Forsíða |
P5A-Dæmin á íslenskuDæmasafn á bls. 55: |
1. dæmi: |
(a) Hringur hefur radíusinn r = 10
metrar. Hversu langur er boginn sem lokar miðhorni (horni frá miðpunkti með geislum sem skera
hringinn) sem er 4*pí/5 radíanar?
(b) en miðhorni sem er 110 gráður? |
2. dæmi: |
10*pí er lengd boga sem lokar miðhorni hrings með radíus 8. Reiknaðu stær miðhornsins í gráðum og í radíönum (radíanmáli). |
3. - 4. dæmi: |
Útfylltu töfluna. Ef hornafallið er ekki til í viðkomandi punkti skaltu þar setja táknið #. EKKI (!!) nota vasatölvu eða töflur. |
5. - 6. dæmi: |
Eitt hornafall er tiltekið og staðsetning hornsins. Notaðu það til að reikna svo að þú hafir að lokum öll þrjú gildin: sin(x) = cos(x) = tan(x) = |
7. - 10. dæmi: |
Rissaðu gröf fallanna. |
11. - 12. dæmi: |
Rissaðu gröf fallanna í t-s-hnitakerfi (t-ásinn er láréttur og s-ásinn er lóðréttur). Hver er lotan og hverjar eru samhverfurnar? |
13. - 14. dæmi: |
Umritaðu stæðurnar í stæðu þar sem sinus er aðeins af x og cosinus er aðeins af x |
15. - 16. dæmi: |
Notaðu reglurnar um sinus og cosinus af hornasummu (sin(A+B og cos(A+B)) til að sýna að jöfnurnar eru réttar. |
17. dæmi: | Hvað gerist ef þú setur B = A inn í regluna: cos(A-B) = cosA cosB + sinA sinB ? Kannastu við útkomuna? |
18. dæmi: | Hvað gerist ef þú setur B = 2*pí inn í hornasummureglurnar? Kannastu við útkomurnar? |
19.-20. dæmi: |
Í fallinu: y = a * f(b*(x+c)) + d hafa stærðirnar a, b, c og d hver sín áhrif á graf fallsin. Áhrifin eru þessi:
Reiknaðu gildin á a, b, c og d í hverjum lið og rissaðu gröfin. |
21. dæmi: | Um hitann í Fairbanks í Alaska: Reiknaðu a = útslagið, b = lotuna, c = láréttu færsluna og d lóðréttu færsluna á grafi fallsins. |
22. dæmi: | Um hitann í Fairbanks í Alaska - notaðu jöfnuna í 21. dæmi og mynd 46 á bls. 49. Gerðu ráð fyrir 365 dögum í árinu og (a) reiknaðu námundagildi fyrir mesta og fyrir minnsta daglegt hitagildi. |
22. dæmi: b-liður: |
(b) Hvert er meðaltal hæstu gilda og lægstu gilda ? Hvers vegna verður það meðaltal að lóðréttri færslu fallsins?
Við myndina nr. 46 á bls. 49 er bent á að grafið er því sem næst sinusfall. Venjulegt sinusfall hefur jafnmikinn slátt í pósitífa átt og í negatífa átt þannig að slættirnir jafna sig út og meðaltalið er 0. Meðaltalslínan fer ætíð í gegnum sínusbylgjuna miðja. Hækki sínusfallið þá hækkar líka meðaltalslínan. Nánar tiltekið: |