Forsíða |
P5A-Leiðbeiningar og lausnir (12.12.2001)Dæmasafn á bls. 55: |
1. dæmi: |
(a) Hringur hefur radíusinn r = 10 metrar. Hversu langur er boginn sem lokar miðhorni (horni frá miðpunkti með geislum sem skera
hringinn) sem er 4*pí/5 radíanar? í
Rifjum upp: Nú ætlum við að reikna í gráðum: Reiknum þetta nú með því að nota radíanmál við að tákna stærð hornanna: [(4*pí/5)/(2*pí)] * 2*pí*10 sem (b) en miðhorni sem er 110 gráður? |
2. dæmi: |
10*pí er lengd boga sem lokar miðhorni hrings með radíus 8. Reiknaðu stær miðhornsins í gráðum og í radíönum (radíanmáli). Hér skaltu skoða leiðbeininguna í dæmi 1. |
3. - 4. dæmi: |
Útfylltu töfluna. Ef hornafallið er ekki til í viðkomandi punkti skaltu þar setja táknið #. EKKI (!!) nota vasatölvu eða töflur. |
5. - 6. dæmi: |
Eitt hornafall er tiltekið og staðsetning hornsins. Notaðu það til að reikna svo að þú hafir að lokum öll þrjú gildin: sin(x) = cos(x) = tan(x) = Rifjum upp: Hugsum okkur einingarhringinn með þríhyrning teiknaðan í fyrsta fjórðungi. Miðhornið við punktinn O heitir A. Þá er cosA lengd skammhliðarinnar sem liggur á x-ásnum og sinA er lengd lóðréttu skammhliðarinnar. Lengd langhliðarinnar er alltaf 1 því þetta er einngarhringurinn. Hornafallið tanA er hlutfallið sinA / cosA Við skulum EKKI reikna út secA og cscA. Teiknaðu upp hjálparmynd áður en þú byrjar að reikna. Teiknaðu hnitakerfið og einingarhringinn og dragðu miðhornið sem um er að ræða. Til þess notarðu það hornafall sem gefið er. |
7. - 10. dæmi: |
Rissaðu gröf fallanna. Notfærðu þér að þú þekkir einföldu gröfin y = sin(x) og y = cos(x) og taktu eftir að hér er verið að hnika þeim gröfum til. |
11. - 12. dæmi: |
Rissaðu gröf fallanna í t-s-hnitakerfi (t-ásinn er láréttur og s-ásinn er lóðréttur). Hver er lotan og hverjar eru samhverfurnar? |
13. - 14. dæmi: |
Umritaðu stæðurnar í stæðu þar sem sinus er aðeins af x og cosinus er aðeins af x
Í 13. dæmi a-lið er cos(pí +x) |
15. - 16. dæmi: |
Notaðu reglurnar um sinus og cosinus af hornasummu (sin(A+B og cos(A+B)) til að sýna að jöfnurnar eru réttar. |
17. dæmi: | Hvað gerist ef þú setur B = A inn í regluna: cos(A-B) = cosA cosB + sinA sinB ? Kannastu við útkomuna? |
18. dæmi: | Hvað gerist ef þú setur B = 2*pí inn í hornasummureglurnar? Kannastu við útkomurnar? |
19.-20. dæmi: |
Í fallinu: y = a * f(b*(x+c)) + d hafa stærðirnar a, b, c og d hver sín áhrif á graf fallsin. Áhrifin eru þessi:
Reiknaðu gildin á a, b, c og d í hverjum lið og rissaðu gröfin. |
21. dæmi: | Um hitann í Fairbanks í Alaska: Reiknaðu a = útslagið, b = lotuna, c = láréttu færsluna og d lóðréttu færsluna á grafi fallsins. |
22. dæmi: | Um hitann í Fairbanks í Alaska - notaðu jöfnuna í 21. dæmi og mynd 46 á bls. 49. Gerðu ráð fyrir 365 dögum í árinu og (a) reiknaðu námundagildi fyrir mesta og fyrir minnsta daglegt hitagildi. |
22. dæmi: b-liður: |
(b) Hvert er meðaltal hæstu gilda og lægstu gilda ? Hvers vegna verður það meðaltal að lóðréttri færslu fallsins?
Við myndina nr. 46 á bls. 49 er bent á að grafið er því sem næst sinusfall. Venjulegt sinusfall hefur jafnmikinn slátt í pósitífa átt og í negatífa átt þannig að slættirnir jafna sig út og meðaltalið er 0. Meðaltalslínan fer ætíð í gegnum sínusbylgjuna miðja. Hækki sínusfallið þá hækkar líka meðaltalslínan. Nánar tiltekið: |