GÓP-fréttir


Kröfulýsing fyrir
töflureiknihlutann í Excel

Hægt er að taka stöðupróf í notkun töflureiknis. Hér kemur kröfulýsing sem miðuð er við töflureikniforritið Excel frá Microsoft.
Leiðbeiningar um Excel-nám fyrir byrjendur, markmiðalista, námsáætlun og Gátlista færðu í Vefskólanum

Gátlistinn er yfir atriði sem gott er að hafa gát á - og lesa áður en unnið er viðkomandi verkefni í bókinni Excel-2000 eftir Brynjólf Þorvarðarson.
Atriðalisti:
Nemandinn þarf að kunna skil á - þ.e.: vita hvað merkir og hvað við er átt:

  • Töflureikniforrit, hjálp, einstakir hlutar skjásins, hamir, aðdráttur/stærðarstilling með zoom, tafla, skjal, mappa (og mappan favorities), diskur, skífa = disklingur, skífudrif, prentskoðun, prentun, vistun, opna skjal, loka skjali, eyða skjali, leita, leita og skipta, lagfæra innritaðan texta og tölur, verja skjal með leyniorði, bókstafir, velja = blokka, jöfnun (vinstri, miðjun, hægri) leturtegund, serif, leturstærð, feitletrun, skáletrun, undirstrikun, stilla útlit reits/svæðis, spássía, rammi, línur, skuggi af línu og ramma, litir, mynstur, afritun, líming, draga og sleppa, sjálfvirk leiðrétting, pappírsstærð, síðuhaus, síðufótur, síðunúmer, teikning, mynd, stílblað, fjölvi, formúlur, tilvísun föst eða afstæð, nafn á reit, nafnreitur, formúlulína, summuhnappur, röðun, hnappastika, breyta breidd dálks og línu, skjóta inn reit (reitum, línu eða dálki), hreinsa reit (reiti, línu, dálk), graf (súlurit, línurit, kökurit).

Nemandinn þarf að geta framkvæmt hiklaust á tölvu og útskýrt fyrir kennara:

  • Opna skjal af skífu eða einhverri möppu, prentskoða, prenta, vista, vista með leyniorði og loka skjali og eyða skjali af skífu og af hörðum diski. Hætta í Excel þannig að forritið taki til eftir sig.
  • Feitletra, undirstrika, skáletra. Skipta um leturgerð og leturstærð. Nota Bakk-hnappinn (Backspace) og Del-hnappinn (Delete).
  • Blokka = afmarka reiti með mús og með hneppingum. Vinna með blokkað svæði: blokka, afrita, færa milli staða og milli skjala, breyta útliti, eyða.
  • Prenta skjal, eina síðu úr skjali eða blokkaðan hluta úr skjali.
  • Nota mismunandi aðdrátt. Jafna texta vinstra megin, hægra megin og miðja.
  • Ramma inn reiti eða setja um þá strik undir, ofan eða til hliðar svo og bakgrunnslit og leturlit. Nota allar gerðir, liti, þykktir og skyggingar eins og forritið leyfir.
  • Stilla spássíur, breyta stærð blaðsíðunnar og prentstefnu. Setja inn blaðsíðunúmer, sjálfvirka dagsetningu, neðanmálsgreinar, aftanmálsgreinar og haus og fót.
  • Kunna að leita og skipta, nota Auto Correct og Auto Text, taka inn myndir og nota Text Box.
  • Búa til og nota einfalda fjölva.
  • Nota ýmis önnur atriði sem til kunna að vera tekin í prófi.
Æfing:
Þegar tími gefst til er áætlað að setja hér inn æfingu sem tekur til flestra þeirra þátta sem prófaðir verða.
>> Sendu mér netpóst ef þig vantar verkefnið

GÓP-fréttir