Forsíða Ofvirknivefur Ofvirknibók |
Gylfi Jón Gylfason - 20.05.2005:yfirsálfræðingur |
Mbl-29.05.05 |
Íslendingar heimsmeistarar í uppeldi? |
Alþingismenn taka þátt í umræðunni Til eru |
Alþingismenn lýstu um daginn áhyggjum sínum yfir því hvað notkun lyfja við ofvirkni hefur aukist. Við erum orðin heimsmeistarar í notkun ritalins og skyldra lyfja. Skoða þarf af hverju við eigum þetta heimsmet. Taka þarf ákvörðun um, hvort halda á þessu heimsmeti eða draga úr lyfjanotkuninni. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að beita eigi lyfjagjöf við ofvirkni að gefnum ákveðnum skilyrðum, en ef það er sameiginleg niðurstaða okkar Íslendinga að við viljum draga úr lyfjanotkun, verðum við að byggja upp þau forvarnar og meðferðarúrræði sem minnka lyfjanotkun. |
Sálfræðin vísar veg |
Vönduð úrræði sem draga úr lyfjanotkun eru til Til eru rannsóknir sem sýna að hægt er að meðhöndla marga sjúkdóma án lyfja. Sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi virkar til dæmis jafnvel og lyfjagjöf. Hægt er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér þunglyndi með aðferðum sálfræðinnar. |
Til eru aðferðir og tækni |
Til eru kennsluaðferðir og uppeldistækni sem draga úr
einkennum ofvirkni Hægt er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðunarörðugleika með því að kenna uppeldistækni. |
Ekkert gerist af sjálfu sér * það þarf * það þarf * hér eru |
Það þarf að taka til hendi Kannski erum við Íslendingar svo sinnulausir að við horfum framhjá þessum úrræðum, eða við einfaldlega tímum ekki að verja þeim fjármunum sem þarf til að við getum byggt upp þjóðfélag sem setur fjölskylduna og mannauðinn í forgang. Þessi úrræði eru til og hafa verið til lengi. Ég leyfi mér hér að tína til nokkur dæmi um það sem ég tel að við verðum að laga.
Fleira mætti tína til og útlista betur, en ég læt þetta nægja í bili plássins vegna. |
Kosta verður þá þjónustu sem koma á í stað lyfja |
Bætum úrræðin til að draga úr lyfjanotkun Ef draga á úr lyfjanotkun verður að styrkja þau úrræði sem geta komið í stað lyfja. Svo einfalt er það. Ég tel mikilvægast að styrkja úrræði í heimabyggð, vegna þess að meðferðar og forvarnarvinna sem fer fram í nánasta umhverfi barnsins skilar að öllu jöfnu bestum árangri. Á sama tíma þarf auðvitað að styrkja þau sértæku úrræði sem taka við þegar erfiðleikar barnsins eru svo alvarlegir að ekki tekst að koma böndum á erfiðleika barnsins í heimabyggð. |
Byrja þarf svona |
Það sem þarf að gera að lágmarki er eftirfarandi:
|
Fyrst að alþingismenn tóku til máls má ef til vill |
Lokaorð Við Íslendingar þurfum að taka ákvörðum um hvernig við ætlum að búa að æsku þessa lands. Börn með geðræn vandkvæði þurfa oft lyf, en önnur úrræði eru til, sem einnig virka vel. Ef draga á úr lyfjagjöf verður að beita þeim úrræðum. Með því að verja fé til forvarna og uppeldis minnkum við lyfjanotkun. Útlistanir á því sem þarf að gera, hafa lengi legið fyrir í ráðuneytum sem koma að málefnum barna. Mér var það þess vegna ánægjuefni að sjá að alþingismenn og ráðherrar tóku þátt í umræðunni um lyfjagjöf á þingi um daginn. Sú umræða hlýtur að endurspegla vilja þeirra til verka, fjárveitingavaldið ætlar sér greinilega að veita fé til þeirra úrræða sem draga úr lyfjanotkun. Losum okkur við heimsmeistaratitilinn í lyfjanotkun og verðum heimsmeistarar í uppeldi í staðinn.. |
* |
Gylfi Jón Gylfason er yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. |