(Ath. Gera verður ráð fyrir að auratalan alls staðar í dæminu sé heil tala.) |
Þetta gamla reikningsdæmi er handskrifað og liggur hjá eftirfarandi uppkasti að svarbréfi í gögnum úr fórum Gísla Ólafs Péturssonar, héraðslæknis á Húsavík og síðar á Eyrarbakka 1914-1937. |
Til Sr. Kj. HelgasonarEb. 5. apr. 1918Kæri vinur. Þakka þér fyrir bréfspjaldið þitt og dæmið og komuna síðast. Ég er nú búinn að ráða það. Það er ekki erfitt en það er varla hægt að kalla það reikningsdæmi. Það er gáta en hægari að ráða en margar venjulegar gátur af því að hún setur huganum skarpari - mathematisk - takmörk. Takmörkin sem binda hugann innan hæfilega stórs svæðis meðan hann leitar að ráðningu eru:
|
Og nú skal ég segja þér hvernig ég fór að. Til þess að fá glöggt yfirlit yfir gátuna skrifaði ég upp nöfn kvennanna og það sem gátan segir þær hafa eytt - þannig: |
Eyddi í aurum: | Eyddi í aurum: | ||
Frú Sandan | x | Ungfrú Sandan | x - 405 |
Frú Melan | x + 288 | Ungfrú Melan | x + 288 - 405 |
Frú Móan | "hérumbil" 4x | Ungfrú Móan | 4x - 405 |
Frú Riman | 63 álnum meir en Lína |
||
Frú Barðan | eyddi "mestu" | ||
Mína | 48 álnum meira en Bína | ||
Mína | 2912 aurum meira en Trína |
greiddi | álnir | greiddi | álnir | ||
Frú Sandan | 441 | 21 | Ungfrú Sandan | 36 | 6 |
Frú Melan | 729 | 27 | Ungfrú Melan | 324 | 18 |
Frú Móan | 1849 | 43 | Ungfrú Móan | 1444 | 38 |
Frú Riman
Keypti 63 álnum meira en |
>=69 | Ungfrú Riman >>>> 4356
Ef frú Riman keypti 69 álnir þá keypti |
66 | ||
Frú Barðan | eyddi "mestu" | Mína keypti 48 álnum meira en Bína sem merkir að Mína gæti verið ungfrú Riman og Bína ungfrú Melan | |||
Mína eyddi 2912 aurum meira en Trína sem er í samræmi við það að Mína er ungfrú Riman og þá er Trína ungfrú Móan |
Þar sem ekki er að villast um frú Barðan sem eyddi "mestu" þá sýnist
rétt að
Ættarnafn Gínu er því Barðan. |
Þú segist vita að dæmið hafi verið reiknað á tvo vegu. Mér dettur ekki í
hug í svip önnur aðferð en þessi. Ég læt ósagt hvort fleiri tölur eru til en
talan 441 sem hafa alla þá eiginleika er gátan heimtar en þó svo verði
þá gæti það ekki breytt ráðningu gátunnar. Talan 441 er áreiðanlega sú
lægsta og þá hægust viðfangs.
[Kveðjur og góðar óskir] Þinn einlægur vinur, Gísli Pétursson. |