Dráttur fyrri tímaTré í hrauniÁður fyrr var vegurinn norður frá Galtalæk víða
niðurgrafinn og lyftist ekki hátt til útsýnis. Þá bar trén í Drætti við undirfjöll Heklu í austri þar sem þau
í nokkurri fjarlægð tosuðust upp úr hrauninu. Þegar nær dróAfleggjari var frá veginum austur í Drátt. Þegar þangað
var komið opnuðust víðáttumiklir lundir og skógarsvæði sem teygði sig niður
að Rangá. Þarna var skjólgott og iðjagrænir grasvellir sem unun var að
leggjast í þegar komið var ofan af öræfunum eða á leið til fjalla. FriðurÍ Drætti var friður og ró. Þeir sem hingað komu með tjald
sitt og nesti áttu sumarsælar stundir og börnin léku sér í skóginum og
unglingarnir líka á bökkum Rangárinnar. Það eru þessir ómetanlegu eiginleikar
staðarins sem hafa gert hann að fjölsóttu útihátíðarsvæði sem fyllist af
fólki í ágústbyrjun ár hvert. |