GÓP-fréttir

Uppfært
18.11.99


Vefskólinn:

Excel - skil:
hvað spyr kennarinn um?

Hvað er það sem kennarinn spyr um þegar nemendur skila verkefnum úr Excel - sem eru í fullkomnu lagi?

Hér er dálítið sýnishorn:

Verkefni 1 Eru formúlur í þeim reitum sem eiga að geyma formúlur?
Verkefni 3 Kanntu að afrita? Veistu til hvers merkið $ er notað? Hvað merkir tilvísun? en föst tilvísun?
Verkefni 4 Kanntu að brjóta textalínu inni í reit?
Verkefni 5 Kanntu að finna út hversu miklu það munar að fá hálfu prósenti meiri vexti?
Verkefni 6 Hvaða tafla reiknar út þína ævidaga? mömmu þinnar? pabba þíns?
Verkefni 7 Notaðirðu $-merkið? Til hvers? Lagðirðu saman í lokin?
Verkefni 8a Sóttirðu skjalið á netið? Veistu hvað neðsta línan merkir? Hvernig veistu hvort þessi áætlun er raunhæf?
Verkefni 8b Hendum grafinu. Búðu það til aftur og láttu nöfn og prósentur birtast.
Verkefni 9 Hendum grafinu og þú býrð til nýtt.
Verkefni 10 Hafðu núll í reitnum sem geymir fjölda framleiddra eininga. Keyrðu Solver og finndu hvar hann stoppar. Hvers vegna stoppar hann? Hvernig er hægt að láta hann finna þann fjölda framleiðslueininga sem skilar mestum hagnaði?
Verkefni 11 Hvenær notar maður Goal Seek ?
Verkefni 12 Hendum grafinu og þú býrð til nýtt.
Verkefni 13 Hvaða brögðum beittirðu til að koma linest-formúlunni í báða reitina?
Verkefni 14 Þú hefur þó ekki sett inn beinar línur? Hendum nálguninni og þú setur aðra inn - með formúlu og R-square. Prófaðu ýmsar gerðir uns þú finnur þá sem hefur R2 sem næst 1,0.
Verkefni 15 Breyttirðu dagsetningunum í mánaða-töflunni svo að hún nái yfir þetta ár? Settirðu inn textana sem skýra tölurnar neðst í töflunni?

Efst á þessa síðu * Forsíða