GÓP-fréttir
Forsíða

Til baka í leiðarvísinn * Vefskólinn

Markmiðsskilgreiningar
fyrir samræmt grunnskólapróf í stærðfræði

B: Prósentur og hlutföll
Skilgreiningar

Hvað þarf að þekkja?

Kunna utan að

Hvað þarf að kunna utan að?

Reikniaðgerðir

Hvað þarf að kunna að reikna?

Skilgreiningar

Hverjir eru í
stærðfræði-
partíinu?

Gestirnir

Aðilar þessa B-hluta stærðfræðinnar eru hér með boðnir í partí. Þeir eru þessir - en sjálfsagt þurfum við að bjóða fleirum þegar nánar er að gáð. Þú þarft að þekkja þessa gesti með nafni. Ef þú sérð að einhvern vantar - þá sendu mér línu og segðu mér frá:

Hlutfall, rétt hlutfall (þegar önnur talan vex þá vex hin líka), prósent, viðmiðunartala = grunntala (sú sem prósentan er reiknuð af - eða skal reiknast af), prósenta, prósentur, vextir, höfuðstóll, vaxtatími.

Að kunna
utan að

Hvað er það
sem gott er
að kunna
utan að?

og ef þú kannt
það ekki
geturðu
ekki haldið
nægum
reiknihraða!

Utan að
  • Atriði sem nauðsynlegt er að muna:
    Dagafjöldi í reikningsmánuði (30) og í reikningsári (360), teljari hlutfallsins er hlutinn en nefnarinn er heildin, hlutfalli er breytt í prósent með því að margfalda það með 100.
  • Reikni-aðferðir sem þú þarft að kunna alveg utan að:
    Aðferðir til að reikna hlutfall af heild og breyta hlutfalli í prósentur,
    formúlu vaxtareiknings,
    aðferðir til að reikna út dagafjölda milli tveggja dagsetninga..
Reikniaðgerðir Kunna að reikna

Þú þarft að kunna að beita þeim reikniaðferðum sem upp voru taldar að ofan. Æfðu þig að beita þeim þangað til að þú finnur að þú kannt það og hefur góða æfingu í því!

Prósentur

  • að reikna prósentur af tölu. 
    T.d.: Hvert verður tímakaupið hans Sigga, sem nú er 650 kr., eftir að það hefur verið hækkað um 10%? 
  • að reikna hve ein tala er mörg prósent af annari tölu.
    T.d.: Tímakaupið hans Sigga, sem var 650 kr.,  hækkaði nýlega um 65 krónur. Um hversu mörg prósent hækkaði það?
  • að reikna hver eldri talan var þegar vitað er um hversu mörg prósent hún hefur breyst.
    T.d.: Nú er tímakaupið hans Sigga kr. 715. Það hækkaði nýlega um 10%. Hversu hátt var það áður?

Önnur hlutföll: 

  • Rétt hlutföll - þegar önnur talan hækkar þá hækkar hin líka. 
    T.d.: 3 lítrar af mjólk kosta samtals 225 krónur í Bónus. Hversu mikið kosta 5 lítrar? 
  • Öfug hlutföll - þegar önnur talan hækkar þá lækkar hin. 
    T.d.: Tímakaup Sigga er 650 kr. og hann þarf því að vinna 40 stundir til að safna 26.000 krónum. Hversu margar stundir þyrfti hann að vinna fyrir sömu upphæð ef tímakaupið hans væri 715 krónur?  

Æfðu þig með því að nota Stærðfræðivefinn. Þegar þú hefur lokið því sem þar er að finna - sem er margt og nytsamt! - geturðu tekið til við dæmin sem þú finnur í dæmabankanum.


Efst á þessa síðu * Forsíða