Forsíða GÓPfrétta
Ofvirknivefur
Ofvirknibók

Er hér á 
ferðinni 
töfraleið 
til lausnar?

Hvað er 
höfuðbeina- og spjaldhryggs 
(
Cranio-Sacral) 
meðferð ?

GÓP-fréttum hefur borist ensk kynning á vef sem styður þetta fyrirbæri. 
Í kynningunni segir - hér dálítið samþjappað

The Association for Comprehensive NeuroTherapy (ACN) is known for providing the latest information on complementary and advanced and non-toxic treatments for autism, Tourette syndrome, ADHD, and learning problems. 

Vísað er til vefs þeirra: www.Latitudes.org og www.Latitudes.org/acntoday.html

GÓP-fréttir 

spyrja 

Gylfa Jón 
Gylfason,

 yfirsálfræðing 
og deildarstjóra
sérfræðiþjónustu 
hjá 
skólaskrifstofu
Reykjanesbæjar

Viltu kanna vef ...

- ef til vill flýtir fyrir að hoppa beint í 10 tips fyrir ADHD -

http://www.latitudes.org/articles/10_tips.html

Heilmikil vinna lögð í hann. Virðist að ýmsu leyti nytsöm umgengnis- og aðstoðar-ráðgjöf. 
Non-Toxic er mér dálítið spurnarmál svo og ýmsar fullyrðingar sem þar er að finna um viðfangsefnið. 

Viltu athuga þennan vef og gefa honum einkunn - eða umsögn - ef hann er svo nytsamur að vísandi sé í hann.

Gylfi Jón 
Gylfason
svarar
21. ágúst 2002
Það er ekki nema sjálfsagt að foreldrar ofvirkra barna athugi hvort að börn þeirra séu viðkvæm fyrir einhverjum tegundum fæðu.  Ég hef hitt slík börn en þau eru því miður vil ég segja afskaplega sjaldgæf.

Hins vegar er ljóst að þessar fullyrðingar sem eru settar fram um ágæti Cranio-Sacral meðferðar, mataræði osfrv.  á þessum vef hafa afskaplega takmarkaðar kenningalegar stoðir svo ekki sé meira sagt. Það sem ég hef undir höndum bendir allt eindregið í sömu átt. Það er tvennt sem virkar. Annars vegar meðvituð umhverfisstjórnun líkt og þekkist td. í atferlismeðferð og svo lyfjagjöf.

Ég ráðlegg því eindregið foreldrum að sitja námskeið í þeim aðferðum sem vitað er að virka en sneiða hjá hinu. Fólk sem heldur öðru fram er yfirleitt að reyna að selja eitthvað, eða er á móti þeirri meðferð sem í boði er á siðferðilegum forsendum.  

Ónefndur kollegi minn lýsti gagnsemi Cranio-Sacral meðferðar  við ofvirkni með þeim orðum að það sem væri gott við hana væri að hún væri atvinnuskapandi, en að peningum foreldra væri í 99% tilvika betur varið í það að sitja námskeið hjá Eirð eða samsvarandi námskeið. Hér er  auðvitað kveðið fast að orði, en staðreynd málsins er sú að það er einungis hægt að halda einkennum í skefjum en ekki lækna ADHD.

Læknum og sálfræðingum ber að mæla með þeim aðferðum sem vitað er að virka og búið er að raunprófa með vísindalegum aðferðum. Sá vísindalegi grunnur og árangur sem þarf til að ráðleggja breytingar á mataræði og Cranio-Sacral sem úrræði við ADHD er einfaldlega ekki fyrir hendi. Vegna þess treysta sálfræðingar og læknar sér ekki til að mæla með þessum meðferðaraðferðum við þessum kvilla.

Bestu kveðjur - 

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók