga.
  • Á sama tíma og það er ekkert mál að fara til læknis og fá niðurgreidd lyf og læknisþjónustu vegna þunglyndis og kvíða, er ekki hægt að að fara til sálfræðings og sækja sér niðurgreidda lyfjalausa meðferð sem getur virkað jafnvel og lyfin.
  • Að draga úr hegðunarörðugleikum með því að kenna foreldrum uppeldistækni er ekki gert markvisst.
  • Ekki er skimað markvisst eftir börnum með forstigseinkenni þunglyndis.
  • Ákveðnum hópi foreldra þarf að fylgja eftir til að þeir nýti sér þær uppeldisaðferðir sem virka gegn hegðunarörðugleikum. Það er ekki gert á samræmdan hátt.
  • Skólastarf er ekki aðlagað að þörfum ofvirkra nemenda eða nemenda með hegðunarvandamál. Mörgum börnum hentar illa að vinna í stórum hópum líkt og í almennri bekkjardeild. Sveigjanleika vantar svo að skólastarf rúmi þessa nemendur betur og geri þeim fært að vinna hluta vinnu sinnar í minni hópum í skipulögðu umhverfi.
  • Sérúrræði þurfa að vera fyrir hendi fyrir nemendur með erfiðustu einkennin. Í þeim málum erum við langt á eftir frændum okkar í Skandinavíu, þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.
  • Forsenda þess að veita rétta meðferð er að vita hvað er að. Þegar þetta er skrifað er biðlisti til Greiningar og Ráðgjafarstöðvar Ríkisins inn á sum sviðin talinn í árum, ekki vikum eða mánuðum.
  • Svipaða sögu er að segja af Barna og Unglingageðdeild Landsspítalans. Þar eru langir biðlistar bæði eftir innlögn og göngudeildarþjónustu.

Fleira mætti tína til og útlista betur, en ég læt þetta nægja í bili plássins vegna.

Kosta verður
þá þjónustu
sem koma á
í stað
lyfja
Bætum úrræðin til að draga úr lyfjanotkun
Ef draga á úr lyfjanotkun verður að styrkja þau úrræði sem geta komið í stað lyfja. Svo einfalt er það. Ég tel mikilvægast að styrkja úrræði í heimabyggð, vegna þess að meðferðar og forvarnarvinna sem fer fram í nánasta umhverfi barnsins skilar að öllu jöfnu bestum árangri. Á sama tíma þarf auðvitað að styrkja þau sértæku úrræði sem taka við þegar erfiðleikar barnsins eru svo alvarlegir að ekki tekst að koma böndum á erfiðleika barnsins í heimabyggð.
Byrja
þarf
svona
Það sem þarf að gera að lágmarki er eftirfarandi:
  • Útvíkka hlutverk heilsugæslu og ráða faghópa sem sérhæfa sig í meðferð án lyfja.
  • Styrkja og auka við þátt félagsþjónustunnar í heimabyggð.
  • Styrkja sérfræðiþjónustu skóla og breyta reglugerð. Í dag er sálfræðingum hjá sérfræðiþjónustu skóla ekki ætlað að sinna meðferð, einungis ráðgjöf.
  • Styrkja Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
  • Niðurgreiða sálfræðiþjónustu í gegnum Tryggingastofnun eins og læknisþjónustu.
  • Styrkja kennaramenntunina og laga kennsluna betur að þörfum hvers og eins.
  • Skýra og samræma laga og reglugerðarumhverfi þannig að kerfin sem koma að málefnum barna geti starfað saman með samræmdum hætti.
Fyrst að
alþingismenn
tóku til máls

má ef til vill
vænta þess
að þeir
fylgi
málinu
eftir
og opni
sjóðinn

Lokaorð
Við Íslendingar þurfum að taka ákvörðum um hvernig við ætlum að búa að æsku þessa lands. Börn með geðræn vandkvæði þurfa oft lyf, en önnur úrræði eru til, sem einnig virka vel. Ef draga á úr lyfjagjöf verður að beita þeim úrræðum. Með því að verja fé til forvarna og uppeldis minnkum við lyfjanotkun.

Útlistanir á því sem þarf að gera, hafa lengi legið fyrir í ráðuneytum sem koma að málefnum barna. Mér var það þess vegna ánægjuefni að sjá að alþingismenn og ráðherrar tóku þátt í umræðunni um lyfjagjöf á þingi um daginn. Sú umræða hlýtur að endurspegla vilja þeirra til verka, fjárveitingavaldið ætlar sér greinilega að veita fé til þeirra úrræða sem draga úr lyfjanotkun.

Losum okkur við heimsmeistaratitilinn í lyfjanotkun og verðum heimsmeistarar í uppeldi í staðinn..

*

Gylfi Jón Gylfason er yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók