Forsíða
Reiknitorg
Vefskólans


 Dæmi úr 
Kennslubók í algebru 
eftir Ólaf Daníelsson
Góða skemmtun!

Efni:

Dæmi
og
lausnir
úr
Kennslu-
bók í
algebru
eftir
Ólaf
Daníels-
son

Úr
fyrsta
formála

 

Efnisyfirlit: 
Æfingar 1  

með svörum 

1. Samdráttur - alls 50 dæmi
  • 25 dæmi - samdráttur: 
    rita summu-, frádráttar- og sviga-stæður á sem einfaldastan hátt.
  • 19 dæmi - orðuð dæmi af sömu gerð og hin fyrri.
  • 4 dæmi - leysa einfaldar jöfnur með einni óþekktri stærð.
  • 2 dæmi - einfaldar óuppsettar jöfnur með einni óþekktri stærð.
Æfingar 2  

með svörum 

 

2. Margföldun - alls 70 dæmi 
  • 34 dæmi - einfaldir þættir, og með formerkjum, og svigastærðir, og veldastærðir.
  • 17 dæmi - samokaregla og ferningsregla tveggja liða og þriggja liða stærða.
  • 19 dæmi - vinnumeiri margfaldanir og samdráttur liðastærða þar sem unnt er að nota samokareglu og ferningsreglu með ýmsum hætti til að létta undir.
Æfingar 3

með svörum 

3. Þáttun - alls 98 dæmi
  • 16 dæmi - ferningsreglan 
  • 23 dæmi - samokareglan 
  • 11 dæmi - sömu reglur með lítilli flækjuviðbót 
  • 35 dæmi - margfeldi tveggja ólíkra svigastærða
  • 13 dæmi - dálítið flæktari sambönd
Æfingar 4

með svörum 

4. Margföldun, stytting, einföldun - alls 14 dæmi
  • Margfeldi og deiling þátta, svigastærða, brota og brotabrota. Reikningar á brotastriki.
Æfingar 5
með svörum 
5. Deiling liðastærða - alls 20 dæmi. 
Æfingar 6
með svörum 
6. Samdráttur almennra algebrubrota - alls 44 dæmi.

Þetta eru nokkuð vinnufrek dæmi þar sem nákvæmni er mikilvæg og í svörunum er hvert þeirra reiknað og leyst skref fyrir skref til að þú getir gert þér glögga grein fyrir hvernig farið er að. 

Æfingar 7
með svörum 
7. Jöfnur - uppsettar - alls 42 dæmi.
Æfingar 8a 8a. Óuppsettar jöfnur - alls 12
- - - útreiknuð sýnidæmi
Æfingar 8
með svörum
8. Óuppsettar jöfnur - alls 31 dæmi. 
Æfingar 9
með svörum
9. Óuppsettar jöfnur - alls 11 dæmi. 
Æfingar 10
með svörum
10. Uppsettar og óuppsettar jöfnur með fleiri óþekktum - alls 26 dæmi. Svör fylgja
Æfingar 11 11. Uppsettar og óuppsettar jöfnur - alls 7 dæmi. Svör fylgja.
Æfingar 12
með svörum 
12. Veldareikningar - alls 10 dæmi.

Sæktu veldareglurnar og prentaðu þær út!

Svörin eru leiðbeinandi um aðferðir. 

Æfingar 13
með svörum 
13. Heiltölu-æfingar - alls 13 dæmi.

Svörin leiðbeina um aðferðir.

Æfingar 14
með svörum
14. Rætur, tugabrot, annars stigs jöfnur - alls 23 dæmi. 
III.
útgáfa
1951

Útg.:
Ísa-
foldar-
prent-
smiðja

Ólafur Daníelsson  
segir í upphafi formála síns að fyrstu útgáfu bókarinnar: 

Kennslubók í algebru

að er í rauninni öldungis undravert hversu lengi íslenskir kennarar hafa látið sér lynda að kenna stærðfræði hér í skólunum á danskar bækur. Mönnum er ef til vill ekki ljóst að þetta sé neitt athugaveðara heldur en að kenna aðrar greinar, t.d. landafræði, á erlendum málum. Hér er þó allt öðru máli að gegna því að stærðfræðin er sú eina æfing í hreinni rökfræði (Logica formalis), sem skólarnir veita. Um þetta held ég að verði ekki deilt. En að Íslendingar byrji að æfa sig í rökfræði á dönsku í stað þess að æfa hana á eigin móðurmáli, því má hver hæla sem vill fyrir mér. Við það bætist einnig að málið á slíkum ritum hlýtur að vera þungt, að minnsta kosti svo þungt, að eigi má ætlast til að unglingar þeir sem skólana sækja skilji það til hlítar - svo hárfínum skilningi sem rökfræðin og stærðfræðin einatt heimta. 

Þegar ég var í skóla mun mjög hafa skort á það að betri hluti nemenda skildi inngang algebrunnar, hvað þá hinir. Og ég býst við að segja megi það sama enn. Ég hef meira að segja orðið þess var um nemendur sem lært hafa utan skólanna að þeir hafi komið til gagnfræðaskólaprófs þannig undirbúnir í algebru að þeir hafa kannski aðeins leyst úr  æfingunum en þekkja alls ekki grundvöll merkjamálsins, hafa stundum enga tilsögn fengið í slíku. Þetta sýnir að ýmsum þeim sem við kennslu fást er alls eigi ljós tilgangur þessarar greinar, halda að þýðing hennar sé fólgin í því að nemendur verði færir um að leysa úr talnagátum eða eitthvað þess háttar. En stærðfræðin er fyrst og fremst sjálfstæð vísindagrein, sú fullkomansta sem til er, - og auk þess eru ýmsar aðrar höfuðgreinar vísindanna, einmitt þær sem mesta þýðingu hafa haft fyrir menningu nútímans svo sem eðlisfræði, statistik, stjörnufræði osfrv., svo að segj allar ritaðar á merkjamáli algebrunnar svo að þeim, sem eigi kann hana, eru öll þessi fræði að mestu leyti lokuð bók.

....  ".

Efst á þessa síðu * Forsíða  * Reiknitorg