GÓP-fréttir

Forkröfur áfangans STÆ-3003

Yfirlit yfir þau atriði sem ætlast er til að nemendur hafi á valdi sínu þegar þeir hefja nám í þessum áfanga.

Skil-
grein-
ingar
Nemendur geti skilgreint (=útskýrt)  hugtökin:
Mengi, stærðtákn, reikniregla, N, Z, Q, R, talnalína, pósitíf tala, negatíf tala, summa, margfeldi, hlutleysa við reikningsaðgerð, andhverfa við reikningsaðgerð, jafna, jöfnuhneppi, brot, teljari, nefnari, lenging brots, stytting brots, stæða, einföldun stæðu, ójafna, misjafna, tölugildi, kveikjari tölugildis, hnit, láhnit, lóðhnit, rétthyrnt hnitakerfi, upphafspunktur hnitakerfis, veldi, veldisvísir, graf, hlutföll, prósentur, rétthyrningur, þríhyrningur, flatarmál, jafna beinnar línu, graf beinnar línu, gráðumál horna, frændhorn, lagshorn, sjónarhorn, hornasumma þríhyrnings, sínus af horni, kósínus af horni, tangens af horni, kótangens af horni.
Kunna
utan
Nemendur kunni utan að:
  • reglurnar:
    (a+b)2 = a2 + 2ab + b2
    (a-b)2 = a2 - 2ab + b2
    a2 - b2 = (a+b)(a-b)
  • reiknireglur ræðu talnanna og þeirra stærðfræðitákna sem standa fyrir ræðar tölur (t.d. bókstafastærðtákna),
  • aðferðir til að einfalda og reikna almenn brot sem rituð eru með tölum eða/og bókstöfum, þar með talið að reikna samnefnara,
  • veldareglurnar,
  • ójöfnureglurnar,
  • aðferðir og reiknireglur til að leysa fyrsta stigs jöfnur,
  • aðferðir og reiknireglur til að leysa jöfnuhneppi þar sem breytistærðir (óþekktar stærðir) eru tvær, þrjár eða fjórar,
  • aðferðir og reiknireglur til að leysa annars stigs jöfnur,
  • samband hallatalna innbyrðis hornréttra lína.
Sann-
anir
Nemendur geti leitt út (sýnt fram á að réttar séu) reglurnar sem upp eru taldar hér að ofan.
Reikni-
aðferð-
ir
Nemendur geti með reikningi eða/og samfelldum rökstuðningi:
  • lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt með hvers konar heilum tölum, tugabrotum, almennum brotum og bókstafastærðtáknum, þar með talið deilt margliðu með margliðu,
  • reiknað einföld hlutföll,
  • reiknað prósentur af tölum og stærðtáknum,
  • leyst jöfnur með einni breytistærð bæði uppsettar og óuppsettar,
  • reiknað flatarmál rétthyrninga og þríhyrninga,
  • fundið og sýnt mengi á talnalínu,
  • skrifað summu sem margfeldi,
  • skrifað margfeldi sem summu,
  • einfaldað summur og margfeldi talna, brota og bókstafastæða,
  • einfaldað veldastæður,
  • eytt smábrotum brotabrots,
  • leyst jöfnuhneppi með tveimur og með þremur breytistærðum,
  • búið til jöfnuvensl milli línulega tengdra stærða (t.d. hraði, vegalengd, tími eða einingafjöldi, heildarverð, einingarverð - osfrv.),
  • sett upp óuppsettar jöfnur með einni og með tveimur breytistærðum,
  • leyst ójöfnur,
  • leyst jöfnur og ójöfnur sem innihalda tölugildi og notað til þess talnalínuaðferðina og kveikjara,
  • teiknað í hnitakerfi punktmengið (x,y) þar sem y=f(x),
  • reiknað jöfnu beinnar línu þegar þekktir eru:
    - tveir punktar á henni,
    - einn punktur á henni og hallatala hennar,
  • þáttað annars stigs algebrustæður í margfeldi tveggja þátta sem hvor um sig er eins- eða fleirliða,
  • notað skilgreiningar, reglur og útleiðslur (sannanir) kennslutexta til að reikna réttmæti fullyrðinga um að ein stæða sé jafngild annarri. 

Efst á þessa síðu * Forsíða