Forsíða GÓPfrétta Er hér á |
Hvað er
|
GÓP-fréttir spyrja
Gylfa Jón yfirsálfræðing |
Viltu kanna vef ...
- ef til vill flýtir fyrir að hoppa beint í 10 tips fyrir ADHD - |
Gylfi Jón Gylfason svarar 21. ágúst 2002 |
Það er ekki nema sjálfsagt
að foreldrar ofvirkra barna athugi hvort að börn þeirra séu viðkvæm
fyrir einhverjum tegundum fæðu. Ég hef hitt slík börn en þau eru því
miður vil ég segja afskaplega sjaldgæf.
Hins vegar er ljóst að þessar fullyrðingar sem eru settar fram um ágæti Cranio-Sacral meðferðar, mataræði osfrv. á þessum vef hafa afskaplega takmarkaðar kenningalegar stoðir svo ekki sé meira sagt. Það sem ég hef undir höndum bendir allt eindregið í sömu átt. Það er tvennt sem virkar. Annars vegar meðvituð umhverfisstjórnun líkt og þekkist td. í atferlismeðferð og svo lyfjagjöf. Ég ráðlegg því eindregið foreldrum að sitja námskeið í þeim aðferðum sem vitað er að virka en sneiða hjá hinu. Fólk sem heldur öðru fram er yfirleitt að reyna að selja eitthvað, eða er á móti þeirri meðferð sem í boði er á siðferðilegum forsendum. Ónefndur kollegi minn lýsti gagnsemi Cranio-Sacral meðferðar
við ofvirkni með þeim orðum að það sem væri gott við hana væri að
hún væri atvinnuskapandi, en að peningum foreldra væri í 99% tilvika
betur varið í það að sitja námskeið hjá Eirð eða samsvarandi námskeið.
Hér er auðvitað kveðið fast að orði, en staðreynd málsins
er sú að það er einungis hægt að halda einkennum í skefjum en ekki lækna
ADHD. |