Forsíða |
P2A- Leiðbeiningar og lausnir (01.02.02)Dæmasafn á bls. 20 |
1. dæmi: | Í jafnhliða þríhyrningi er hliðarlengdin x. Tjáðu flatarmál þríhyrningsins í x-um og einnig ummálið. Hér má raunar alveg eins segja: Reiknaðu flatarmálið og ummálið. Það er vegna þess að útkoman hlýtur að verða "eitthvað mörg x" ef svo má að orði komast !! - - - Þetta er jafnhliða þríhyrningur. Teiknaðu hann upp og merktu allar hliðar hans að þær eru x á lengd. Notaðu Pyþagorasar-reglu til að reikna
hæð hans í x-um!! Þannig finnurðu hæðina sem fall af x - þ.e. h(x) = og svo kemur niðurstaðan sem við skulum kalla hæðina. Þetta köllum við: að tjá hæðina með breytunni x eða: skrifa hæðina sem fall af x. Flatarmálið(fer eftir því hversu x-ið er stórt) - - |
2. dæmi: | Í ferningi er lengd hornalínunnar x. Tjáðu hliðarlengd hans í x-um. Þ.e.: skrifaðu hliðarlengdina sem fall af x. - - - Þetta er ferningur. Teiknaðu hann upp, dragðu hornalínuna og skrifaðu á hana lengdina x. |
4. dæmi: | Í fyrsta fjórðungi hnitakerfisins er punkturinn P á grafi fallsins f(x) sem tiltekið er í dæminu. K er hallatala beinu línunnar sem liggur í gegnum upphafspunktinn (0,0) og punktinn P. Reiknaðu k og tjáðu hnit punktsins P í k-um. - - - Rissaðu upp tiltekna fallið f(x). Merktu (á þægilegum stað!) punkt sem þú kallar P. Við hugsum okkur að x-hnit hans sé einmitt x og þá er y-hnitið f(x). Skrifaðu þessi hnit við P. Athugaðu að beina línan í gegnum upphafspunktinn og punktinn P hefur jöfnu sem lítur svona út: y = k * x þar sem k er hallatalan. Settu hnit punktsins P inn í jöfnu línunnar og reiknaðu hallatöluna. Nú þarftu að taka y-hnit punktsins og tjá það með k. |
8. dæmi:
og 9. dæmi: |
Tiltaka skal formengi og varpmengi fallanna. - - - Formengið: Varpmengið: |
12. dæmi:
Pláss- en Næst |
Teiknaðu graf fallsins f(x) og segðu til um hvort það á einhvern hátt samhverft (symmetriskt). - - - Trikkið að reikna og teikna gröf þegar tölugildismerki er í stæðunni: Kveikjari er sú tala sem kveikir á tölugildismerki. Á miðju blaðs skaltu teikna talnalínu. Dragðu lóðrétt strik á hana í gegnum kveikjara |x| og láttu strikið ná niður síðuna. Hægra megin við kveikjaralínuna skrifarðu f(x) en í staðinn fyrir |x| skrifarðu bara x því hér virkar tölugildið ekki. Teiknaðu hér upp graf fallsins. Ef það er til í kveikjaragildinu skaltu líka teikna þann punkt inn. |
15.-20. dæmi: |
Eru þessi föll slétt eða odda eða hvorugt? Jafnt fall er samhverft um y-ásinn.
Ef maður sér graf þess getur maður þekkt það á því að Til
þess að sýna að fallið f(x) er slétt fall þarf að sýna að: f(x) =
f(-x) Oddafall er samhverft um uphafspunktinn. Ef maður sér graf þess getur maður þekkt að það er odda-fall því að þá má snúa grafinu 180 gráður og þá fellur það ofan í sjálft sig. Til þess að sýna að fallið f(x) er odda-fall þarf að sýna að: f(x)
= -f(-x) Hvorki
slétt né odda er það fall sem hvorugt skilyrðið uppfyllir Þetta fall er því hvorki slétt né odda. |