RFr 2001 Forsíða Ofvirknivefur Ofvirknibók |
Ragna Freyja
Karlsdóttir: sérkennari barna og unglinga með tilfinningalega-, félagslega- og geðræna erfiðleika. |
Já-bókin Hér eru leiðbeiningar um notkun Já-bókarinnar |
|
1 |
Nemandinn á þessa bók. Hann vill eiga hana. Hann fer í bókabúðir og leitar uns hann finnur bók sem honum þykir falleg og hann vill nota í þessum tilgangi. |
2 |
Í skólanum er það kennarinn sem skrifar í bókina. Hann tekur sér tíma í lok skóladagsins og ræðir við nemandann. "Jæja, nú er þessi skóladagur að verða búinn. Hvað fannst þér skemmtilegast og hvað fannst þér fróðlegast af því sem þú varst að gera í dag? - Við skulum setja tvö atriði í bókina!" - og það sem nemandinn nefnir skrifar kennarinn í bókina ásamt jákvæðri umsögn um athygli, eftirtekt og þátttöku eða hvað annað sem þar við tengist. |
3 strax lesa foreldrarnir umsögnina |
Strax og nemandinn kemur heim úr skólanum fá foreldrarnir að lesa í Já-bókinni það sem kennarinn skrifaði. Þeir gleðjast yfir því sem þeir lesa og ræða um það og fá nánari lýsingu á því sem fram fór og hvað það var sem var fróðlegt, skemmtilegt, spennandi, ánægjulegt osfrv.. |
4 heima skrifa foreldrar |
Heima skrifar foreldrið í bókina. Bókin er tekin fram um kvöldið. "Hvað eigum við að skrifa um í dag?" og rætt er um það sem nemandinn vill segja bókinni frá. Í hana er skrifað um tvö atriði sem honum þykja eftirminnileg ásamt jákvæðri umsögn foreldrisins um viðhorf, áhuga og þátttöku nemandans. |
5 strax les kennarinn umsögnina |
Svo fljótt sem kennarinn getur komið því við á morgni skóladagsins fær hann að lesa Já-bókina og gefur jákvæða umsögn af því tagi að nemandinn skilur að kennarinn hefur lifað sig inn í það sem segir í bókinni. |