GÓP-fréttir

Bls.
10 - 24

Námsmarkmið áfangans STÆ-3003
Kennslubók:
Thomas' CALCULUS - ISBN 0-201-44141-1

Preliminaries 2: Föll og gröf

Yfirlit yfir þau atriði sem ætlast er til að nemendur hafi á valdi sínu þegar þeir ljúka námi í þessum kafla. Athugaðu að sleppt er þeim atriðum í lok kaflans þar sem gert er ráð fyrir að lausnir séu fundnar með aðstoð öflugs vasareiknis eða tölvu.

Skil-
grein-
ingar
Nemendur geti skilgreint (=útskýrt)  hugtökin:
fall, óháð breyta, háð breyta, formengi, varpmengi, y = f(x), bil, opið bil, hálfopið bil, lokað bil, ]a, b[, ]a, b], [a, b[, [a, b], vaxandi fall, minnkandi fall, slétt fall, sléttu-próf falls,  oddafall, oddapróf falls,  hluta-fall = fall skilgreint í hlutum, tölugildisfallið, lóðrétt hnikun grafs falls, lárétt hnikun grafs falls, samsett fall: f(g(x)).
Kunna
utan
Nemendur kunni utan að:
  • skráningu opinna, hálfopinna og lokaðra bila,
  • útlit grafa fyrsta stigs jöfnu og annars stigs jöfnu og þriðja stigs jöfnu,
  • einkenni slétts falls og einkenni oddafalls,
  • aðferð til að hnika grafi falls lárétt og lóðrétt
Sann-
anir
Nemendur geti sannað með sléttuprófi að fall sé slétt, með oddaprófi að fall sé odda eða hvorugt. 
Reikni-
aðferð-
ir
Nemendur geti með reikningi eða/og samfelldum rökstuðningi:
  • reiknað og skráð formengi og varpmengi falls þegar formúla þess er gefin,
  • teiknað graf fyrsta stigs, annars strigs eða þriðja stigs margliðu með því að þekkja almennan svip slíks grafs og reikna 2 - 3 punkta að meðtöldum skurðpunktum við ásana,
  • reiknað jöfnu falls eftir lóðrétta og lárétta hnikun grafs þess,
  • reiknað formúlu falls sem samsett er úr tveimur föllum með þekktar formúlur,
  • reiknað formúlur falla sem  samsett skila þekktri formúlu.

Efst á þessa síðu * Forsíða