Málum
blokkina!
|
Það eru 42 íbúðir í Bjarkarsmára 217 og gjaldkera húsfélagsins er falið að
gera fyrstu áætlun um kostnað við að mála húsið að utan. Hann skoðar
teikningar af húsinu, hefur sambandi við verslanir, vinnuvélaleigur og
málningameistara og aflar upplýsinga til að vinna úr. Hér er niðurstaðan:
- Húsið er áfast jafnháum húsum við Bjarkarsmára 215 og 219. Það eru
því aðeins tvær hliðar sem þarf að mála.
- Þetta er 11 hæða hús með fjórum íbúðum á hverri hæð nema tveimur á
jarðhæð. Á hverri íbúð eru fjórir gluggar sem að meðaltali eru 1,8
fermetrar að stærð.
- Þakið er lítið hallandi og heildarstærð þess er 400 fermetrar.
- Hæð hússins er samtals 33 metrar og lengd hvorrar hliðar sem á að mála
er 30 metrar.
- Málningin á veggina kostar 1100 kr hver lítri. einn lítri þekur 15
fermetra.
- Þakmálningin kostar 1800 kr hver lítri. Einn lítri þekur 15 fermetra.
- Gluggamálningin kostar 1500 kr. hver lítri. Einn lítri dugar á 4 glugga.
- Í vinnureikningum er miðað við að á einum klukkutíma máli einn maður
máli 15 fermetra ef hann er að mála sléttan vegg eða þak en ef hann er
að mála glugga geti hann lokið tveimur af þeirri stærð sem er á húsinu.
Meðtalin er vinna við að hreinsa málningu og óhreinindi af glugganum í
lokin.
- Óvíst er hversu mikla undirvinnu þarf en gjaldkerinn ákveður að gera ráð
fyrir að hún taki jafnmikinn tíma og það að mála húsið eina umferð.
- Hagkvæmast er að leigja körfubíl til að halda uppi körfu sem tekur tvo
menn. Leigan er 15.900 kr. á tímann þegar um langtímaleigu er að ræða.
Það kallast langtímaleiga þegar bíll er leigður lengur en í heilan dag
samfellt. Annars kostar hann 19.890 á tímann.
- Efni til undirvinnu áætlast kr. 120.000 og tækjaleiga við undirvinnu er
kr. 3.000 á tímann - fyrir utan körfubílinn.
- Meðalkaup starfsmanns reiknast kr. 1090 á tímann með öllum áföllnum
kostnaði .
- Virkur vinnutíminn er frá kl. 8:00 á morgnana til 18:00 á kvöldin að
frádregnum samtals 2 klst í mat og kaffi og önnur fráhvörf.
- Ákveðið hefur verið að mála tvær umferðir á alla fleti.
- Ákveðið hefur verið að semja við verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen
um að annast gerð verksamnings og hafa eftirlit með framvindu verksins.
Taka skal út sérhvern verkþátt og staðfesta hvort verktakinn er á áætlun
eða hvort beita skuli viðurlögum vegna seinagangs. Fyrir þetta er greitt
5% af samanlögðum öðrum kostnaði við verkið og virðisaukaskattur
leggst þar ofan á. Virðisaukaskatturinn er 24,5%.
|