Forsíða

P4-Leiðbeiningar og lausnir (31.01.2002)

Dæmasafn á bls. 41:
Dæmi 7, 8, 11, 13, 16, 17, 18, 22, 29, 30, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38

1. - 6.
dæmi:
Hvaða gröf tilheyra einkvæmum föllum?
- -

Fallið f(x) er einkvæmt ef f(a) <> f(b) þegar a <> b.
Það merkir að engin lárétt lína sker graf fallsins nema einu sinni.

7. - .10
dæmi:
Dragðu grafið á myndinni - til dæmis með því að leggja blað yfir myndina og draga grafið upp í gegnum blaðið.
Teiknaðu inn á myndina graf fallsins (beinu línuna) y = x og
bættu síðan inn á myndina grafi fallsins f-1(x) og athugaðu að þú þarft ekki finna jöfnur fallanna.
11. - 16.
dæmi:
Tiltekið er fallið f(x) og gröf fallanna f(x) og f-1(x). Reiknaðu jöfnu f-1(x).

12. dæmi: f(x) = x2 og x <= 0.
Við ritum fallið svona: y = x2 og gerum okkur grein fyrir því að y > = 0

Leysum jöfnuna með tilliti til x og fáum x2 = y og
x = plús eða mínus y^0,5 þ.e. x er jafnt og plús eða mínus rótin af y.

Vitað er að x er mínustala. Þar af leiðir að plús-lausnin kemur ekki til greina.
Fallið verður því: x = - y^0,5 þ.e. x = mínus rótin af y

Andhverfa fallið fæst með því að skipta á x og y sem hér gefur
y = - x^0,5

17. - 28.
dæmi:
Reiknaðu jöfnu f-1(x)
og sýndu að (f o f-1)(x) = (f-1 o f)(x) = x

Í þessum dæmum þarf að gæta þess hvert formengið er fyrir f og f-1 og athugaðu að það er fullt eins líklegt að þau séu ólík. Athugaðu þá hvaða áhrif formerkið hefur á útkomuna þegar þú reiknar og sýnir að (f o f-1)(x) = (f-1 o f)(x) = x

21.
dæmi:
f(x) = x2 og x <= 0
Skoðaðu 12. dæmi hér fyrir ofan þar sem reiknað er að f-1(x) = -x 0,5 og x >= 0

Sýnum að (f o f-1)(x) = (f-1 o f)(x) = x og byrjum á
þegar x>=0 {en það er formengi fallsins f-1:
(f o f-1)(x) = f((f-1)(x)) = f(-x^0,5) = [-x 0,5]2 = x
síðan reiknum við
þegar x <=0 sem er formengi fallsins f:
(f-1 o f)(x) = f-1(f(x)) = f-1(x2) = -[x2]^0,5 = -[x2* 0,5] = -|x|
nú munum við að x <= 0 svo að þegar við fellum tölugildismerkið
er stæðan svona: - (- x) sem jafngildir x.

23.
dæmi:
f(x) = -(x-2)2 og x <= 2 og ljóst er að varpmengið er y <= 0.
Setjum y í stað f(x) og fáum y = -(x-2)2
sem einnig má skrifa (x-2)2 = -y
Þar sem y < = 0 er (-y) > = 0 og því má skrifa:
(x-2)2 = |y|
og þar sem x < = 2 fæst
x - 2 = - (|y|)0,5 eða
x = 2 - (|y|)0,5

[Skýring: með því að draga rót beggja megin jafnaðarmerkisins fæst (x-2) = plús eða mínus rótin af y en þar sem x er minna en 2 eða í mesta lagi jafnt og 2 þá verður (x-2) ætíð minna en eða jafnt og núll og því getur plús-rótin af y ekki verið nothæf lausn því hún yrði aldrei minni en 0. Af þessum sökum er það aðeins mínus-rótin af y sem getur verið lausn.]

Andhverfa fallið verður því: y = 2 - (|x|)0,5

Nú þarf að sanna að þetta sé einmitt andhverfa fallið við hið fyrra. Það er gert með því að athuga hvort f(f-1(x)) = x og hvort f-1(f(x)) = x. Við byrjum á því fyrra og þar sem formengið er x < 0 reiknum við:
f(f-1(x)) = f(2 - (|x|)0,5) = -([2 - (|x|)0,5] - 2)2
= - ((2 - (|x|)0,5 - 2)2 = - ((|x|)0,5)2 = - (|x|)1,0 = - |x|
en af því að x < 0 gildir |x| = - x og því fæst - |x| = - (-x) = x
og þar með er niðurstaðan sú að f(f-1(x)) = x.

Hið síðara er reiknað á samsvarandi máta þar sem formengi fallsins f-1 er x < = 2:
f-1(f(x)) = f-1(-(x-2)2) = 2 - (|-(x-2)2|)0,5
sem vegna tölugildismerkisins má einnig rita svona:
2 - (|(x-2)2|)0,5 = 2 - (|x-2|2)0,5 = 2 - |x-2|1,0 = 2 -|x - 2|
og þar sem x < = 2 er stærðin (x - 2) alltaf minni en eða jafnt og núll svo að |x - 2| = -(x - 2) = 2 - x
svo að skrifa má
2 -|x - 2| = 2 - (2 - x) = 2 - 2 + x = x
eða: f-1(f(x)) = x.

29. - 30.
dæmi:
Tjáðu veldisfallið sem veldi af e.
Tiltaktu formengið og varpmengið.
31. - 32.
dæmi:
Skrifaðu fallið sem ln-fall.
Reiknaðu formengið og varpmengið og rissaðu grafið.
31.
dæmi:
I: y = 1 - (ln3)*log3x
Fyrst skoðum við log3(x) sem er sá veldisvísir sem setja þarf á 3 til að fá út x.
Þetta merkir að
II: 3 log3(x) = x
en við vitum að x = elnx
og einnig vitum við að 3 = eln3
og þess vegna getum við endurskrifað stæðuna II svona:
II: (eln3)log3(x) = elnx
og þar sem við vitum að (eln3)log3(x) = eln3 * log3(x) vegna þess að veldi er lyft upp í veldi með því að margfalda saman veldisvísana svo að II má skrifa svona:
II: eln3 * log3(x) = elnx
sem sýnir að veldisvísarnir sitt hvorum megin jafnaðarmerkisins eru jafn stórir - sem skrifa má svona:
III: ln3 * log3(x) = lnx
Hér eru þrjár stærðir (tölur!) í stæðunni. Við deilum beggja megin við jafnaðarmerkið með tölunni ln3 og fáum:
IV: log3(x) = lnx / ln3

Alveg sami útreikningur skilar almennu jöfnunni:
logax = lnx / lna

Þetta setjum við inn í I svona:
I: y = 1 - (ln3) * (lnx) / (ln3)
[Athugaðu að ln3 er tiltekin tala - sem þú getur látið vasareikninn þinn sýna þér. Sú tala er ofan við strikið að margfalda lnx en sama tala er líka neðan við strikið að deila í lnx. Þess vegna styttum við þessar tvær tölur út. Þær eru alveg eins. Eftir verður aðeins lnx ofan við strikið og talan 1 neðan við strikið.] Við einföldum I í:
I: y = 1 - lnx

Formengið: Ekki er til logaritmi af negatífri tölu og ekki heldur af núlli.
Formengið er x > 0
Varpmengi: Ef x er stór tala - t.d. milljón - þá er lnx líka stór tala. Hún er sá veldisvísir sem setja þarf á e til að fá út milljón. Ef x er minni en 1 - t.d. 1/e sem er um það bil 0,37 - er lnx = -1 og ef x nálgast núll stefnir lnx æ hraðar á mínus óendanlegt. Hið sama gildir hér um y en með þeirri breytingu að þegar x stefnir á núll stefnir y á plús óendanlegt en á mínus óendanlegt þegar x stefnir upp úr öllu valdi.
Varpmengið er -oo < y < oo

32.
dæmi:
I: y = (ln 10) log(x+2) þar sem log(x+2) merkir log10(x+2)

Notum regluna hér fyrir ofan: logax = lnx / lna til að skrifa
log10(x+2) = ln(x+2) / ln 10 og þá umritast I í:
I: y = (ln 10) * ln(x+2) / (ln 10) þar sem stærðin (ln 10) styttist út og
svarið er y = ln(x+2)

Formengið er: x > -2

Varpmengið er: y getur tekið öll gildi í R: -oo < y < oo

33. - 36.
dæmi:
Leystu jöfnuna.
Ef þú hefur aðgang að tölvu sem teiknar gröf skaltu nota það til að efla traust þitt á niðurstöðunni!

34. dæmi: Svarið er: t = (ln 3) / 0,05 = 21,97

35.
dæmi:
ex + e-x = 3
sem einnig má skrifa svona: ex + 1/ex = 3

Til að einfalda uppskriftir við útreikningana skulum við skíra stærðina ex nýju breytuheiti og kalla hana t.
þannig að t = ex og þá lítur jafnan svona út:
t + 1/t = 3

Þetta er jafna með broti og fyrsta verkefni okkar er að losna við brot.

(Jöfnur lögum við þannig til:

  • (1) Eyðum svigum með því að margfalda inn í þá.
  • (2) Eyðum brotum með því að margfalda gegnum jöfnuna með samnefnara brotanna. Við það koma oft inn nýir svigar og þá eyðum við þeim.
  • (3) Röðum liðunum í nytsama röð svo að þeir falli inn í kunnuglegt útlit.
    Ef jafnan er fyrsta stigs setjum við liðinn með óþekktu stærðinni framan við jafnaðarmerkið en alla hina fyrir aftan.
    Ef jafnan er annars stigs röðum við þeim öllum framan við jafnaðarmerkið eftir fallandi veldi á óþekktu stærðinni.
  • (4) Drögum saman samstæða liði til einföldunar.
  • (5) Reiknum gildið á óþekktu stærðinni.
    Í fyrsta stigs jöfnu deilum við í gegn með stærðinni sem margfaldar óþekktu stærðina.
    Í annars stigs jöfnu notum við lausnar-þulu annars stigs jöfnunnar.)

Hér er aðeins eitt brot.
Það hefur nefnarann t.
Þar með er það t sem er samnefnarinn sem við viljum nota.
Við vitum að t er aldrei núll
(af því að t = ex sem aldrei verður núll)
og þess vegna getum við margfaldað gegnum jöfnuna
(- alla liði beggja megin jafnaðarmerkisins -)
með t
og þá fæst:
t2 + 1 = 3t

Þetta er venjuleg annars stigs jafna sem við röðum svona:
t2 - 3t + 1 = 0
og leysum á venjulegan hátt. Hér á eftir læt ég +/- tákna plús eða mínus.
Við fáum t = 3/2 +/- (9/4 - 1)0,5 = 3/2 +/- (5/4)0,5 = (3 +/- 50,5) / 2

Til einföldunar í þessari uppskrift kalla ég plús-lausnina a og mínus-lausnina b.
a-lausnin skilar framhaldinu:
t = a
en af því að t = ex jafngildir þetta því að
ex = a
sem einnig má skrifa svona:
ex = elna
(því að ln a er einmitt sá veldisvísir sem setja þarf á e til að fá út a)
og þá vitum við að
x = lna
(því að veldisvísirinn x hlýtur að vera jafn veldisvísinum ln a)
sem hér merkir að
x = ln [(3 + 50,5) / 2] sem við reiknum á vasareikninn.

Á sama hátt finnum við hina lausnina sem x = lnb

36.
dæmi:
2x + 2-x = 5
sem einnig má skrifa svona: 2x + 1/2x = 5

Lausnin notar aðferðina í 35. dæmi:

Við setjum inn breytuheitið t fyrir 2x
þannig að t = 2x og þá lítur jafnan svona út:
t + 1/t = 5

Margföldum í gegn með t og fáum:
t2 + 1 = 5t

Röðum fyrir annars stigs jöfnu og fáum:
t2 - 5t + 1 = 0
og leysum á venjulegan hátt. Hér á eftir læt ég +/- tákna plús eða mínus.
Við fáum t = 5/2 +/- (25/4 - 1)0,5 = 5/2 +/- (21/4)0,5 = (5 +/- 210,5) / 2

Til einföldunar í þessari uppskrift kalla ég plús-lausnina a og mínus-lausnina b.
a-lausnin er þá þessi:
a = (5 + 210,5) / 2
og þar verður framhaldið svona:
t = a
en af því að t = 2x
jafngildir þetta því að
2x = a
og af því að 2x = (eln2)x
má skrifa þetta svona:
exln2 = a = elna
og þar sem
exln2 = elna
er ljóst að veldisvísarnir eru jafnstórir svo að rétt er að rita:
x ln2 = ln a eða:
x = ln a / ln 2 og nú setjum við inn fyrir a og reiknum með vasareikni út gildið sem nú fæst á x:

x = ln[(5 + 210,5) / 2] / ln 2

Á sama hátt finnum við hina lausnina sem

x = ln[(5 - 210,5) / 2] / ln 2

37. - 38.
dæmi:
Leystu jöfnuna með tilliti til y.

Svarið við 38. dæmi er:
y = 2xex + 1

Útleiðslan er svona:

Tiltekið er að: ln(y-1) - ln2 = x + lnx

Setjum hvora hlið fyrir sig sem veldisvísi á e - svona:

eln(y-1) - ln2 = ex+lnx
Þetta eru veldastæður og hér gilda veldareglurnar:

eln(y-1) /eln2 = ex.elnx

sem einnig má skrifa svona:
(y-1)/2 = ex..x
sem rita má svona:

y - 1 = 2x ex.
og að lokum einangrum við y svona:

y = 2x ex. + 1

39. dæmi: Reiknaðu jöfnu f-1(x)
og sýndu að (f o f-1)(x) = (f-1 o f)(x) = x

f(x) = y = 100 / (1 + 2-x) og við vitum að sviginn (1 + 2-x) getur aldrei orðið núll - hann verður raunar alltaf stærri en 1 - svo að við margföldum beggja megin með honum og fáum:
(1 + 2-x) * y = 100 og næst - af því vð við vitum að y getur aldrei orðið núll - deilum við beggja megin með y og fáum:
(1 + 2-x) = 100 / y sem við umritum í
2-x = 100/y - 1 og þar sem -x er sá veldisvísir sem setja þarf á 2 til að fá út (100/y - 1) merkir það að:
-x = log2(100/y - 1) og með því að margfalda beggja megin með -1 fæst:
x = - log2(100/y - 1) sem strax má breyta yfir í andhverfa fallið með því að skipta á x og y svona:

f-1(x) = y = - log2(100/x - 1) sem til einföldunar umritast í:
y = - log2((100-x)/x) og í:
y = log2(x/(100-x)

Síðan er að sýna fram á að (f o f-1)(x) = (f-1 o f)(x) = x

40. dæmi: Tiltekið er fallið y = f(x) = k*x + b

  • (a) Rökstyddu á sannfærandi hátt að þetta fall sé einkvæmt.
  • (b) Reiknaðu jöfnu f-1(x) og segðu hvaða vensl eru milli hallans á þessum tveimurgröfum?
  • (c) Ef gröf tveggja falla eru tvær samsíða línur sem ekki eru láréttar - hvaða ályktanir geturðu þá dregið um gröf fallanna sem eru andhverf við þau tvö.
  • (d) Ef gröf tveggja falla eru innbyrðis hornréttar línur - hvaða ályktanir geturðu þá dregið um gröf fallanna sem eru andhverf við þau tvö.
41. dæmi: Tiltekið geislavirkt efni hefur helmingunartímann 12 klst. Í upphafi eru 8 grömm af efninu.
  • (a) Skrifaðu jöfnu sem lýsir því magni sem eftir er þegar liðnir eru t tímar.
  • (b) Hvenær verður 1 gramm eftir?
42. dæmi: Tvöföldun höfuðstólsins.
Reiknaðu hversu langan tíma tekur að tvöfalda 500 krónur sem eru á 4,75% ársvöxtum sem leggjast árlega við höfuðstólinn.
43. dæmi: Mannfjöldaþróun.
Í Mánaborg eru 375 þúsund íbúar. Þeim fjölgar um 2,25% árlega. Hvenær verða þeir milljón talsins?
44. - 45.
dæmi:
Notaðu formúluna um hljóðin í example 11 á bls. 39 til að reikna þessi dæmi.
46. dæmi: Rýrnunarjafna fyrir gasið radon-222 er y = y0e-0,18t á t dögum. Reiknið hve marga daga það tekur fyrir gasið að rýrna um 10%.
47. - 50.
dæmi:
Notaðu tölvu-graf til að finna skurðpunkta ferla fallanna.
51. - 54.
dæmi:
(a) Teiknaðu gröf fallanna f(x) og g(x) í sama hnitakerfi.
(b) Teiknaðu grafið (f o g)(x)
(c) Teiknaðu grafið (g o f)(x)
55. dæmi: Tiltekin eru föllin f(x) = ln(ax), g(x) = ln(x) og h(x) = f(x) - g(x)
  • (a) Teiknaðu graf fallanna f og g fyrir a-gildin 2, 3, 4 og 5. Hver virðast vera vensl grafanna f og g?
  • (b) Teiknaðu graf fallsins h og notaðu það til að styðja ályktun þína.
  • (c) Sýndu með reikningi að ályktun þín er rétt.
56. dæmi: Tiltekin eru föllin f(x) = ln(x / a), g(x) = ln(x), h(x) = g(x) - f(x) og r(x) = eh(x)
  • (a) Teiknaðu graf fallanna f og g fyrir a-gildin 2, 3, 4 og 5. Hver eru vensl grafanna f og g?
  • (b) Teiknaðu graf fallsins h(x) fyrir a-gildin 2, 3, 4 og 5. Lýstu gröfunum.
  • (c) Teiknaðu graf fallsins r(x) fyrir a-gildin 2, 3, 4 og 5. Berðu gröfin saman við graf fallsins y = a.
  • (d) Notaðu eh(x) = ehgx) - f(x) = a til að reikna jöfnu fallsins f(x).
57. dæmi: Jafnan x2 = 2x hefur þrjár lausnir. Ein þeirra er x = 2 og önnur er x = 4. Notaðu graf til að ákveða þá þriðju eins nákvæmlega og þú getur.
58. dæmi: Er hugsanlegt að jafnan xln2 = 2lnx hafi lausn í R+ (þ.e. í mengi pósitífra rauntalna) ?
Teiknaðu gröf fallanna og notaðu þau til að útskýra ályktun þína.

Efst á þessa síðu * Forsíða